Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 13
 ¦ ¦¦ ¦¦¦ .¦¦.:¦¦ ' .' ¦¦.¦.¦¦.-.¦.¦¦¦.¦¦¦ -' • •¦ ; í ¦; v. 1\ ? '• I ,'• Siðasta kirkjan í Görðum, timburkirkja, byggð 1859 og stóð tll 1896. Hún var tuttugu og ein alin á lengd og hálf ellefta á breidd, bikuð að utan. — Myndin er af lfkani í byggðasafninu. legast fram rétti kirkjunnar til íhlut- unar um einkamál manna, einkum þau, er hjúskap og tengdlr vörðuðu. í Odda- verja þætti, sem frá þessum atburðum greinir, segir svo: „og er Þorlakur bisk- up var þess víss, fyrirbauð hann þeim Þórði og Snœlaugu samvistir. En með því að þau unnust mikið, gáfu þau lítinn gaum, hvað hann sagði. Eftir það forboðaði hann þau og bannsetti þar nœst." Og enn segir í Oddaverja þætti: „Þetta líkaði þeim Þórði og Högna illa, svo að þeir lögðu fullan fjandskap til biskups móti hans heuV ræðum og umvandan. Drógu þeir menn til með sér að veita honum mótgang." — Þorlákur biskup lét hvergi sinn hlut, og gengu þau Þórður og Snælaug til sætta við hann, tóku „lausnir og skrift- ir". Skyldi Þórður vera í Görðum, en Snælaug í Bæ. Ekki hlýðnuðust þau þessari gerð biskups þo betur en það, að eftir þetta eignuðust þau þrjá sonu, og var einn þeirra Þorleifur í Görðum, er kemur allmikið við sögu á Sturl- ungaöld, og það á þann veg, að segja má, að örlög íslenzkrar þjóðar á þeim tíma speglist í sögu hans. Þórður prestur í Görðum héfur vafa- litið verið auðugur höfðingi, og sést það meðal annars á því, að hann þor- ir að etja kappi við sjálfan Þorlák biskup. í Guðmundar sögu Arasonar segir, að hann „átti þingmenn um Akranes og marga upp um hérað". Og af sömu sögu ma ráða, að hann hefur átt svonefnt Lundarmannagoðorð allt. En sú dýrð stoð ekki lengi. Áður en sonur hans, Þorleifur, er kominn á legg og hefur tekið við mannaforráð- um föður síns, gefur Þórður prestur frænda sínum, Snorra Sturlusyni, hálft Lundarmannagoðorð, af því að hon- um „þotti Þórður Sturluson, systur- sonur sinn, leggja þingmenn sina und- ir sig, þá er honum voru næstir", segir í Guðmundar sögu. En það varð Garðamönnum skammgóður vermir, þvi að Snorri gerðist enn ágengarl en Þórður, bróðir hans, hafði verið. En örlög þeirrar helftar Lundar- mannagoðorðs, sem Þórður hélt eftir og kom i hlut Þorleifs, urðu öllu sögu- legri. Þorleifur Þorðarson í Görðum kom víða við í deilum og vígaferlum aldar sinnar, enda goðorðsmaður og náfrændi þeirra manna, sem öldin hefur dregið nafn af, Sturlunga. Þyngstar urðu þó honum, og raunar íslendingum öllum, afleiðingar Bæjar- bardaga. Sturla Sighvatsson og faðir hans ráða að mestu öllu Norður- og Vesturlandl. Sturla hefur hrakið Snorra, frænda sinn, úr Reykholti og setzt sjálfur á staðinn. Órækju, son Snorra, sem gert hefur honum erfitt fyrir á Vestfjörðum, hefur hann meitt og misþyrmt honum óvægilega. Um páska árið 1237 safna þeir frændur, Snorri og Þorleifur 1 Görðum, liði á Beykjanesi og í öllum sveitum -milll þess og Borgarfjarðar. Sturla safnar liði gegn þeim í héruðumi þeirra feðga. Snorri og Þorleifur halda með lið sitt norður yfir Skarðsheiði, en þar snýr Snorri aftur við annan mann.',Hilí§i hann viljað leggja þegar til dtlg^n; en Þorleifur talið það tvísýnt vegna liðsmunar. Þorleifur heldur ótraj^ður með flokk sinn upp í BorgarfJörðVog hefur að líkindum talið, að sættir tækjn ust fyrir milligöngu bróður síns,^Böéjy-i ars í Bæ. Svo varð þó ekki, 0j£íjíU apríl barðist hann við Sturlu og-flpk)» hans í Bæ. Beið hann.þar hinn meflxt ósigur, féll af liði hans margt é.gta^ manna. en margir urðu sárir. áel.ðt hann Sturlu siðan sjálfdæmi, en liajtíl * skipaði Þorleifi til Noregs tií^funti^f-^ við konung. — Fór Þorleifur ujan 'V tog með honum margt '. ^fsifjia '¦ imanna, — meðal annarra; * SÍpJ^*v Sturluson. — Eftir BæjafbaTáa|á," fór Sturla Sighvatsson „út til Gá>8^'% segir í íslendingasögu Sturlu ^Þ.ói'ðtij;-' sonar. „Nær þrem tigum yxiía* vóyw^ þaðan rekin, en húndrað oeldingá"leif í. hann reka um haustið til Sauðafellsw: Tekin var og úr Görðum skemma ''gdKJ og færð út í Geifsfiólm." Það'" hefufit sem sé ekki verið neinn kotabuskapur I í Görðum í þann tíö. Meðan þeir Þorleiftir dveljast í Nor- I egi, verða mikil umskipti á íslandl. , Sturla og Sighvatur, faðir hans, falla i T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 85

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.