Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1964, Blaðsíða 19
Seyðisfirði og sýslumaður Norðmýl- inga og árlega átti íerð um Njarð- víkurskriður, er hann var á yfirreið um sýslu sína til þess að halda mann- talsþing, segja það, að aldrei hefði hann svo farið fram hjá krossinum, að hann hefði eigi stöðvað hest sinn við krossinn og tekið ofan og gert bæn sína. En Ari Arnalds var mað- ur fastheldinn við forna siði og mat og skildi hið göfgandi og fegrandi gildi trúarinnar fyrir líf og hamingju hvers einstaklings og þjóðfélags. Nú mun þessi siður með öilu niður lagður, og bílar þjóta um Njarðvíkur- skriður án þess að farþegar þeirra, oft og einatt, veiti því nokkra athygli, að kross sé þarna reistur — Borgarf jörður eystri er lítil, en sér- lega sumarfögur sveit, girtur hám og tignarlegum fjöllum á þrjá vegu, en til austuráttar er breiður flói. í Borg- arfirði er dálítið þorp — Bakkagerði að nafni. Er þar riú nýreist síldar- bræðsla, sem víðar annars staðar á •Austfjörðum. En síldveiðin hefur tvö síðustu sumur, og þó einkum nú á síðastl. sumri, verið mest fyrir Aust- urlandi, svo að þar hefur nú hin síð- ustu misseri verið hið blómlegasta at- vinnu- og athafnalíf. Virðast Aust- firðir nú vera að ná aftur þeim sessi, sem þeir um og fyrir síðustu aldamót skipuðu með þjóðinni, að vera ein- hverjir mestu atvinnustaðir landsins. „Det kommer an pá silla", sagði hinn mikli framfara- og athafnamaður, Ottó Wathne, er á sínum tíma átti mestan þátt í að hefja seyðfirzkt menningar- og atvinnulíf til vegs og gengis, ein- hverju sinni, er rætt var um hvort leggja skyldi í einhverja franikvæmd á Seyðisfirði. Þá var það síldin, þetta dýrmæta silfur hafsins, sem skóp framar öðru þróun og velmegun Austfjarða. Máske ætlar þessi smái og litskrúðugi fiskur nú á næstu árum að færa íbúum þessara fögru fjarða aftur hinn forna ljóma, sem því miður svo mjög hefur fölnað á umliðnum árum. Milli Borgarfjarðar eystri og Seyð- isfjarðar, eru víkur allmargar og svo Loðmundarfjörður. Voru til skamms tíma í víkum þessum níu byggðar jarðir, og í Loðmundarfirði voru níu jarðir og tvíbýli á ýmsum þeirra. Af þessum átján jörðum eru nú aðeins tvær orðnar í byggð, Húsavík og Stakkahl'íð í Loðmundarfirði. Allar aðrar jarðir á þessu svæði eru nú í auðn komnar. Þannig hefur framvinda þjóðlífsins hin síðustu misseri leikið þessa staði, svo sem ýmis önnur byggðarlög landsins. Nfissulega voru staðir þessir allmjög afskekktir og ein angraðir um hvers kyns samgöngur, bæði til sjó og lands. Og íbúar þessara byggðarlaga urðu og hlutu oft að leggja á sig ýmsa erfiðleika og harð- ræði, er fylgir lífsbaráttu fófks á slík- um stöðum. En allt um það var á flestum þessara staða á margan hátt gott til búskapar. Loðmundarfjörður mun til dæmis ein grösugasta sveit landsins og má segja, að þar sé hver jörðin annarri betri. Enda mun það svo jafnan hafa verið i Loðmundar- firði, svo langt aftur sem núlifandi fólk man, að afkoma manna hafi verið þar góð og hvergi um svo sára fátækt að ræða fyrr á árum sem svo víða fannst þá í byggðum þessa lands. Og fyrir um það bil þrem áratugum fluttust á jörðina Húsavík við Borgar- fjörð, systkin, er úppalin voru við lítil efni og þröngan kost, en komust á fám árum í röð fjárflestu bænda landsins, svo að haust eftir haust, voru þaðan reknir til slátrunar ein- hverjir stærstu sláturfjárrekstrar, sem frá einu heimili komu, hvar sem var á landinu. — En nú hefur þéttbýli kaupstaða og kauptúna og héruð, sem betur liggja við samgöngum, dregið nær allt fólk þessara slaða til sín og engir vilja flytja þangað í staðinn. Þess vegna, eins og á sumum öðrum / útnesjum landsins, blánar nú hvert