Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 17
heimur orðinn vera sá Edenslundur, hvar enginn sá höggormur leyndist, er þeim blóðs- og bölmóði ylli, er svo vítt og hreitt um veröld alla veld- ur ógnum og kvíða. — En máske einn góðan veðurdag renni þeir tímar upp — eins og sólroðið vor eftir lang- myrkan vetur. í skini kvöldsólar og hægum norð- austansvala renndi flugvélin austur yfir Fljótsdalshérað og lenti, á því nær tilteknum tíma, á flugvellinum á Egilsstöðum. Fljótsdalshérað, með sínu háa og tígulega Snæfelli, — næsthæsta fjalli landsins —, hinu breiða og fagurlygna Lagarfljóti, hin- um gróðursælu og víðfeðmu sveitum, er einn af gimsteinum íslenzkrar nátt- úru. Og Egilsstaðir eru höfuðprýði þessa fagra og frjóríka héraðs." Egilsstaðir eru óumdeilanlega hið glæsilegasta höfuðból íslands, og hef- ur svo um alllanga tíð verið. Þegar ég var að alast upp á Austurlandi, bjuggu að Egilsstöðum hin lands- kunnu hjón, Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir, er fyrst munu þeirra, er að Egilsstöðuim hafa búið, hafa gert nafn staðarins rómað. En nú hin síðustu 40—50 ár hafa búið þar Sveinn Jónsson — sonur Jóns og Margrétar — og kona hans, frú Sigríður Fanney Jónsdóttir og þarf þau hjón eigi að Ikynna fyrir landslýð. Og í eigu ag höndum þeirra hafa Egilsstaðir fyrst og fremst orðið að því glæsta höfuð- bóli, sem raun ber vitni um. Vissu- ) lega eru Egilsstaðir vel í sveit settir. til búskapar, og ýmsum kostum bún- ir umfram margar aðrar jarðir. En það, sem hafið hefur Egilsstaði til þess glæsileika, sem þeir nú bera, er. hinn óvenjulegi dugnaður þeirra hjóna, Sveins og frú Sigríðar, hin sí- vö'kula framtakssemi þeirra í búnaðar: háttum og hin óbifandi trú þeirra á mátt og frjómagn gróðurmoldarinnar íslenzku og það menningargildi, sem ræktun hennar hefur fyrir land og þjóðlíf. Vissulega hefðu slíkum fram- fara- og atorkumanni sem Sveini á Egilsstöðum staðið margar leiðir opn- ar til frama og athafna á sviði þjóð- lífsins — leiðir, sem máske hefðu kostað mihni áhyggjur og erfiði en hörð barátta stórbúskanar títt hefur í för með sér. En Sveini á Egilsstöðum hefur þvílíkt farið sem hinum norska stórhöfðingja fornaldarinnar, Erlingi Skjálgssyni að Sóla. Þá' er mágur Er- lings, Ólafur konungur Tryggvason, bauð honum jarldóm í Noregi, svar- aði Erlingur: „Hersar hafa frændur mínir verið, og vil ek eigi bera hærra nafn en þeir. En það vildi ek, konungur, að þér létuð mig mestan vera með því nafni í ríki yðar". Sveinn á Egilsstöðum kaus sér eigi hærra nafn en forfeður hans, en svo sem Erlingur á Sóla vildi hann „hæst- ur vera með því nafni". Og sá vilji Sveins á Egilsstöðum hefur náð tak- marki. Á Egilsstöðum mun nú vera ftór- brotnasti og stærsti búskapur ein- staks bónda á landi hér, bæði að rækt- un og fjölda búfénaðar. Og eitt er víst, að hver sem framvinda þóð- lífsins verður á komandi árum og tímum, munu verk þeirra Egilsstaða- hjóna geyma nafn þeirra og minn- Ingu, löngu eftir að þau sjálf hafa safnazt tll feðra sinna. Á Egilsstöðum hefur á síðari ár- um risið upp kauptún, sem stækkar árlega, og er hið myndarlegasta yfir að líta. Er það fyrsta og eina sveita- þorp á Austurlandi. Eftir nokkurra daga dvöl að Egils- stöðum héldum við feðginin niður til Borgarfjarðar. Fórum við með áætlunarbíl, sem einu sinni í viku hverri gengur milli Borgarfjarðar og Egilsstaða, áætlunarferð, sem er í sam bandi við flugferðir frá Egilsstöðum. Leiðin til Borgarfjarðar liggur út Fljótsdalshérað, gegnum Eiðaþinghá og Útmannasveit — öðru nafni Hjalta- staðaþinghá — allt út að Héraðsflóa. Yzti bær við Héraðsflóa austanverð- an er Unaós. Þar nam land Uni danski Garðarsson, sá er hingað var sendur af Haraldi Noregskonungi hárfagia snemmendis á landnámsöld, 02 skyldi hann freista að koma landinu undir forræði Haraldar konungs og hljóta jarlstign yfir landinu að launum. En svo segja fornar heimildir, að er Hér- aðsmenn fengu vitneskju um erihdi hans, vildu þeir honum í engu lið- Stórbýlið Egilsstaðlr séð neðan frá Lagarflióti. Hér er meðal annars bæði stunduð kornrækt og svinarækt. (Ljósm.: Páll Jónsson). TÍMiNN- SUNNUÐAGSBLAÐ 89

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.