Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Síða 4
Ekki vorum við fyrr komnir að
T>apey en þokan skall yfir. Það hafði
verið hægviðri, sem útvarpið kallaði
áttleysu, þegar við fórum frá Horna-
rrði um morguninn, og rigningar-
uddi eða súld. Skyggni var heldur
lakmarkað, en þó nóg til þess, að
eyjan sást úr nokkurri fjarlægð,
og þegar Árvakur varpaði akkerum
við hana, blöstu við hvít og iðandi
í iglabjörg. Þegar akkerum var létt
veimur tímum síðar, sást ekkert af
öllu þessu lífi, grá og loðin þokuvoð
byrgði þá alla útsýn fáeina faðma
frá skipinu. Og þokan varð okkur
förunautur allan daginn allt norður
á Eskifjörð, og næsta morgun fylgd-
ist hún með okkur út í Seley. En
úr því gafst hún upp og lét ekki á
sér kræla nema lítið næstu daga.
Mér líkaði þessi fylgispekt þok-
unnar heldur illa, því að ég hafði
ætlað að virða fyrir mér landið og
hafa víða útsýn, bæði af skipsfjöl
og á þeim stöðum, er ég stigi á fast
land. Einkum hafði mér leikið hug-
ur að sjá Papey og rómaða nátt-
lirufegurð hennar í sólarljósi eða að
minnsta kosti dagsbirtu. En reyndin
varð sú, að ég hafði þar ekki að
marki veður af öðru landi en þeim
stígum, sem Gústaf vitavörður Gísla-
son leiddi mig eftir þvert yfir eyna.
• Papey mun vera einhver elzta
byggð á íslandi, því að trúlega hafa
menn dvalizt þar þegar fyrir land-
námsöld. Hún er meðal þeirra staða
á Suðausturlandi, sem kenndir eru
við írska einsetumenn, papana, sem
Ari fróði segir, að' verið hafi fyrir
í landinu, er norrænir menn tóku
að koma þangað. Ekki virðist ástæða
ti! að efa, að þeir staðir á þessum
slóðum, sem kenndir eru við papa
beri rétt nöfn og þar hafi hafzt við
heilagir menn írskir og tilbeðið guð
sinn og heilagan Kólumkilla í Aust-
fjarðaþoku þeirra tíma.
Og allt síðan papar námu land í
Papey hefur verið þar byggð. Um
skeið var að vísu svo komið, að að-
eins var verið þar að sumrinu, en
eyjan mannlaus á vetrum, en nú
síðustu árin liefur Gústaf Gíslason
vitavörður verið þar búsettur allt ár-
ið um kring. Hann er uppalinn í
Papey og kann hvergi betur við sig
en þar. Hann sagðí mér, að hann
hefði átt heima á Hornafirði í 26 ár,
en aldrei fest þar yndi, og þegar
kona hans hafi dáið, hafi hann flutt
þaðan burt, fyrst til Djúpavogs, en
siðan alfari til bernskustöðvanna í
Papey.
Árvakur er með tvenns konar
flutning til Papeyjar, gas fyrir vit-
ann og kol og aðrar nauðsynjar fyrir
Gústaf. Þetta er tekið í land á tveim-
ur stöðum, því að nokkur spölur er
milli vitans og bæjarins, en víða
góðir lendingarvogar við eyna. Fyrst
er farið með hylkin, og ég nota þá
ferð til landgöngu. Þokan er að di’ag-
ast að og þéttast, en þó sést enn til
lands frá skipinu. Bátnum er haldið
inn í þrönga vík og lagt þar upp að
klöpp neðan við vitann, sem stendur
á allháum hól um miðja eyna vestan-
verða. Við ldaupum á land, og skips-
mennirnir fara að draga hylkin upp
úr bátnum upp á jafnsléttu. Þar eru
þau skilin eftir, því að Gústaf sér
sjálfur um að taka þau upp að vi
anum og tengja þau við ljóskerið.