vor himinninn yfir hljóðri auðn þess- ara staða, og þó að blómskrúð sum- arsins vefji brekkur og tún, hvílir dapur einmanaleikinn yfir rústum hruninna húsa og mannvirkja. Héi fagnar ekkert auga lengur fegurð fjalla og dala," og engin sál gleðst við birkiilm eða fossanið. Það er oft um það talað nú, og bein- línis haldið fram af mörgum, að engin heilbrigð hagspeki liggi til grundvall- ar. því að halda við byggð um yztu útnes og víkur landsins. Það kosti svo mikið fé að skapa á slíkum stöðum lífvænleg menningarskilyrði, að svo fámenn þjóð, sem við íslendjngar höf- um þar ekki efni á. Þess vegna hafi þjóðin einskis að sakna og engu að tapa, þótt slíkir staðir hverfi i auðn. Hinn gáfaði menntamaður, Sigurður Guðmundsson skólameistari, mælti einhverju sinni: „Guð hjálpi íslendingum, þegar enginn óskólagenginn maður verður orðinn til í landinu." Sýnzt hefur þeim djúpsæja hugsuði, sem eigi væri þá íslendingseðiinu með öilu hættulaust. — Ætli það sé eins f jarri og margir þeir, er nú þykj- ast vísir vera, vilja vera láta, þó sagt væri einnig: „Guð hjálpi íslendingum, þegar all- ir útskagar landsins eru í eyði komn- ir." — FERBAÞÆTTIR FRÁ SVÍÞJÓD - Framhald af 80. síðu. miklu jarðnesku fegurð, sem þar er að sjá. Garðurinn hefur verið opinn al- menningi um árabil, samkvœmt á- kvórðun eiganda hans og stofnanda. Tugþúsundir gesta f rá ýmsum lönd- um heimsækja garðinn á sumri hverju og njóta um stund þeirrar frábæru fegurðar og snilli, sem hann hefur að bjóða. Hinn auðugi iðjuhöldur og listunnandi, Svante Páhlsson, er nú látinn, en afkom- endur hans sjá um rekstur garðs- ins og munu vafalaust gera um langa framtið. Er lokið var tima þéim, sem við máttum verja til þess að athuga þennan undragarð, var haldið í einum áfanga til Karlsstaðar, þar sem vegir ferðafélaganna skildu eftir ógleymanlegan dag. En á leið- inni nutum við f ræðslu nákunnugra um ýmislegt varðaridi Vermland, sem ekki hafði verið hægt að koma að fyrr, og verður nú vikið að sumu af þvi með nokkrum orðum. Skal þá fyrst minnt á nokkra fleiri Vermlendinga, sem frægir eru bæði heima og erlendis, og héraðs- búar eru að sjálfsögðu stoltir af. Áður hafði verið minnt á þrjú mikil skáld og listamenn, sem þar ólust upp og störfuðu. En Vermlendingar gleyma ekki að geta tveggja ann- arra, þegar um skáldin þeirra er að ræða, og skyldi enginn undrast það. Þetta eru skáldin Esaias Tegnér og Gustav Fröding. Tegnér fæddist 13. nóv. 1782 í Kirkerud skammt frá bænum Sárffle við Venern. Paðir hans var kunnur prestur á sinni tíð. Dreng- urinn missti hann tiu ára gamall og var þá komið í fóstur til vanda- lausra, sem reyndust honum mjög vel. Brátt kom i ljós, að drengur- inn var frábærlega gáfaður og var því komið til náms af því skilnings- ríka fólki, sem hann bjó hjá. Hann lauk menntaskólanámi á óvenju skömmum tíma og útskrifaðist korn ungur, aðeins tvítugur að aldri, frá háskólanum í Lundi með vitnisburði sem frábær afreksmaður í námi. Og árið eftir varð hann háskóla- kennari í Lundi og gegndi því starfl við fágætan orðstir til ársins 1824, en þá var hann kjörinn biskup i Vexiö og því* starfi hélt hann til dauðadags 1846. Eins og geta má nærri, fór líka mjög mikið orð af honum í embætti biskups. Tegnér er talinn einn gáfaðasti lærdómsmaður Svía, fyrr og siðar. Hann var þjóðkunnur sem Ijóð- skáld þegar á fyrstu háskólakenn- araárum sinum, og mun jafnan verða talinn í röð meiri háttar skálda Sviþjóðar. Kunnust ljóða hans á íslenzku mun vera ljóða- bálkurinn mikli, Friðþjóíssaga, í snilldarþýðingu séra Matthíasar. Minnismerki hafa verið reist af T t M 1 N N — JIUNNUDAGSBLAÐ 91

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.