Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 15
og ritstjóri fyrsta fréttablaðs á, íslandi, Þjóðólfs. Að vísu er Sveinbjörn aðeins 10 ára, þegar faðir hans andast og hann er tekinn í fóstur til frændfólks suður á Bessastöðum, en þess er þó vert að minnast, að í Görðum á sá maður fyrstu sporin, er eftirfarandi orð ritaði 1851, og munu fáir hafa gert ákveðnari kröfur um sjálfsforræði ís- lendinga á þeim tíma: .....vér þykj- umst nú vera orðnir svo menntaðir, að vér séum sjálffærir um að stjórna mál- efnum vorum með leiðbeiningu stjórn- arráðs hans (þ.e. konungs), og höfum þar að auki fengið þá ást á ættjörðu vorri, að vér eigi getum unnt öðrum en sjalfum oss að hafa umráðin yfir henni." Þegar Sveinbjörn Hallgríms- son ritaði þessi orð í Þjóðólf, var prest- ur í Görðum Hannes Stephensen, sem kallaður var „sá feiti", af andstæð- ingum sínum, einn þeirra þriggja, er fastast stóðu á rétti íslendinga á þjóð- fundinum 1851 og æ síðan. Hann bjó raunar að Ytra-Hólmi, en var Garða- prestur eigi að síður. „Hann var manna mikilhæfastur og þjóðræknasfcur ,ta2- inn málsnjallasti maður á alþingi um sína daga", segir Páll Eggert Ólason. — Og víst eru það skemmtilegir duttl- ungar sögunnar, að þessir tveir önd- vegismenn þjóðfrelsisbaráttunnar um miðja 19. öld eru báðir tengdir Görð- um á Akranesi, staðnum, þar sem Þor- leifur Þórðarson bjó, sá er fyrstur fs- lendinga varð að láta ríki sitt af hendi við erlendan konung. Það er sem sé vor„í lofti, og blær vorsins leikur um hið forna höfuðból. Og hálfri öld síðar tekur við völdum fyrsti íslenzki ráðherrann og ber nafn Garðaprests- ins, sem hvergi lét hlut sinn í baráttu við erlent ofurefli. Pyrir rúmum áttatíu árum gerðist það hér í Görðum, að ráðizt er í bygg- ingu steinsteypuhúss, og var það eins- dæmi, ekki einungis hér á íslandi, heldur jaftivel á Norðurlöndum. Árið 1865 hefur komið nýr prestur að Görð- um, séra Jón Benediktsson, Austfirð- ingur að uppruna. Er séra Jón hefur þjónað Garðaprestakalli rúman ara- tug, hefst hann handa um byggingu nýs íbúðarhúss I Görðum. Til verksins ræður hann ágætan steinsmið reyk- vískan, Sigurð Hansson að nafni. Byrjað var á undirbúningi byggingar- innar árið 1876, og yar ætlunin að reisa í Görðum venjulegt hlaðið stein- hús, en allmargt slíkra húsa var reist í Reykjavik og víðar um þær mundir. En hér reyndist erfitt að fá hæfilega steina til hleðslu. Því er það, að séra Jón grípur til þess ráðs að leggja veg yfir mýrlendið suður að Sólmund- arhöfða, sem er gömul hjáleiga frá Görðum og stendur niðri við Krossvík- ina. Plytur hann nú sjávarsand þaðan upp að Görðum. Sandinum er svo blandað saman við muhð blágrýti, kalk og sement, og úr blöndunni eru steyptir storir steinar, sem húsið er Séra JÓN BENEDIKTSSON síðan reist úr. Byggingu hússins er lokið árið 1881. — í ritgerðinni Húsa- gerð á íslandi eftir Guðmund Hann- esson, sem birtist í Iðnsögu íslands, segir svo: „Eigi að síður er hér allt í einu byggt kalksteypuhús (i'eturbr. G. H.) á árunum 1876—1881, í Görðum á Akranesi, og stendur það til þessa dags, en er nú notað sem líkhús. Þetta var fyrsta steypuhúsið hér á landi og lík- lega á Norðurlöndum, en svo litlar sög- ur fóru af byggingu þess, að þess mun hvergi hafa verið getið opinber- lega nema í Héraðssögu Borgarfjarð- ar." Það fóru sem sé ekki miklar sögur af þessu einstæða afreki Garðaprests- ins. Hins vegar mun þessi framtaks- semi og þetta brautryðjendastarf hafa komið heldur óþyrmilega við pyngju klerks, og fimm árum eftir að fyrsta steinsteypuhús á íslandi og jafnvel á Norðurlöndum rís af grunni í Görðum lá Aikranesi, flyzt hann þaðan að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Mun hann ekki hafa átt heima í steinhúsi eftir það, og sannaðist á honum, „að fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá." Varð og nokkur bið á þvi, að fslendingar færu almennt að nota steinsteypu sem byggingarefni, því að 14 ár líða, frá því að steinhúsið ív Göröum er fullgert, þar til næsta steinsteypuhús er reist hérlendis, og átti þá brautryðjandinn, séra Jón Benediktsson, aðeins sex ár ólifuð. Og nú stöndum við á hólnum hjá Séra JÓN M. GUDJÓNSSON þessu gamla steinhúsi. Það ber ein- kenni slns tíma: litlir gluggar, mjög niðurgrafinn kjallari, nánast glngga- laus, bratt þak. Og utan dyra port úr tré, viðbót síðari tima. Nú er ekki leng- ur Jtirkja í Görðum; hér er ekki ieng- ur prestssetur og hér er ekki lengur búið. Séra Jón Benediktsson var síð- asti presturinn, sem bjó í Görðum. Eft- irmenn hans hafa allir átt heima niðri á Skipaskaga, og 1896 var kirkjan í Görðum rifin, en ný tekin í notkun í kauptúninu. Síðustu búendur í Görð- um voru Sigmundur Guðmundsson og kona hans. Bjuggu þau þar með þeirri rausn og prýði, er staðnum hæfði frá 1892—1924, er hún dó. — Síðan bjó Sigmundur þar til æviloka 1932. — En svo skemmtilega vék til, að sonur þeirra, Jón Sigmundsson, sparisjóðs- gjaldkeri, sem fæddur er og uppalinn í Görðum, er einmitt formaður stjórn- ar byggðasafnsins, sem nú er þar. Kirkjugarður er hér enn, og í honum stendur allhár eirrauður turn, minnis- merki um Garðapresta, teiknað af hin- um yngsta þeirra, séra Jóni M. Guð- jónssyni, og reist fj'rir tilstuðlan hans. Og það er einmitt sá maður, sem okk- ur grunar, að enn sé að störfum, þó að langt sé liðið á kvöld. — Og er við höfum kvatt dyra og þeim verið lokið upp, vitum við, að grunur okkar var ekki ástæðulaus. Þetta gamla steinsteypuhús er ekki lengur líkhús, eins og þegar Guð- mundur Hannesson skrifaði HtPRrtS TtMINK- SUNNUDAGSBLAfi 87

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.