Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Qupperneq 10
áður neitað: Að játa á sig barnsfað-
ernið. Fór hann þess á leit að fá
þegar í stað að sverja fyrir barnið
og bauð þar l'ram á móti að fyrirgefa
þeim, sem hefðu áreitt sig og leið-
rétta sjálfur breyskleika sinn og yfir-
sjónir „í von ím, að minn góði guð
gefi mér þar til sína náð og fulltingi,
einkanlega þá ég vissi mig eigi leng-
ur siktaðan, ofscttan og umsetinn".
Tcmas lét þann krók koma á móti
bragði, að hann mótmælti í nafni
prests sjö af þeim vitnum, er Einar
á Hraunum hugðist leiða fram. Var
þar efstur á blaði Jóhann hreppstjóri
Kröyer, er bonnn var því að hafa
lengi vanrækt kirkju og sakramenti.
Hinir voru Jón Einarsson, Jón Jóns-
son í Höfn, Bjarni Guðmundsson i
Skarðdalskoti, systkinin í Leyningi,
Sigríður og borfinnur, og loks Elín
Jónsdóttir, fyrrverandi bústýra
prests. Var þessu fólki yfirleitt gefin
að sök vankunnátta í kristindómi,
.skeytingarley.-i um kirkjusókn og
meðtöku náðarmeðalanna, þver-
móðska við prest og sumum aðild að
kæru á hendur honum. Jóni Einars-
syni sagðist prestur alls ekki hafa
náð til yfirheyrslu um langt skeið og
þótti verða að koma til kasta pró-
fasts, áður en hann fengi eið. Sigríð-
ur i Leyningi hafði ofan á annað
„skí 't heilbrigt barn rétt undir tún-
garði prests og með þeim hætti gert
indgreb í hans embætti". En um
Elínu var látið nægja að geta þess,
að hún væri Jila ræmd til munns
og handa“.
Þegar hér var komið, hafði sýslu-
maður blaðað í spurningum þeim,
sem sækjandinn, Einar á Hraunum,
hugðiat leggja fyrir vitnin Ekki fer
hjá því, að sýslumanni hafi þegar
verið fullkunnugt, hverni.g þetta rnál
var vaxið. Þótt honum kunni að hafa
verið það óljóst. er hann hóf ferð
sína, getur tæpast annað verið en
honum hafi verið sagt það, er gekk
manna á milli þá daga, er hann hafði
dvalizt í Siglufirði. En með spurning
um sækjandans fékk hann þau gögn
í hendur, að honum þótti tímabært
að láta til skárai skríða. Hann lýsti
j'fir því, að af þeim gæti hann ráðið,
að hér væri rneira í efni en það eitt,
að prestur vildi ekki gangast við
barninu, því að spurningarnar mið-
uðu að því að sanna á hann afbrot,
er þung viðurlög lægju - við. Kvað
hann fulla ústæðu til frumprófs til
undirbúnings sakamáli, bannaði
presti að fara út af heimili sínu, skip
aði hrenpstjóra að hafa gætur á hon-
um og sleit síðan þinginu.
Prestur krafðist þess hástöfum, að
sér yrði skipaður lögfróður verjandi,
ef reisa ætti gogn sér mál, er varðað
gæti heiður og embætti. En sýslu-
maður lét það sem vind um eyrun
þjóta. Hann sendi inn í Svarfaðardal
eftir Jóni hreppstjóra Sveinssyni á
Urðum, er hann skipaði verjanda
prests í hinu nýja málinu, og hirti
ekki. um, hvort sakborningi líkaði
betur eða verr.
X!.
Við þetta taiðist málið í tvo daga.
En hinn 8. apríl var tekið til á nýjan
leik. Prestur lagði fram skrifleg mót
mæli sín gegn binum nýja verjanda
sínum, en sýslumaður rak þau jafn-
harðan í hann aftur. Eftir nokkurt
þjark tókst að fullnægja öllutn forms
atriðum, og að því búnu hófst yfir-
heyrsla.
Fyrst voru þau feðgin frá Skarð-
dal, Jón og Guörún, yfirheyrð. Næst
kom röðin að séra Ásmundi. Gekkst
hann við því, að Jón hefði sagt sér,
að Guðrún væri vanfær og eignaði
sér þungann, en bar algerlega á móti
því, að hann hefði stofnað til nokk-
urra þeirra kynna við stúlkuna, er
slíkt mætti af hljótast. Hann hefði
að vísu beðið hana að þiggja annan
föður að harni sínu, en eigi aðra ep
þá, er hann taldi sanna vera.
