Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 21
kosti fyrir Islendinga, Færeyinga og Dani ,að sjá stóra timburflota á leið niður Klarelfi eða Frykenvötnin. Verksmiðjur, sem vinna hinar íurðulegustu vörur úr t imbrinu, eru flestar i suðvesturhluta Verm- lands, og afarmikill sægur manna, karla og Kvenna, sem þar hafa fasta atvinnu. Ég mun aðeins geta hér einnar þessarar verksmiðju sem lítið dæmi um þennan stór- íenglega iðnað Vermlands. í Árnesi, þar sem Norselfa fellur í Væni, hefur verið reist mikil verk- smiðja, sem framleiðir rayonull úr timbri, en það er mjög vinsælt efni og eftirsótt til fatnaðar. Árið 1958 voru framleidd þar nítján þúsund lestir af rayonull úr trjámauki, og mun framleiðslan hafa farið vax- andi siðan. Talið er, að einn greni- trjástofn, sem er fjörutíu senti- metrar í þvermál og tiu metra lang- ur, gefi tuttugu kíló af rayonull, en það nægir í alfatnað á að minnsta kosti fimm menn. 38 þjóðir eru nú viðskiptavinir þessa eina verm- lenzka fyrirtækis. Annar iðnaður en sá, sem tengd- ur er skóginum, er einkum málm- iönaður. Miklar málmnámur eru í Vermlandi, einkum i nágrenni borg anna Karlskóga og Filipstaðar. Um árabil framleiddi Vermland meira af járni en nokkurt annað hérað í Svíþjóð, en þá voru þar margar en tiltölulega litlar járnvinnslustöðvar. Mikill hluti af þessu járni var selt til Englands, þar sem Englendingar gátu þá ekki framleitt eins mikið og þeir þurftu. En svo voru fundnar upp nýjar og miklu stórvirkari að- ferðir við járnvinnslu, og urðu þá Vermlendingar undir í samkeppn- inni með sínar litlu og úreitu járn- vinnslustöðvar. Um þetta leyti tóku líka augu manna að opnast fyrir hinum miklu verðmætum skógar- ins, og fleiri og fleiri fengu atvinnu við skógarhögg og skógariðnað. Það fór því svo, að hinar mörgu og litlu málmvinnslustöðvar Verm- lands lögðust niður með öllu. Var okkur tjáð, að nú væru aðeins átta málmvinnslustöðvar i Vermlandi. En að sjálfsögðu eru þær reknar með nýtízku hætti og framleiða sumar vörur, sem kunnar eru um allan heim. Eins og mqirgum er vafalaust kunnugt, eru $ænskar iðnaðarvör- ur með því allra bezta, sem til er á heimsmarkaðinum. Og Vermlend- ingar láta vissulega ekki hlut sinn eftir liggja í þvi sambandi. Ekki er hægt að skilja svo við atvinnuhætti Vermlendinga, að ekki sé vikið að landbúnaðinúm: akuryrkju og kvikfjárrækt. Land- búnaður hefur alltaf verið mikil- væg atvinnugrein í Vermlandi, bæði fyrr og nú, en hefur aö sjálfsögðu breytt mjög um svip á síðari árum, skv. kröfu hinna nýju tíma. Hefur þar sama sagan gerzt og i öðrum menningarlöndum. Samkvæmt heimildum frétta- manna okkar er ræktað land rúm- lega 1/10 hluti af flataijnáli hér- aðsins, og hvorki meira né minna en einn þriðji hluti ibúanna, sem vinnur að landbúnaðinum og hin- um ýmsu greinum hans. Jarðvegur Vermlands er ekki eins vel fallinn til akuryrkju og í ýms- um öðrum héruðum Svíþjóðar. Loftslagið er heldur ekki eins hag- stætt og æskilegt væri. Vorin eru sögð of þurrviðrasöm einmitt þegar fræin þurfa alveg sérstaklega á raka að halda. En þrátt fyrir þetta er töluvert mikil akuryrkja i hér- aðinu, og eru hafrar sú kornteg- und, sem gefur mestan arð. Upp- skerumagn þeirra er helmingi meira en hinna tegundanna allra samanlögð. Hveitirækt er vaxandi » og ræktun jarðepla og annarra garð ávaxta er mikil. Kvikfjárrækt er < líka vaxandi. Meiri hluti bændanna | framleiðir bæði mjólk og kjot, sem | þeir svo senda til samvinnufélaga, f sem þeir eru sjálfir