Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 10
Þrír stofnendur lóunnar. Frá vinstri: Rósa B'iörnsdóttir, og Elísabet Björnsdóttir. SigríSur FriSriksdóttir (Ljósm.: Timinn-GE). Bjarnadóttir á fund með nokkrar vísur tileinkaðar félaginu. Þar í eru þessi erindi: Sendir andans bárublik bjarta geistastafi, , . þar sem eilíft öldukvik er á tónahafi. Þar er sungið sama mál sem í fyrri daga, enda sitja enn að skál Iðunn, Bragi og Saga. Þessa dagstund á heimili Rósu Björnsdóttur fæ ég margháttaðar upplýsingar um Kvæðamannafélag- ið Iðunni. Hugmyndina að félags- stofnuninni átti Björn Friðriksson, og hann fékk í lið með sér aðra áhugamenn til að hrinda málinu i framkvæmd. 1. september 1929 kom svo nokkur hópur manna saman til að undirbúa félagsstofnun, og hálf- um mánuði síðar eða 15. september, var félagið formlega stofnað. Stofn- endur voru 19 að tölu. Formaður var kjörinn Kjartan Ólafsson, og gegndi hann því starfi til 1956 að fjórum árum undanskildum. Jósef Húnfjörð var formaður í eitt ár og Björn Friðriksson í þrjú, 1943—6. Eftir Kjartan varð svo Sigurður frá Haukagili formaður, og siðan Rík- arður Hjálmarsson eins og áður er sagt. Félagsmenn eru nú 146 að tölu. Meðal stofnenda voru systur Björns Friðrikssonar þrjár og dæt- ur hans tvær. Systur Björns, Ingi- björg, Þuríður og Sigríður, kváðu allar og hið sama gera dætur hans, Rósa og Elísabet. Þær systur Björns dætur, eru meðal þeirra fjögurra, sem hafa verið í félaginu alla tíð. Hin eru Sigríður Friðriksdóttir, sem nú er ein á lífi þeirra systk- ina, og Þórarinn Bjarnason. Fimmti stofnandinn, sem enn er félags- maður, er Ingþór Sigurbjörnsson, en hann hefur ekki verið félagi öll árin. Frá fyrstu tið hefur félagið hald- ið fundi hálfsmánaðarlega. Þessir fundir hafa verið haldnir á ýmsum stöðum, nú síðustu árin á ef sta lof ti í Edduhúsinu við Lindargötu. Þá hefur félagið að sjálfsögðu lagt sig fram við að sinna þeim verkefn- um, sem nefnd eru í stefnuskrá þess. Félagsmenn koma saman til að æfa kveðskap og margir þeirra hafa haldið upp kennslu í kvæða- lögum og meðferð þeirra. Félagið hafði ekki starfað lengi, þegar þau systkin, Björn, Þuríður og Sigríður fóru að kenna öðrum og einnig kenndu þau Kjartan Ólafsson og Anna Bjarnadóttir, móðir þeírra Hjálmarssona Ríkarðs og Kjartans. Á árunum 1934 og '35 gekkst félagið fyrir því að meira en 200 stemm- ur voru teknar upp á silfurplötur. Til þeirrar upptöku var mikið vand að og þar kváðu margir beztu kraftar félagsins. Þessi úpptaka hefur nú verið tekin upp á segul- band, og ég fékk að heyra ýmsar raddir, sem nú eru þagnaðar, þar á meðal kveðskap þeirra Björns og Þuriðar Friðriksbarna. Þau systkin hafa bæði kveðið listavel. Kópía af öllu því, sem félagið hefur tekið upp, hefur verið send Þjóðminja- safninu og er geymd þar, en félagið fær nokkurn styrk frá hinu opin- FREMST á myndinni til vinstri er Flosi Bjarnason, en bak við hann sjást hjón- in SigriSur Kristjánsdóttir og Helgi Helgason. Nanna Bjarnadóttir situr fyr- Ir mioju og hægra megin borðsins er HörSur Bjarnason og foreldrar þeirra systkina, María Bjarnadóttir og Bjarni Jónsson. (Ljósm.: Timinn-GE). 82 TlMISN- SUNNUBAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.