Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 11
(Ljósm.: Tíminn-GE). bera til upptöku kvæðalaga. Hins vegar hefur félagið ekki haft bol- magn til að gera út söfnunarleið- angra út um land, en í félaginu eru menn alls staðar að, og það hefur lagt sig í líma við að leita uppi menn, sem ætla mætti að kynnu stemmur hver úr sínu byggð arlagi. Þannig hefur safnazt sam- an mikið af kvæðalögum. Ekki er ólíklegt, aö kveðskaparlist væri nú að mestu útdauð eða í mesta lagi eins konar forngripur, sem gumaö væri af 'á tyllidögum, hefði starf- semi Iðunnar ekki komið til. En félagið hefur gert meira en að safna stemmum. Það hefur varð- veitt þær lifandi, kennt ungum mönnum að kveða á sama hátt og gert hefur verið um aldir í öllum sveitum landsins. Stofnendur fé- lagsins eru nú flestir hnignir í val- inn, en félagið hefur alltaf endur- nýjað sig sjálft, því hafa stöðugt bætzt nýir og áhugasamir starfs- kraftar, og nú er svo komið, að óþarft á að vera að láta kveðskap- arlistina deyja út. Hún er lifandi tradition meðal Iðunnarfélaga. Annar liður í stefnuskrá Iðunn- ar er að safna alþýðuvísum, forn- um og nýjum. Vísnasöfnun félags- ins hefur þó fyrst og fremst verið bundin við félagið sjálft. Öllum vís- um, sem fram koma í félagsstarf- inu, er að sjálfsögðu haldið skil- merkilega til haga, og á flestum fundum kvikna margar stökur, svo ekki sé talað um á ferðalögum. Fé- lagið hefur hins vegar ekki fengizt neitt að ráði við almenna vísna- söfnun, þótt það hafi verið vett- vangur margra helztu vísnasafnara landsins. Sigurður frá Haukagili hefur án efa komizt yfir marga stökuna á Iðunnarfundum og í samskiptum sínum við Iðunnarfé- laga. Vísnabækur Iðunnar eru girni- legar til fróðleiks. Þar eru geymd- ar margar hugdettur félagsmanna á fundum og í ferðalögum. Og Ið- unnarfélagar hafa alltaf verið fyr- ir að ferðast. Einhvern tíma á fyrstu árum félagsins var áð skammt frá vörðu einni, og hófst þá kapphlaup milli manna frá bílnum til vöröunnar. Kári Sól- mundarson, einhver afkastamesti vísnasmiður í félaginu, gafst þó upp á sprettinum, settist niður á stein og horfði á Björn Friðriks- son verða fyrstan í mark. Þá kvað hann þessa vísu: Þó að elli amagjörn afl úr felli muna, faðmar hnellinn bóndinn Björn beinakellinguna. . ^ Kári Sólmundarson var síyrkj- andi alla tíð. Þeir bræður Hjálm- arssynir, töldu efalaust, að eftir hann lægju að minnsta kosti hundr að þúsund vísur. En hann var síður en svo einn um hituna. Jósep Hún- fjörð var lengi félagsmaður í Ið- unni, og hann orti margt, þótt ekki verði það tekið upp hér. Björn Frið- riksson var einnig ágæta hagmælt- ur. Hann kvað eitt sinn í ferðalok: Hve margt ég á að þakka þér, þaö er ei mælt né vegið. Þú hefur, Iðunn, enn af mér ellibelginn dregið. Iðunn á til í eigu sinni einn for- láta farkost, skipið Skáldu. Það skip safnar í sig vísum á fundum, en í fundarlok er gert að aflanum. Þetta skip er ekki mjög gamalt og það leysti af hólmi hatt Guðmund- ar Illugasonar lögregluþjóns, en áður var venja að safna vísum í hann. Skálda er gjöf til félagsins frá Guðmundi, sem vildi friða hatt- inn. Oft er afli Skáldu góður, stund um meiri en fjörutiu vísur á fundi. Þessar Skálduvísur eru að sjálf- sögðu af margvisjegu tæi, og sjaldn ast skortir þar hnútur til náung- ans eða dóma um það, sem gerzt hefur á fnndinum. Skegg Svein- bjarnar Beinteinssonar hefur t.d. oft verið gert að yrkisefni, enda mun Sveinbjörn einhvern tíma hafa lýst þvi yfir, að hann teldi það lé- legan fund, ef hann fengi ekki á sig minnst eina kersknisvisu. En Skálduvísur eru þó ekki allar af því tæinu. Því til sönnunar nægir að vitna í vísu, sem Guðrún Árna- dóttir orti á fundi, skömmu eftir lát Jósefs Húnfjörðs 1959: Aldrei hjartað hljómi brást, hlýju lagði í strenginn. Framhald á 93. síðu. T I H I N N - SUNNUD AGS BLAÐ 83

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.