Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Page 11
Séð af skarðinu niður í Siglufjörð.
og sjálf sagði hún svo frá, að hann
hefði skipað sér að hypja sig burt á
sína sveit áður en þing hæfust. Tóm-
as á Nautabúi ól líka á því við hana,
eftir að hann kom, að henni myndi
óhætt að fara alira sinna ferða.
Daginn áður en Elín átti að kctma
til þings, fóru Soffía ráðskona og
Jón, vinnumaður á Hvanneyri, inn í
fjarðarbotn til þess að saekja mó.
Elín slóst í för með þeim, og fer
vart hjá því, að brottför hennar hef-
ur þá verið ráðin, þótt hvorki vildi
hún né aðrir við það kannast, því að
hún hafði meðferðis í skjóðu tvö
bréf, annað frá pFesti, er fara átti
að Sigluvík á Svalbarðsströnd, en
hitt frá Rósu nokkurri Benjamíns-
dóttur, sem var á Hvanneyri um
þessar mundir, til stúlku inni í
Glæsibæjarhrepni.
Móhraukarnir voru framan við alla
bæi, og þegar þangað kom, bað Elín
Jón að fylgja sér áleiðis upp fjallið.
Lét hún í fyrstu sem hún ætlaði
til Héðinsfjarðar, en sneri brátt við
og hélt svonefnda Botnaleið vestur
í Fljót. Segir ekki af henni um sinn,
en þau Jón og Soffía gátu þess ekki
við neinn á henmleiðinni, að hún
væri á brottu, og bar Soffía því við
síðar, að hún hefði jafnan verið því
fegnust, er hún var sem fjærst, og
þess vegna elcki að sér hvarflað að
hafa orð á því.
Sýslumaður varð aftur á móti ekki
hýr á svip, er það kom á daginn, að
Elín kom ekki ti! þings á þeim degi,
er ætlað hai'ði verið. Þótti honum
kerling þessi gerast firna djörf, og
þegar það vitnaðist, að hún var brott
farin úr sveitinni, sendi hann í tvær
áttir að elta hsna uppi — austur
f Héðinsfjörð og vestur í Fljót. Þeir,
(Ljósipynd: Þorsteinn Jósepsson).
sem í Héðinsfjörð fóru, höfðu ekki
erindi sem erfiði, því að þar hafði
enginn orðið Elinar var. Hinir, sem
héldu vestur á bóginn, urðu veiðn-
ari. Þeir náðu Elínu á Molastöðum
í Fljótum, og var nú engrar misk-
unnar að vænta. Hún hlaut með
þeim að fara til Siglufjarðar, hversu
nauðugt sesn henni var það.
Það virðist hafa verið hinn 9. apríl,
að sendimenuirnir héldu í rauðabýti
með fanga sinn úr Fljótum. Þennan
sama dag tók sýslumaður á ný til
við barnsfaðernismál það, sem Jón
Arnfinnsson höfðaði gegn presti.
Kvað hann fyrst upp þann úrskurð.
að ekkert hefði fram komið, er sann-
aði það, að vitnin sjö, sem prestur
vildi bægja frá rétti, bæru til hans
slíka óvild, að þau væru ekki vitnis-
bær og eiðtæk fyrir þær sakir. Þaðan
af síður gætu staðhæfingar prests
um fákunnáttu þeirra í kristindómi,
strjálar ltirkjugöngur og vanrækslu
sakramentis neinu varðað í þessu
efni. Lét hann síðan yfirheyra þau,
þrátt fyrir mótmæli prests o,g Tcmas
ar á Nautabúi. Voru sög'ur þær, sem
sum þessi vitni sögðu af presti sín-
um, ekki alls kostar fagrar, og var
þó vart bætandi á bað, sem á undan
var gengið.
Svo er að sjá, að komið hafi verið
með Elínu á þingstaðinn, er allmjög
var liðið á daginn. Var hún leidd
fyrir réttinn og krafin sagna um sam
skipti prests og Guðrúnar í Skarðdal
og milligöngu hennar sjálfrar. Sagði
hún þá svo frá, að um þrettánda-
leytið 1823 hefði sér „viljat/ lítið til“
— það hefði brunnið hjá sór sok-kur,
og vildi hún koma upp sokk í stað-
inn, svo að lítíð bæri á. 'llún kvað
nú prest hafa fengið sér fyklana á
Hvanneyri og sagt, að hann ætlaði
vestur í Dali, og hefði hún bá farið
fram að Skarðdai, er hún var búin
að taka til föt hans, þeirra erinda að
biðja Guðrúnu að hjálpa sér að
prjóna nýjan sokk í fjarveru prests.
En svo hefði til tekizt, að prestur
hefði snúið við og kcmið heim um
kvöldið, og bess vegna hefði það elcki
reynzt rétt, er hún sagði i Skarðdal
um Dalaferð hans.
Elín sagði, að hún hefði látið Guð-
rúnu sofa • fyrir ofan sig, og vissi
hún ekki til þess, að prestur hefði
til þeirra komið um nóttina. „En svo
ég beri sannleikann eins og ég á að
gera fyrir réítinum, þá varð ég um
nóttina að fara á fætur að sækja
prestinum vatn í spilkomu, þvi hann
kvartaði um sér væri illt. Fór ég svo
eftir þessu í vatnsbólið fyrir ofan
bæinn, til hvers ekki er sérlega
langt, og þá ég aftur kom, var prest-
ur í sínu rúmi og Guðrún eins í
okkar“-
Þegar Elín hafði lokið vitnisburði
sínum, var Guðrún í Skarðdal kvödd
til. En er hún var þar komin í sögu
sinni, er hún kvaðst hafa heyrt ráðs-
konuna hósta í rúmi prestsins, greip
Elín fram í og sagði það ósatt:
„Ég var að sækja vatnið í spil-
komuna“.
En Guðrún svaraði:
„Þar til eru engin hæfi. Ég segi
satt — því skyldi ég sverja eftir“.
Þá vildi Elín ekki heldur við það
kannast, að þær Guðrún hefðu talað
saman um atburði næturinnar morg-
uninn eftir. En Guðrún bar það á
hana, að það hefði hún gert fyrir
skemmstu og, lofað að kannast við
það.
Yfirheyrslan mýkti ekki skap
sýslumanns. Honum brann í geði sá
ósvífni Elínar að hafa haft stefnuna
að engu og bakað honum og mörgum
mönnum ærna fyrirhöfn með brott-
hlaupi sínu. Þar á ofan tortryggði
hann vitnisburð hennar. Hugsaði
hann henni því þegjandi þörfina, úr-
skurðaði liana í varðhald og skipaði
Jóhanni hreppstjóra Kröyer að gæta
hennar á heimili sínu. En nú var
dagur að kvöldi, svo að ekki varð
meira aðhafzt að sinni.
XIII.
Daginn eftir var tekið þar til, er
frá var horfið. Að þessu sinni kom
prestur með langt varnarskjal, sem
vert er að rekja að meginefni, þar
eð ætla ver'öur, að þar komi fram
flest það, er presti þótti horfa sér
til afbötunar. Rakti hann málið frá
upphafi og kva'ð atferli sitt eiga rót
að rekja til þess, að sér hefði til
hugar komið, að Guðrún í Skarðdal,
„ósvífin og grunnhyggin, mundi af
óvildarmönnum nínum lokkuð og
Framhald á 1026. síðu.
T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
1019