Hin fjórða í röðinni var Sigríður
Þorfinnsdóttir í Leyningi. Fram að
þeasu hafði sýslumaður Iagt fram
spurningar, sem svarað var hverri
fyrir sig. En það var form, sem átti
illa við Sigríði. Hún hóf þegar ræki-
lega frásögn af óllum sínum afskipt-
um af málinu, og var framburður
hennar „meðtekinn í samanhangandi
ræðu, þó upp á spursmál“. Síðan
kom hvert vhnið af öðru, og gekk
svo lengi dags.
Dagur var liðinn mjög að kvöldi,
er sýslumaður hóf að lesa það, sem
hann hafði látið færa til bókar. Til
þessa hafði séra Ásmundur ekki haft
sig mjög í frammi né látið svo ófrið-
lega, að sýslumaður sæi ástæðu til
þess að geta þess í þingbókinni. En
þegar hann hafði hlýtt um stund á
lesturinn, stóðst hann ekki lengur
mátið. Hann tók að hrópa fram í og
mótmæla því, e’' .kráð hafði verið
eftir sumum ' mna, en sýslumað-
urinn setti upp 3crangasta embættis-
svip, ávítaði hann harðlega og skip-
aði honum að þegja. En það kom
fyrir ekki. Séra Ásmundur margvitn-
aði undir þingheim og þingvotta, og
ekki heyrðist mannsins mál í þing-
húsinu fyrir háreysti.
Loks tókst þó sýslumanninum ineð
miklu harðfylgi að Ijúka lestrinum,
og hugðist hann þá binda endi á rétt-
arhaldið með því að leggja nokkrar
spurningar fyrir prest. Hin fyrsta
var frekar ómjúklega orðuð, enda
mun geð sýslumanns hafa verið tekið
að þrútna:
„Viljið þér eða getið þér á móti
borið, að hafa leitazt við að útvega
mann, sem falsklega játaði sig föður
að Guðrúnar Jónsdóttur í Skarðdal
næstliðið haust íæddu barni?“
Séra Ásmundur kvaðst svo skelfd-
ur við, hversu bókað væri, að hann
gæti ekki svarað þessu. Hófst nú nýtt
þrátt um þau cíni, unz sýslumaður
spurði prest, fyrir hvern hann hefði
falað föður að barni Guðrúnar. Eftir
Iangt orðaskak kvaðst prestur vilja
svara hinni fyrri spurningu þessum
orðum:
„Það get ég og vil, og því þver-
neita ég, að ég hafi þá viðleitni
haft“.
Hinni síðari kvaðst hann svara,
þegar hún yrði svo fram borin, að
hann mætti nana réttilega skilja. En
þegar sýslumaður bar fram þriðju
spurningu sína um faðerni barnsins,
svaraði prestur:
„Ekki er ég laðir að barninu, og
engan hef ég þess vegna beðið eða
biðja látið u.m játun neins faðernis".
Þegar hér var komið, hafði einnig
skorizt í odda meö presti og verjanda
hans, Jóni Sveinssyni, er honum
þótti fylgja sínu máli linlega. Sá Jón
sig tilneyddan að skjóta því undir
atkvæði sýslumanns, hvort hann
hefði vanrækt skvldu sína, en sýslu-
maður kvað nei við því. Var þá látið
staðar numið þann daginn.
XII.
Það bætti ekki skap.muni sýslu-
manns, að hánn hafði komizt að raun
um, að fleiri hugðust beita hann
þrássi en séra Ásmundur einn: Eitt
vitnið hafði gerzt svo djarft að
strjúka brott úr sveitinni. Þetta var
Elín Jónsdóttir.
Hún hafði verið á reiki síðan prest-
ur rak hana úr vistinni á Hvanneyri,
bæði í Skagafjarðarsýslu og Siglu-
firði, farið milli bæja og dvalizt
nokkrar nætur í senn á hverjum
stað. Hafði hún sér einkum til fram-
dráttar að tita fiíkur, dúka og band
fyrir húsmæður, þar sem það var
þegið, — fór með litunarverk, eins
og komizt var að orði. Svo hittist á,
að hún var stödd á Siglufirði, er
sýslut.naður kom þangað, og þegar
tekið var að stefna vitnum, rákust
stefnuvottarnir á hana í kaupstaðn-
um, þar sem hún hafði komið við á
leið frá Hvanneyri inn að Höfn.
Gripu þeir tækifærið og lásu henni
stefnuna, en hún lét fátt um finnast
og þóttist finna á þann formgalla, að
hún væri aðeíns kennd við Hvann-
eyri, en „ekki nefnd svo sem sú“, er
þar hefði verið heimilisföst.
Eftir stefnuna rölti hún inn að
Skarðdal og gisti þar fjórar nætur,
en var síðan eina nótt- í Saurbæ. Að
því búnu hélt hún aftur út að Hvann-
eyri og sat þar um kyrrt um sinn.
Prestur mun hafa styrkt hana í
þeirri trú, að stefnan væri ólögleg,
1018
T t M t N K — SUNNUDAGSBLAÐ