eigendur að. 5 Það er þvi harla augljóst mál, að í landbúnaðurinn stendur föstum ! fótum i Vermlandi, og mun svo vafalaust verða lengi. Góðir iesendur. Það, sem hér hef- ur verið sagt um Vermland og Vermlendinga, gefur aðeins örlitla innsýn í þetta fagra og söguríka hérað og líf hinna starfsömu og ágætu íbúa þess. Ef þessi frásögn min kynni að vekja löngun ein- hverra til að afla sér frekari fræðslu um menn og málefni byggð arinnar, er tilgangi mínum náö. Kvöld meö kvæðamönnum - Framhald af 83. síðu. Hver á nú að yrkja um ást eftir Húnfjörð genginn? Á fundum félagsins er mikið kveðið. Á þeim fundi, sem ég sat, var kveðin heil rima, Skiðarima, 214 erindi i útgáfu Jóns Þorkels- sonar, én nokkru styttri hjá Finni Jónssyni. Að sjálfsögðu kvað ekki einn maður alla rimuna, heldur var henni skipt milli sex kvæðamanna. Fyrst kváðu systkin þrjú, Hörður, Flosi og Nanna Bjarnabörn, því næst Ríkarður Hjálmarsson tvö- faldan skammt, en Kjartan bróðir hans, sem átti að vera einn flytj- enda, gat ekki setið fundinn, og bætti Ríkarður hans hluta á sig. Síðan kvað Jón Kaldal ljósmynd- ari, og niðurlagið flutti Sigurður Jónsson frá Brún. Áður en flutn- ingur rímunnar hófst, tók Svqin- björn Beinteinsson til máls og fór nokkrum orðum um hana, en hún er eins og kunnugt er, með elztu rímum, ort um miðja fimmtándu öld. Ekki er með vissu vitað, hver hana hefur ort, en þrír menn hafa verið tilgreindir sem höfundar. Það eitt er víst, að hún er kveðin i Dalasýslu á dögum Björns Þor- leifssonar hins ríka, líklegast á höfuðbóli hans, Skarði á Skarðs- strönd eða í næsta nágrenni. Engin handrit eru þó til af rímunni eldri en frá fjórða tug átjándu aldar. Hennar er hins vegar getið í eldri heimildum, t.d. ritum þeirra Jóns lærða og Björns á Skarðsá. Er þar talinn höfundur Einar nokkur að viðurnefni „fóstri“, en aðrar og yngri heimildir telja höfundinn Sig urð „fóstra“. Virðist þar átt við Sig- urð Þórðarson bónda á Haga á Barðaströnd, en sú tilgáta e>. þó heldur ósennileg, að hann hafi ort rímuna. Sá þriðji, sem nefndur hef- ur verið til, er Svartur Þórðarson á Hofsstöðum „skáld Ólafar ríku“, og hann telur Jón Þorkelsson höfund rímunnar. Rök hans fyrir þvi eru þó ekki sterk,og Björn Karel-Þ'órólfs son telur ekki unnt á þeim grund- velli að hafna því, sem elztu heim- ildir um rimuna segja, að höfundur hennar hafi heitið Einar og verið nefndur fóstri. Skíðarima er skopstæiing á ridd- arasögum og ýkjusögum þeirra tíma. Hún segir frá Skíða göngu- manni, rekur hvernig tekið er móti honum á höfuðbólum vestan lands, en meginefni hennar er þó draum- ur Skíða: hann fer alla leið til Ás- garðs og veldur þar átökum geysi- legum, sem öllum er lýst í hetju- og fornaldarsagnastíl. Þegar Skíðarímu lauk, var gert smáhlé, en síðan haldið áfram að kveða. Jóhannes Benjaminsson kvað gamanflokk um Sigurð frá Brún, og þær frænkur Sigriður Friðriksdóttir og Elísabet Björns- dóttir kváðu saman, einkar skemmtilega. Og fleiri létu í sér heyra, þótt hér verði ekki rakið. í fundarlok kom i ljós, að fleiri höfðu en fundarritari samið fund- argerð. Bæði Guðmundur Guðni Guðmundsson og Andrés Valberg, risu upp og fluttu rímaðar fundar- lýsingar. Fundargerð Guðmundar Guðna hófst með þessum orðum Frjálsmannlega formaðurinn fundinn setti. Síðan gaf hann öðrum orðið og við settist fundarborðið. Andrés kjöri sér hins vegar ann- an bragarhátt: TIMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 93

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.