Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Side 8
Við því var ekki nema eitt ráð: Það
var að fara inn til mömmu og biðja
urn vettlinga. Eg hentist nú inn
göngin í einum spretti og upp á bað-
stofuloft og bað mömmu mína um
'Vettlinga — mér væri svo kalt á hönd
unum. Mamma gekk að rúminu þeirra
foreldra minna, lyfti brekáninu ofan
af koddanum, stakk hendinni niður
í höfðalagið og tók þar upp sauð-
svarta, spánnýja þelvettlinga, er hún
fékk mér. Þóttist ég nú góðu bættur,
sem von var, og hljóp svo aftur
fram til vinnu minnar, lét á mig
vettlingana, tók sleggjuna og fór nú
að berja raskið. En vettlingarnir
voru mér fullstórir, svo að þeir vildu
þokast fram af höndunum á mér
við hvert högg, sem ég lét hausun-
um úti. Þetta gekk svona í þófi æði
stund, að vettlingarnir smeygðust
jafnharðan af mér, þó að ég reyndi
að toga þá eins vel upp á hendurnar
og mér var unnt. Mér fannst verk-
inu líka miða smátt áfram vegna
tafanna við að hemja á mér vettling-
ana.
Mig fór nú ekki að gilda einu,
og skapið mun hafa verið að komast
úr jafnvægi. Það fór um mig hita-
bylgja, sem átti upptök sín ein-
hvers staðar innan í mér. Hún leið
mér um bak og brjóst og steig einn-
ig nokkuð til höfuðsins. Handleggj-
unum var að aukast afl, og ég var
farinn að stíga fótunum fast niður.
Mér fannst ég verða svo stór, og ég
tútnaði allur og þandist út eins og
kona, sem gengur með fóstur, það
var einhver skollinn innan í mér, sem
kvaldi mig og píndi — eitthvað, sem
var að leita útrásar. Hver taug varð
spennt til hins ýtrasta í líkama mín-
um. Ég beit saman tönnunum, og
líklega hafa hárin risið á höfði mínu.
En ekkert hljóð gaf ég frá mér, og
hendurnar krepptust ósjálfrátt fast-
ara og fastara utan um skaftið á
sleggjunni. Þetta hlaut að vera koll-
hríðin. Og nú kom líka gosið.
Hamslaus reiðin blossaði upp í
mér og hafði mig alveg á valdi sínu.
Ég var hættur að taka eftir, að mér
væri nokkuð kalt á höndunum, og
ég þreif vettlingana, fleygði þeim á
íteininn, reiddi sleggjuna, sem nú
var fislétt, og lamdi þá með henni
mörg högg og stór. Fyrst lét ég
nægja að berja þá öðrum megin, en
þá mun ég hafa minnzt þess að hafa
einhvern tíma, þegar húslestur var
lesinn, heyrt þessa frægu setningu:
„Ef einhver slær þig á annan vang-
an, þá bjóddu honum hinn“.
Ég sneri vettlingunum við á stein-
inum og lét sleggjuna dansa um
hinn vangann á þeim líka.
Ég hafði nú hefnt mín þó nokkuð
á vettlingaskröttunum, og öldur reið-
innar tók nú óðum að lægja. Það
fór að slakna á taugum og vöðvum,
og skapið var að verða rjómaslétt
aftur eins og stöðuvatn, sem engin
bára rís á Og mér fannst nú aftur,
að sleggjan væri orðin ærið þung.
Ég hlaut líka að vera búinn að berja
mesta sauðþráann úr vettlinga-
skömmunum, sem náttúrlega hafa
verið úr ullinni af henni gömlu
Svertlu, sem ævinlega vildi fara eitt-
hvað annað en henni var ætlað að
fara. Svo hef ég þá líklega talað eitt-
hvað smávegis yfir þeim líka.
Nú tók ég vettlingana aftur til
þess að láta þá á mig og bjóst við,
að þeir yrðu eitthvað viðráðanlegri
en áður, eftir þá ráðningu, sem þeir
voru búnir að fá, og smeygði þeim
á hendurnar. En hvað! Stóðu þá ekki
allir fingurnir út um þá. Þeir voru
eins og net — ekki heil brú í þeim.
Augnablik horfði ég á þetta undr-
andi og ráðþrota. Svo rann það upp
fyrir mér, rétt eins og ég vaknaði
af óráði: Þú hefur gert vettlingana
gersamlega ónýta!
