Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 22
Skíðarímu skýrði fyrst skarpur fræðahnykill. Sagði okkur satt af list Sveinbjörn háttalykill. Nanna Bjarna næst þeim kvað, náði feimni að granda. Með góðum stemmum gerði það glæsileg að vanda. . Skíðarímu þrýtur þá, þurfti að mörgu að hygg' - Seggir báru sára brá, sumir dauðir liggja. Á þessum fundi var ekki mikið ort í Skáldu. Það kom mér að sumu leyti á óvart. Ég hafði haldið, að þessi vísa Andrésar Valbergs, sem þó var ort annars staðar, ætti hvergi betur heima en á Iðunnar- f undi: Hróðrarfákum hleypa af stað hagyrðingar góðir. Enginn þarf að óttast það, að þeir standi hljóðir. En kannski hafa félagsmenn ver- ið að spara sig fyrir aðalfund og árshátíð, sem hvort tveggja er á næsta leiti. Og ekki var annað að sjá á fundargestum, en þeir skemmtu sér konunglega við kveð- skapinn, þótt andagiftin væri látin hvíla í nausti. Og ég er ekki frá því, að flestir Iðunnarf élagar gætu heils hugar tekið undir við Andrés, er hann yrkir: Mína til að létta lund og leita að nýjum kynnum á kvæðamannafélagsfund fer ég stöku sinnum. KB. EKKI UPPl DAGARNIR — Framhald af 74. siðu. þegar sæmilegt veður var, þvi að bræður mínir voru ekki farnir í verið. Ég sat inni að tvinna band eða þráð á stóran tvinningarrokk, sem mér fannst óvanalega stirður og þungur þennan dag, en ég lin ur og máttlítill að stíga hann — er þó að basla við að tvinna til kvölds Þá finn ég, að ég er orð- inn lasinn Setur að mér hroll og skjálfta Ég hátta í gott rúm, og mér eru gefnir hoffmannsdropar eða kamfórudropar eða eilthvað slíkt Móðir min átti alltaf smá birgðir af nauðsynlegustu hús meðulum á heimili sínu Daginn eftir er ég með mikinn hita og verk — tak undir síðunni Slíkt nefndist þá taksótt, en mun í raun réttri hafa verið lungna- bólga. er varð flestum að fjör- tjóni, er hana fengu Héraðslækn- irinn, Ólafur Guðmundsson á Stórólfshvoli. vat sóttur Hann kom oft til mín meðan ég var veikur, stundum á hverjum degi Ekki man ég. hva0 hann lét mig fá af meðulum, en hann lét mig hafa heita saltbakstra við mig við bak og brjóst Minnist ég þess, hvað mér þótti erfitt að liggja á hörð um saltbakstrinum Hvort hann eða eitthvað annað hefur hjálpað til a?j halda í mér líftórunni, veit ég ekki. Hitt er víst, að á fimmta eða sjötta degi fór hitfnn og takið að minnka Eg smáhresstist, en lengi var ég að ná mér, svo afi ég teldi mig jafngóðan. Var leagi mæðinn Mér var sagt, að læknir- inn og fleiri hefðu talið mig I hættu og mjög tvisýnt um iíf mitt á tímabili. En þajs voru „ekki uppi dagarnir" heldur en fyrr, né held- ur síðar, þegar ég, 1910, var bor- inn dauðvona út að Þjórsártúni undir hættulegan uppskurð, svo sem lesa má í 40. tölublaði Sunnu- dagsblaði Tímans 1962. Guðjón Jónsson, Ási. Garðar á Akranesi — Framhald af 88. síSu. borðið. — Þarna er kassi með glös- um hómópatans og ýmis önnur tæki frumstæðrar læknislistar, meðal ann- ars bíldur. — Þama er fyrsta bókahill- an, sem Ólafur B. Björnsson, ritstjóri, átti, sá