Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Síða 13
Fuglabjarg í Grímsey, svokallaður Brattl.
ur að haía hér einhvern búskap, því
að það er langt í mjólkurbúð héðan.
Það er hins vegar tiltölulega stutt í
fiskbúðina.
— Hver er sú fiskbúð?
— Sjórinn. Það er aldrei svo
slæmt, að ekki sé hægt að fiska í
soðið, en hefur verið hér heldur lé-
legur fiskafli síðasta ár og það sem
af er þessu ári.
— En sjósóknin er hér aðalat-
vinnan?
— Sjórinn er sú atvinna, sem gef
ur peninga af hér. Hér eru nú ellefu
trillur, allar nýlegar eða nýjar. Á
þeim sjö árum, sem ég hef verið
hér, hefur hver einasti bátur verið
endurnýjaður. Sá, sem síðast var tek
inn upp, var næststærsti báturinn,
þegar ég kom, en er nú orðinn sá
næstminnsti, svo að þú sérð, að bát-
arnir fara stækkandi. Þá er búið að
kaupa hingað 05 lesta bát, Haf-
björgu frá Stykkishólmi, og verður
hún gerð héðan út. Eigandi hennar
er Haraldur Jóhannsson, dugnaðar-
forkur héðan úr Grímsey, sem hefur
verið við útgerð í Vestmannaeyjum.
Hann er hér líka að byggja fisk-
vinnslustöð, sem er að verða tilbúin
lil notkunar. Ætlunin er, að hún
geti tekið á móti ufsa í sumar, en
ufsaveiðarnar gengu hér mjög vel í
fyrra. .
— Og er ekki einhver sildarsölt-
un hér líka?
— Jú, hér er alltaf eitthvað salt-
að á sumrin, en það gekk mjög illa
i fyrra. Síld var þá ákaflega lítil
hér við eyna, og ég held, að við
höfum ekki náð 1100 tunnum. Það
var auðvitað bullandi tap á þeirri
starfsemi.
Húsfreyjan kemur inn með kaffi,
og um leið og hún hellir í bollana,
spyr ég, hvort ekki sé einmanalegt
að búa hér norður á hjara veraldar.
— Nei, segir hún — maður finnur
ekki til þess. Hér er skammt á milli
bæja, svo að einangrunin er miklu
minni heldur en í sveitum, þar sem
bæjarleiðir eru langar. Eyjan er auk
þess svo stór, að maður tekur ekki
eftir því, að sjórinn er alls staðar á
næstu grösum, og fjallasýnin, sem
er hér ákaflega mikil í góðu
skyggni, gerir, að vel væri hægt að
telja sig vera inni á flpa einhvers
staðar. Við erum miklu betur sett
hér heldur en á afskekktum stöðum
uppi á landi, þar sem er lélegt eða
ekkert vegasamband. Ég fann sjálf
miklu meira til einangrunar, þegar
ég var á Siglufirði, heldur en hér.
— En hvernig eru samgöngur við
land? i
— Þær eru góðar, segir hún. —
Tryggvi Helgason fiýgur hingað
hálfsmánaðarlega, og það falla
aldrei úr ferðir hjá honum,
og Drangur kemur hingað hina vik-
una. Þá hefur landhelgisgæzlan ver-
ið okkur ákaflega vinveitt, ef á hef-
ur þurft að halda.
— Koma ríkisskipin ekki hér við?
— Nei, svarar Alfreð. — Þeir
töldu, að það borgaði sig ekki. En
í staðinn áttu þeir þátt í, að við
fengum flugið, og það er auðvitað
miklu betra. Auk þess kemur Drang
ur hingað reglulega, og það kemur
varla fyrir, að hann haldi ekki áætl-
un. Ef það er bræla, þegar von er
á honum, er oft eins og slái á það,
þegar hann kemur. Drangur flytur
aðallega vörur, en fólksflutningar
fara nær eingöngu fram með flug-
vélinni. Það munar svo geysilega á
tíma. Drangur er sólarhring til Akur
eyrar, því að hann stanzar svo lengi
á Siglufirði, en flugferðin þangað
tekur 35 mínútur.
— Kemur hér mikið af aðkomu-
mönnum?
— Það er alltaf talsvert um það á
sumrin. Hingað koma oft hópar,
bæði ferðamenn, félagasamtök og
skólar. Útlendingarnir eru langdug-
legastir að skoða sig um. Annars fer
það auðvitað eftir veðri, og Akurcyr
ingar eru oft óheppnir með veður.
Þeir mega hér helzt ekki koma, þá
fer strax að rigna. Flugfélagið er
líka með miðnæturflug hingað á
sumrin, en það eru hálfgerð mistök,
held ég. Þeir koma hér aldrei fyrr
en svo seint, að fegursta kvöldsólin
er löngu horfin, og auk þess hafa
þeir ekkert samband hingað áður
en þeir fara, svo að þeir koma,
hvernig sem viðrar. Það hefur komið
fyrir, að ferðafólkið hefur ekki farið
lengra út en rétt undir vélarvæng-
inn vegna i'igningar í þessu mið-
nætursólarflugi þeirra.
— „Hvað er Grímsey stór?
Ragnhildur verður fyrir svörum:
Ég hef heyrt það sagt, að það væri
skammdegisganga að ganga kring-
um hana og fara inn í hverja vík
og út á hvert nes, það er að segja
það tæki allan þann tíma, sem birta
er í skammdeginu. Nú er sólargang-
589
lllHlNN - SUNNUDAGSBIAÐ