Nú fór aftur um mig þarna frammi
í kuldanum sterk hitabylgja. Hafði
hún gagnstæð áhrif á mig við hina
fyrri. Mér fannst nú aftur ég vera
orðinn lítill og kominn í mikil vand-
ræði. Taugarnar urðu slappar, kvið-
urinn var ekkert orðinn, og mér lá
við velgju. Hjartað var farið að síga
ískyggilega langt niður á við, og
ég skammaðist mín niður fyrir allar
hellur fyrir að hafa látið mér verða
þetta á með vettlingana, en þó mest
fyrir, hvað ég hlaut að vera heimsk-
ur. Þetta hefði enginn strákur látið
sér verða á nema ég, og hvemig
átti ég eiginlega að snúa mér í öðru
eins vandamáli. Ekki kom til mála
að segja neitt ósatt til þess að snúa
mig út úr þessu, svo oft hafði móðir
mín varað mig við því að segja ósatt,
og lagt ríkt á við mig að segja ævin-
lega satt og rétt frá, þó að mér yrði
eitthvað á. En mér fannst hreint
óbærilegt að játa strax á mig þetta
glappaskot svona sama daginn. Og
ég fór að hugsa málið. Það þoldi
enga bið. Vel gat verið, að rnamma
mín ætti erindi í eldhús til þess að
vitja um pott, sem verið var að
sjóða matinn í og mátti þá búast
við, að hún kæmi um leið til mín,
til þess að sjó, hvernig ég bæri mig
þarna frammi í kuldanum. Náttúr-
lega gat ég þá stungið vettlingun-
um í vasa mína og sagt mér væri
ekki kalt á höndunum lengur, en
segði ég henni eins og var, að vettl-
ingarnir tylldu ekki á mér, mátti
búast við, að hún vildi reyna að láta
þá á mig sjálf, og þá yrði ég um
leið uppvís að óhappaverkinu. En
vitnaðist þetta svona fljótt, var ég
logandi hræddur um að fá löðrung
eða þá átölur, sem mér fannst ekki
miklu betra. Mér þótti því, eins og
oft hefur verið sagt, „frestur á illu
beztur“ og afréð að halda þessu
leyndu eins lengi og ég gæti. Þó
skyldi ég reyna að komast hjá að
ljúga mér til liðs, því að heldur vildi
ég þola, þó að ég yrði hýddur. Þetta
fór allt leifturhratt um huga minn.
Uppi á loftið yfir bæjardyrunum
var stigi, en þar uppi voru kistur,
sem föt voru geymd í. Ég hentist
upp á loftið og að kistu, sem spari-
föt voru höfð í, lyfti upp lokinu,
smeygði hendinni niður með öðrum
gaflinum og lét vettlingana þar eftir
niðri á kistubotni undir fötunum.
Við þessum fötum var sjaldan hreyft,
nema þegar farið var til kirkju, en
eins víst þótti mér, að það mundi
ekki verða í bráð.
Lauk ég svo við að berja raskið
og fór með það til kúnna og smeygði
höndunum nokkur augnablik undir
bóginn á henni gráu kussu til þess
að orna mér svolítið. Hljóp ég svo
með fasi miklu inn í búr. Þar átti að
fara að borða miðdagsmatinn. Reyndi
ég að sýnast hress í bragði, svo að
engan skyldi neitt gruna.
Samt spurði móðir mín mig um
vettlingana, en ég sagði henni, sem
satt var, að ég hefði látið þá í rauðu
kistuna hjá sparifötunum. Lét ég
ekki á neinu bera, en reyndi að vera
sakleysislegur á svipinn eins og bless-
að lítið lamb. Mamma lét sér þetta
lynda.
Ég var nú kominn í slæma klípu
þá fyrstu á ævinni, sem ég man
eftir. Nú átti ég enga vettlinga. Ef
ekki átti að-komast upp um mig rétt
strax, varð ég að bíta á jaxlinn og
bera mig vel. Leið svo veturinn, að
ég gáði þess vel að nefna ekki vettl-
inga eða láta aðra verða þess vara,
þó að mér yrði stundum hálfkalt á
höndunum. Og þetta komst svona af.
Stundum var ég töluvert hugsandi
út af vandamáli mínu, hvernig því
mundi lykta, og varð ég stundum
dálítið smeykur, þegar mamma fór
fram á loft eftir fötum.
Ég fór nú að hugsa um, hvort ekki
mundi vera reynandi að biðja guð
um hjálp. Stúlkurnar voru svo oft
að biðja guð að hjálpa sér, þó að
ekki væri nú meira um að vera en
það að þær misstu saumnál á gólfið.
En þær báðu samt ekki guð að hjálpa
sér, þegar þær ráku sig upp í raftinn
í göngunum, sem allt fullorðið fólk
varð að auðmýkja sig fyrir með því
að lúta höfði, þegar gengið var und-
ir hann, heldur nefndu þá svona vel
upphátt stórhöfðingjann í neðri staðn
um. Náttúrlega var líka meiningin
fyrir þeim, að hann reyndi að not-
ast við rafttötríð, einhvern tíma þeg-
ar hann vantaði í eldinn.
Ég varð að trúa því, að guð heyrði
og sæi allt til okkar, því að mamma
mín sagði það. Samt fannst mér
hann mundi héyra nokkuð í betra
lagi, ef hann heyrði, þegar fólk var
að fara með eitthvað, eftir að það
var háttað á kvöldin, hafði breitt
yfirsængina nær því upp fyrir höf-
uð og tautaði svo lágt, að það gat
Framhald á 598. síðu.
584
T 1 M I N N — SUNNUDAUSBLAfl