Gústaf er fyrir á klöppinni, þegar
við komum að landi. Hann leiðir
litla stúlku við hönd sér, en í eynni
eru þau aðeins þrjú, Gústaf, systir
hans og þessi litla telpa. Kristján
stýrimaður tekur hann fyrstur tali
og skýrir honum frá þvi, hvað skipin
hafi meðferðis til hans. Gústaf segist
ekki vera búinn að koma tómu hylkj-
unum niður að lendingunni úr vit-
anum, en svona sé þetta, þegar ekki
sé haft fyrir því að auglýsa ferðina.
Hann hafi ekki vitað fyrr en sam-
dægurs, hvenær von væri á skipinu
og því ekki haft aðstöðu til að koma
hylkjunum lengra en niður fyrir vita-
hólinn. Við erum sammála um, að
ekkert vit sé í öðru en að auglýsa
ferðina í útvarpi, svo að vitaverð-
irnir geti verið tilbúnir í tíma, og
svo fer báturinn aftur út að Árvakri
til að sækja kolin og matvöruna, en
í landi verða eftir auk mín nokkrir
skipverja til að draga hylkin niður
að víkinni.
Ég tek Gústaf tali, og við förum
að ræða um Papey og gæði hennar.
Gústaf segir, að Papey sé gott land
og þar væri hægt að hafa mikið
undir, ef mannafli væri fyrir hendi,
þótt sjálfur sé hann svo til einn og
megi sín ekki mikils við það. En
hér er ekki moldrykið, segir hann,
hvergi gróðurlaus blettur nema klett-
arnir, og hér væri hægt að hafa mik-
inn heyfeng, ef eyjan væri ræktuð.
Hún er grösug, en það er heldur lé-
legt gras, sem fæst af henni. Og Pap-
ey fylgja úteyjar, sem hægt væri að
nytja, ef mannafli væri til.
Við göngum upp á eyna, fram hjá
Árvekringum, sem sveitast við hylkja
dráttinn. Þokan er orðin ærið
þétt, og ég sé aðeins grasmiklar flat-
ir og mýrar og móta fyrir klettum
og hólum eins og i órafjarska. Við
höldum niður að lendingunni við
Fýlavog, en þangað er farið með kol-
in. Það er þegar búið að fara eina
ferð, og kolapokarnir standa í dálitl-
um hrúk á kambinum, og áður en
varir kemur báturinn aftur með
meiri kol. Það er ekki slórað um borð
í Árvakri og aldrei verið lengur að
afgr'eiða nokkurn stað en nauðsyn
krefur, enda staðirnir margir, sem
koma skal á.
— Það er munur að fá vöruna
flutta svona heim, segir Gústaf. —
Mér var að detta í hug, þegar þeir
voru að stofna þetta vitavarðafélag
sitt4 til að bæta kjörin, hvort þeir
gera sér grein fyrir því, hvað þetta
eru mikil fríðindi að fá alla kaup-
staðarvöru heim á hlað. — Ég fer að
tala um þann eina Papeying, sem
ég man eftir, Mensaldur gamla ríka,
en hann var sagður hafa átt skolla-
buxur, sem líka voru kallaðar Pap-
eyjarbuxur. Ég spyr Gústaf, hvort
nokkrar skollabuxur hafi verið til í
eynni í seinni tíð. Hann segir, að
Mensaldur hafi ekki verið svo slæm-
ur: hann hafi meðal annars átt Mel-
rakkanes, en líkað svo vel við ábú-
andann, að hann hafi gefið honum
jörðina. Ekki hafi það lýst slæmu
innræti. En karlinn hefur sjálfsagt
verið efnaður og því átt öfundar-
menn, segir hann, eins og oft vill
verða, þegar svo stendur á.
Nú ber bátinn að aftur, og kol og
hvítasykur eru borin á bakinu í pok-
um upp fjöruna. Nú er Gústaf bú-
inn að fá sitt og ekkert eftir nema
taka hylkin hins vegar á eynni, og
ég fer um borð í bátinn. Eflaust
580
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