maðurinn, sem drýgstur hefir verið við að ganga á þær rekafjörur „við timans Stórasjó", sem Akurnesing- ar eiga Ef til vill hefir sú hilla í önd- verðu geymt einhverja bókina, sem vakið hefir áhuga hans á sögu byggð- ar sinnar og héraðs. Og síðast, en ekki sízt: Fyrsti- sementspokinn, sem fram- leiddur var á íslandi, á þarna sess og sæti í elzta steinsteypuhúsi á íslandi. Það er enn ein skemmtilega tilviljunin í sögu Garða. Okkur dvelst í Görðum. Margt er að skoða, þó að oft sé þar komið, og séra Jón er margfróður um menn og minjar og gefur sér tima til viðræðna, þótt önnum kafinn sé. Safnið er ungt. að árum. Það eru þrjú ár 1 desember I vetur, síðan það var vígt. En það er orðið undramikið og f jölbreytt. Að Lausn 88. krossgátu vísu hafði séra Jón um nokkurra ára bil safnað' munum og unnið að því, að safn yrði stofnsett í þessu gamla húsi á hinum sögulega helga stað, en árangur starfs hans er ótrúlega mik- ill. Bæjarstjórn Akraness hefur þegar tryggt safninu allríflegt landssvæði í Görðum, og ætti þar í framtíðinni að geta orðið griðastaður Akurnesinga, eins konar heilsulind, þar sem hraði og mínútukapphlaup vélaaldar eru útlæg fyrirbæri, en taugaþreyttir borgarbúar nema hæglátan nið horfinna alda af kynnum við liðna verkmenningu, af kynnum við kjör og strit og stríð þeirra kynslóða, sem byggðu Akranes um aldir. Áður en við höldum heimleiðis, seg- ir séra Jón okkur söguna af þvi, þeg- ar brjóta átti niður elzta steinsteypu hús á Norðurlöndum og nota í hafnar- gerð fyrir Akranesskaupstað. Það, er fróðleg saga og lærdómsrík. Tækin voru komin á staðinn, stórvirk tæki til að mola hið merka mannvirki. Það var aðeins eftir að byrja á að brjóta niður. En fyrir tilstilli tveggja manna var það verk aldrei hafið. Þar með var því forðað, að íslendingar gerðu enn eina skömmina af sér 1 sambandi við varðveizlu fornra minja, enda nægi- lega mikið af slíkum asnastykkjum fyrir. Við göngum niður tröppurnar og heim veginn, brott frá því húsi, sem enn stendur, i stað þess að vera holu- fylling í hafnargarði, og kveðjuorð séra Jóns fylgja okkur heim á leið. Eða eru það ef til yill kveðjur allra Garða- presta og allra þeirra manna, er þennan stað hafa setið — kveðjur sem minna á trúmnnsku við sögu þjóðarinnar og þjóðleg verðmæti, hvort sem þau birtast I stórfelldustu lista- verkum norrænna þjóða, Völuspá, Njálu og Passíusálmum eða i göml- um árarhlunni, slitnum af margra ára notkun fátæks sjómar*:s á Skipa- skaga? K s ($ $ $ ^ - ^ u H G. > í H N P K K | G B ^ 0 iW | L n G N fl % R ^ I %> K fl R & 0 ^ fl N 5 fl * G ó M ^ L $s% G Ö G ift S V E L L S « ^ í* F H T fí U R ^ I N G f <^ K rt fl T K ^ 1 T T u G 1 N í s r l P ^ I i J 1 ^ G I m K fl N fl N S sss NV fí N fl J 1 K 6 6 fl U N i fl K R fí N fl 0 L fí i N N H /t V m V s s m fí L L k /* D ^ r* s K R J T j D -V ft X l I | A N I V ^ S K fl r * ^ K fí N m f i N S¥ fl K L K K N i K m I D K P £ K -» 'm L £ s S a ^ K fe H fl * ^ fí N fl" SN B 6 L, 94 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.