Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 16
s!ri Það hýsir nú minjai frá liðnum t itri, gamla hluti, sem tengdir eru 1 i byggðarinnar á Akranesi og I ii'firði sunnan Skarðsheiðar. Á s ri árum hefur mörgum orðið ljóst i- eaningarsogulegt gildi gamalla muna, og hafa byggðasöfn risið á legg víðs vegar um land. En það, sem gef- ur þessu safni hvað sérstæðastan blæ, eru þó teikningar og líkön. Veggi prýða telknihgar af gömlum bæjum, og fag- uríega gerð líkön af gömlum húsum, kirkjum og sveitabæjum blasa við. Þetta eru handaverk séra Jóns M. Guðjón'ssonar. Hann hefur teiknað myndir af síðustu torfbæjunum á hverri jörð sunnan heiðar og mörg- um grasbýlum og þurrabúðum á Skaga. Og hann hefur mótað myndir af göml- urri Garðakirkjum, sveitabæjum og merkum húsum á Skipaskaga. Jafnvel götulífið á Akranesi fyrir áttatiu árum verður ljóslifandi á myndum hans; og hver man ekki, þeirra er lifað hefur langra sumardaga, þegar bundið var og farið með heim af engjum? Hér eru minjar um sjósókn og afla- sæld. Kútter Haraldur, sá er Geir skip- stjóri Sigurðsson orti um vísuna al- kunnu, skartar þarna undir fullum seglum, að v'su ekki í fullri stærð, en nákvæmlega eins og sá gamli Harald- ur var, að sögn fróðra manna. Hann hefur gert ágætur hagleiksmaður á Akranesi, Runólfur Ólafsson. Þarna eru myndir af gömlum sjógörpum af Skaga, klukkur þeirra, úr og barómet og margt fleira, sem minnir á störf þeirra og strit. Og i lægðinni norðan gamla steinhússins hafa þegar tvær byggingar risið af grunni: skýli fyrir nær 100 ára gamalt áraskip, gefið af brseðrunum Gunnláugi Jónssyni, bók- ara, og Ólafi Jónssyni, útgerðarmanni, sem eru fæddir að Bræðraparti á Akra- nesi, en báturinn var 1 eigu föður þeirra og afa — o.g sjóbúð, hlaðin úr grjóti, og að öllu eins og gömlu sjó- búðirnar á Skipaskaga voru, reist með tilstyrk Akurnesinga búsettra í Reykja- vík. En hér eru fleiri minjar en þær, er tengdar eru sjó og sjófarendum. Altar- lð úr gömlu kirkjunni í Görðum, ásamt otjökunum gömlu, sem áður hefur ver- lð drepið á, skipar öndvegissess á •afninu. Hér eru handbækur nokkurra Garðapresta, og dálítið safn gamalla boka. Þá eru hér flestir þeir hlutir, t>em notaðir voru við heimilishald á fslandi fram á okkar öld, en eru ekki nauðsyn á tímum rafvæðingar og vél- t.ækni. Myndir af valdsmönnum og virðingarmönnum í héraði, prestum og skóiamönnum, skreyta veggi, svo og myndir af merkum atburðum í sögu héraðsins. Hérna er spilaborð sr. Hann- esar Stephensens, en sagnir herma, að hann hafi um jól boðið til sín þeim skólapiltum, er ekki komust heim. og hefur þá sjálfsagt verið spilað við Framhald á 94. síðu. Knútur Þorsteinsson: BROT ÚR FERDA HUGLCIÐINGUM Hægur og hlýr \estanblærinn and- ar um nesin, og st'ðsumarsólin vefur skini sínu stræti boigarinnar og torg, um leið og h\m merlar safírblá sund og flóa. Á Rey'cíavíkurflugvelli er önn og ys að vanda. Flugvélar fullar fólki og flutningi fara og koma — koma og fara Eg ev einn þeirra, sem staddur er i afgretðslusal Flugfélags íslands á Reykja'íkurflugvelli, híð þar samt með dóttur minni eft' '} í að flugvél sú sem í dag flýj. *¦; i.il Egilsstaða, verði ierðbúin. Eins 'og æ áður ætla ég að eyða nokkrum tímá sumarleyfis míns austur á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum. Enn hefur ekkert sum?.r liðið svo, að ég ekki hefi dvaiizt ai'ftur þar einhvern tíma, og félli síi dvöl niður eitt- hvert sumar, mundi mér áreiðan- lega finnast sem þess sumars væri vant í líf mitt. — Austurland er minn fæðingar- og uppe-ldisstaður, og því fer ávallt svo að: Þó að borgin bliki rjóð, bjartar veU' sýnir, alltaf sækja á austurslóð yndisþrpstir mínir. Vissulega hefur hver byggð þessa lands, hver hluti þess, til síns ágætis nokkuð — fegu.