Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Side 7
minnast hans í sambandi við þessa ferð, er réttast, að ég bregði hér upp einni gamansögu, sem okkur var tjáð, að einmitt forsætisráð- herrann sjálfur hefði .sagt nýlega á opinberri samkomu. Má vafalaust leggja út af henni á ýmsa vegu. Prestur nokkur, sem eitt sinn þjónaði í Vermlandi, hafði haft sérstaka ánægju af þvi að stunda veiðar í hinum gjöfulu skógum prestakallsins. Sunnudagsmorgun einn, þegar prestur hafði boðað messu klukkan ellefu, gat hann ekki stillt sig um að fara á veiðar. En þar sem ákafinn var mikill, gleymdi hann tímanum og komst með naumindum til kirkjunnar rétt áður en messan átti að byrja. Til allrar hamingju hafði hann stung- ið ræðunni í vasann um morguninn, og hempuna hafði hann í kirkj- unni. En í flaustrinu gekk hann með hlaðna byssuna inn í kirkjuna og reisti hana upp við prédikunar- stólinn. Siðan hófst guðsþjónustan eins og venja var til. En hvernig sem það hefur atvikazt, vildi svo illa til, að þegar prestur var stig- irin í stólinn og tekinn að flytja prédikun sína, hljóp skotið allt í einu úr byssunni. Það fór upp úr þaki kirkjunnar og olli ekki öðru tjóni, en að sjálfsögðu urðu kirkju- gestir óttaslegnir. Prestur hafði stutt hlé á ræðu sinni,steig niður úr stólnum og reisti upp vopnlð, sem fallið hafði niður af eðlilegum á- stæðum. Stóð þá upp einn kirkju- gesta og mælti stundarhátt, svo að allir máttu heyra: „Gætið ykkar! Hann hléður á ný!“ Þetta var nú kannski útúrdúr, en gefur þó innsýn i vissan eðlisþátt, sem talið er, að einkenni Vermlend- inga. II. Prá æskuheimili Erlanders for- sætisráðherra héldum við sem leið liggur að aðaláfangastað ferðarinn- ar MARBAKKA.heimili skálddrottn ingarinnar sænsku, SELMU LAG- ERLÖP. Munu flestir ferðalangarn- ir hafa hlakkað mest til að koma þar — á þennan fræga stað, þar sem hin heimskunna skáldkona fæddist og ólst upp og bjó síðar allan seinni hluta ævinnar og skrif- aði mörg af hinum kunnu verkum sínum. Allir höfðu ferðalangarnir lesið einhver verka hennar, fleiri eða færri. Márbakki er stórt, hvítmálað og óvenju glæsilegt sveitarsetur að öllu leyti, hið innra og ytra, eins og þegar skáldkonan skildi við það. Umhverfið er hið fegursta og örvar til andlegra afreka. En þegar skáld- konan ólst upp, var heimili hennar rauðmálað og fremur litið, eins og flest býlin i sveitinni. Til er sögn um það, að þegar skáldkonan var barn að aldri, hafi hún eitt sinn sem oftar verið útt í varpa að leika sér og oröið fyrir reynslu, sem hún aldrei gleymdi. Stór hópur villigæsa flaug yfir bæ- inn á leið sinni norður í land. Og þegar aligæsirnar á Márbakka heyrðu til þeirra og sáu, urðu þær órólegar og tóku að garga og baða út vængjunum. En ein þeirra, sjálf- ur steggurinn, lét sér það ekki nægja. Frelsisþráin greip hann sterkum tökum. Með þróttmiklu vængjablaki hóf hann sig til flugs, þrátt fyrir köll heimagæsanna, og hvarf upp í heiðloftin blá í fylgd með villigæsunum. En næsta vor, þegar ár var liðið frá brottför hans, kom hann aftur og settist að á sín- um gamla, góða stað Márbakka. Og þá var hann ekki einn síns liðs, — með honum voru kona og börn. Löngu seinna, þegar Selma Lag- erlöf var beðin að skrifa bók um Svíþjóð fyrir sænska ’æsku, kom þessi gamla minning fram í huga hennar. Og hún varð til þess, að skáldkonan skrifaði hina heims- kunnu bók sína, ævintýrið um Nilla litla Hólmgeirsson og gæsina, sem bar hann um loftin blá. Engin bóka hennar hefur náð meiri út- breiðslu, borið nafn hennar víðar um heim en ævintýrið um Nilla. Ég mætti kannski leyfa mér, áð- Skógurinn er Svium mikill auður, og má helzt likfa honum vlð þaS, sem fiskimiðin eru íslendingum. Hér sjáum við tlmb- ur á Klarelfi. ríMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 79

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.