Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 18
<Fcrðamennirnir hafa staldrað vlð i N'iarðvíkurskriðum til aS taka mynd. Vegurinn er nokkuS hrikalegur i augum að- komumanna, en fagurt er aS horfa úr skriðunum yflr ládauSan sjóinn, þar sem fjöllln standa á höfSi í lognvœrSlnni. (Ljósm.: Páíl Jónsson). sinna og gerðu honum hluti alla svo erfiða, að hann mátti þaðan brott hrökklast eftir skamma stund. Sýnir saga Una danska það, að rík hefur, strax í árdaga íslandsbyggðar, frelsis- þráin verið i hugum Austfirðinga. Urðu þeir og enda síðastir til, að ját- ast undir Gamla sáttmála, þá er hann mörg hundruð árum síðar var gerr við Hákon konung hinn gamla. Ofan við túnið á Unaósi liggur veg- urinn til fjalls yfir svonefnd Göngu- skörð til Njarðvíkur, sem er vík milli Borgarfjarðar eystra og Héraðsflóa. Er Njarðvíkin umgirt hám fjöllum á þrjá vegu, en- er gróðursæl og fögur. Eru þar enn í byggð tveir bæir. Frá Njarðvík til Borgarf jarðar liggur svo . vegurinn um svokallaðar Njarðvíkur- skriður. Eru það snarbrattar skriður, utan í hengif jöllum, sundurskornar af djúpum og krókóttum giljum. Er veg- arstæði þetta hið glæfralegasta víða, þar sem vegurinn liggur á köflum á brúnum snarbrattra kletta, sem eru margir tugir eða hundruð metra á hæð og vita beint í sjó niður. Ekki kann ég því að neita, að meira karlmenni er eg elcki en svo, að geigs kenndi 6g, er ekið var yfir skriðúnar. og vissi ég þó, að í báðum leiðum var ég í för með sérlega traustum og öruggum bílstjórum. Skal ég það hik- laust játa, þótt máske verði eigi mér til karlmennsku talið, að yfir Njarð- víkurskriður æki ég ekki í bíl með hverjurn sem væri. Og þurfi guð almáttugur að typta sál mína að lífslokum fyrir syndir og afbrot, sem ég vart efa, vildi ég við hann segja þvílíkt sem þjóðskáld okk- ar, er svo kvað: ¦ . Þess óska ég, guð, ef ég á nokkra sál, og ef þú vilt typta hana reiði, þá sendu hana heldur í bik eða á bál, en bara ekki á Þingmannaheiði. — Mætti ég þess óska, mundi ég frem- ur aðra refsidóma kjósa, er komið er hinum megin, en aka fram og aftur Njarðvíkurskriður langa hrið. í Njarðvíkurskriðum er gil eitt djúpt og mikið, sem nefnt er Nadda- gil. Er það frægt úr þjóðsögum okkar frá fyrri öldum. Skammt frá gili þessu er kross, er þar mun hafa staðið öld- um saman pg verið endurnýjaður, er þörf krafði. Er á kross þennan letrað: Þú, sem átt leið fram hjá, fall fram og veit líkneskju Krists lotningu. Annó 1306. í upphafi mun kross þessi hafa ver- ið róðukross, en þó krosstrénu hafi verið breytt, hefur áletruninni verið haldið. Ýmsar þjóðsagnir eru tengdar upp- runa og ástæðum þess, að krossinn var þarna reistur. Eru tvær kunnást- ar. Önnur er sú, að prestur einn að Desjarmýri hafi á leið til annexíu sinanr í Njarðvík hrapað til dauðs í gili þessu, og hafi krossinn verið reist- ur þar í minningu um þann atburð. Hin sagan — og sú, sem algengari er — hermir, að í gili þessu hafi hafzt við illvættur, sem grandaði mönnum, er leið áttu um Njarðvíkurskriður, en að lokum hafi bóndi einn, er þar fór um, unnið á henni. En eftir bað hafi magnaðui reimleiki komið þar upp og eigi lagzt af fyrr en krossinn var reistur. Lengi mun sá siður haldizt hafa, að fólk, erleið átti um Njarðvíkurskrið- ur, hlýddi áletrun krossins, næmi við hann staðar og gerði bæn sína. — Heyrði ég meðal annars hinn gáfaða og þjóðkunna embættismann, Ara Arnalds, er lengi var bæjarfógeti á 90 TÍHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.