Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 12
ur að störfum uppi í Görðum. Og til fundar við hann og sögu bygg'ðarinnar, forna og nýja, er förinni heitíð þetta vorbjarta kvöld. Ekki er langt upp að Görðum og ekki á niikinn bratta að sækja, en víðsýnt er þaðan og útsýn fögur: Reykjanesskagi í suðri og Snæfells- nes í norðvestri, til vesturs Faxaflói, víður og blár, að baki Akrafjall og og skiptir skemmtilega litum 1 rauðri birtu kvöldsins. Nær eru græn tún og bláir vogar og byggðin á Skipaskaga, sem teygir sig fram i Flóann til suð- vesturs. Við lítum til suðurs. Ströndin frá Ytra-Hólmi að Akranesskaupstað blasir við. Krossvíkin er lygn að sjá, enda stígur reykurlnn frá háum reyk- háf sementsverksmiðjunnar nærri því 10, er Akrafjall stendur á, ásamt bróð- ur sínum, Þormóði. Ekkl getur Land- náma þess, hvar hann bjó, en Ólafur B. Bjömsson heflr fært nokkur rök að þvi í sögu Akraness, að hann hafi búið á Ytra-Hólmi. Hins vegar fær hann Jörundi, syni sínum, land aB Jörundarholti, þar sem nú heita Garð- ar. — Landnáma segir, að þeir bræður, Þormóður og Ketill, hafi verið írskir, og Jörundur heldur i heiðri þann irska sið að gerast einsetumaður á efri ár- um. Nokkuð virðist kristnin hafa illa haldizt við í ættinni, því að af Land- námu má sjá, að sonar-sonarsonur Jörundar hins kristna er enginn ann- ar en garpurinn Þorgeir Hávarsson, sem segir frá í Fóstbræðrasögu og Gerplu Halldórs Kiljans Laxness, og þótti hann lítt kristilegur í orðum og gerðum, þó að kristni hefði verið í lög tekin á fslandi um hans daga. Mun Það er löngu kvöldsett, ’ þegar við leggjum leið okkar inn Jað- arsbakka — fram hjá iþrótta- leikvangi Akurnesinga í átt að Görðum, hinu forna hefðarsetri. Kvöldsól roöar Jökulinn, og þó að jafnvel hinir starfsfúsustu Akurnesingar séu flestir til hvílu gengnir — utan þeir er gera vél- um sementsverksmiðjunnar kleift að breyta hráefni íslenzks láðs og lagar í gull — býður okk- ur í grun, að enn muni einn mað- beint upp í loftið. Það er furðuvíðsýnt af svo lágum sjónarhóli og undarleg gróðursæld allt um kring. Ekki er kyn, þó að hér hafi gerzt saga — og sögur. Frá Görðum á Akranesi er fyrst sagt í Landnámu: „Jörundur hinn kristni var sonur Ketils Bresasonar. Hann bjó í Jörundarholti, það er nú kallað í Görðum. Hann hélt vel kristni til dauðadags og var einsetumaður í elli sinní. Sonur Jörundar var Kleppur, faðir Einars, föður Narfa. Hávarr hét annar sonur Klepps, faðir Þorgeirs." Ketill Bresason, faðir Jörundar hins kristna, nam Akranes allt, það er nes- fátt hafa verið fjarlægara garpi þeim en munklífi með föstum og bænahaldi, enda segir um þá fóstbræður í sögu þeirra, að „meir hugðu þeir jafnan að fremd þessa heims lífs en að dýr ð annars heims fagnaðar." Garða á Akranesi er annars að litlu getið í íslendingasögum. Þeir eru að- eins nefndir í Bjarnar sögu Hitdæla- kappa og Þórðar sögu hreðu, og í Harðar sögu og Hólmverja er þeirra lítillega getið í sambandi við liðsafnað Harðar Grímkelssonar. Á óld þeirri, sem kennd er við Sturlunga, koma hins vegar Garðar | nokkuð við sögu. Þar búa þá náfrænd- | ur þeirra Sturlusona, og eru þeirra I merkastir Þórður prestur og goðörðs- maður Böðvarsson og Þorleifur, sonur hans. Þórður prestur var bróðir Guð- nýjar, móður Snorra Sturlusonar og þeirra bræðra. Þórður mun um skeið á yngri árurn hafa verið prestur í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd. Tókust þar ástir með honum og Snælaugu Högna- dóttur frá Bæ í Borgarfirði, og gifti Högni í Bæ honum stúlkuna. Áður en Snælaug kynntist Þórði presti hafði hún eignazt barn og kennt það verka- manni föður síns, Gunnari, er nefnd- ur var nautatík. Er þau Þórður höfðu nokkra tíð verið samvistum og eignazt einn son, andaðist Hreinn Hermunds- son frá Gilsbakka í Noregi. Hafði Hreinn verið í Bæ, þegar Snælaug átti bamið. Þegar andlát hans fréttist til íslands, lýsir Snælaug hann föður að barninu. En þeir Hreinn og Þórður prestur voru fjórmenningar að frænd- semi. Er þetta gerðist, var Þorlákur Þórhallsson, er síðar nefndist hinn helgi, biskup í Skálholti. Hélt hann, sem kunnugt er, allra biskupa einarð- Fyrsta skóla- og samkomuhús á Skipaskaga, hlaðið úr grjóti, reist 1879. Þetta hús eyðilagðist í eldi 1947. Myndin er af likanl, eign byggðasafnsins. —Myndin og teikningar, sem fyigja þessari grein, eru ailar gerðar af séra Jóni M. Guðjóns- syni. 84 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAA

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.