ð, töfra og land- kosti. — En hvar sem för mín hef- ur legið, hefur e/>ginn staður, eng- in byggð orðið þrám mínum, vonum og draumum sá ylgjafi.sem f jöll hinna bláu fjarða og gróðurgrænu dala Austurlands. Og þegar sól og sumar- þeyr vefur löiid og ver, fer mér æ sem góðskáldinu Jóhannesi úr Kötl- um, að ég um mér betur „við torf og töðuflekki, en tígulstein og beyki." — Því er það, að ég ár hvert geri för mína út í sveit — og því er það að ég er staddur hér á Reykjavíkurflug- |velli í dag. En hér er enginn tími til þankabrota eða hugleiðinga um neina tilfinningasemi, hvorki sjálfs sín né annarra. Fyrr en varir kallar hátalarinn: „Farpegar til Egils- staða, geri svo vel að ganga út í flug- vélina hér fyrir utan. Góða ferð." Og allir grípa í skyndi handtöskur sínar og smápakka, sem þeir mega hafa hjá sér í sætum sínum í flugvél- inni, og flykkjást út að landgangi vélarinnar, en þar bíður broshýr flug- freyja, sem kallar upp nöfn fanþega um leið og þeir stíga upp á landgang- in. Og inni í vélinni bíður önnur flug freyja, sem einnig með yndisbrosi, vísar farþegum til sætis. Þegar allir eru komnir inn í vélina og öllu hefur hagrætt verið svo sem vera skal, eru hreyflar settir í gang og vélar undir- búnar til til flugtaks. Og á tilsettum tíma lyftir vélin sér frá jörðu, hærra og hærra, tekur hring yfir flugvellin- um og sveigir síðan í austur. Flugveður er hið ákjósanlegasta yf- ir Suðurlandi, heiður himinn, sólfar og hægur vindsvalL Það er flogið lágt yfir uppsveitum Árnes- og Rangár- vallasýslna og síðan stefnt austur yfir öræfi hálendisins. Útsýni úr vélinni er hið ákjósanlegasta, hvert sem litið er. Einhvern tíma, — á og það ekki fyrir löngu, hefði það þótt fjarstæða að láta sér til hugar koma, að nokkru sinni yrði unnt, að ferðast þannig landshorna, landa og heimshluta milli í loftinu og komast á þann hátt-á fám klukkustundum milli fjarlægustu staða. Nú er þetta orðinn svo hvers- dagslegur hlutur um heim allan, að engum finnst umtalsmál. — Og nú dreymir hina „stóru karla" jarð- kringlu okkar um það, að senda þjóð- borgara sína einn góðan veðurdag í flugferð til annarra geimhnatta. Fyrir nokkrum áratugum spurði prestsfrú ein litla telpu af næstu bæj- um, sem send hafði verið einhverra erinda á prestsetrið, hvort hún mamma hennar bakaði ekki oft flat- brauð. Þetta var á þeim árum, er flat- brauð var bakað á glóð í hlóðum. og var spjald notað til að blása í glóð- irnar. Telpa játti því, að móðir sín þyrfti oft að baka flatbrauð, enda heknilið mannmargt, svo sem víða var í þá daga. Innti.þá prestsfrúin eftir því, hvort móðir telpunnar bakaði brav^Jð allt sjálf, og kvað telpa svo vera. „iiíikil ósköp hefur hún blásið, sú konal" mælti þá prestfrúin. Svipað þessum orðum prestsfrúar- innar má segja um mannskepnuna alla nú, í sambandi við þá hraðfara — og nærri yfirnáttúrlegu tækni, sem hún hefur tileinkað sér á öllum svið- um og eykur og fullkomnar með ári hverju. — Mikill er sá blástur mann- vits og hugkvæmni, og væri honutn öllum varið til mannbóta og þjóðfé- lagsheilla, mundi þessi margmæddi 88 T I M 1 N N - SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.