Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Side 16
Munir úr bólstað Dorspftólks — veiðitækl, skrautgripir og áhöld til heimilsverkn.
Neðst eru heinkambar frá Sandnesi i Vestribyggð.
stæðra aðstæðna, er að lokum dró,
einkum einangrunar, bæði andlegrar
og viðskiptalegrar, og hnignandi
heilsufars. Hann varð að smávaxinni
þjóð, þróttlítilli og veikbyggðri, með
marga líkamsgalia, er buðu sjúkdóm-
um heim“.
Nörlund ætlaði, að veðrátta á
Grænlandi hafi farið versnandi,
þegar leið á miðaldir, og
margir aðrir hafa hallazt að því, að
slík veðurfarsbreyting hafi stuðlað
að því, að Grænlendingar hurfu frá
búskap og úrkynjuðust, unz þeim
var ekki lengur líft.
Þess héfur líka verið getið til, að
j 592
skyldleikahjónabönd hafi átt þátt i
úrkynjun. Sumir hafa látið sér detta
í hug, að við Grænland eigi bréf,
sem Alexander páfi skrifaði erki-
biskupnum í Niðarósi um eyju inn-
an biskupsdæmis, tólf dægra siglingu
frá öðrum löndum, þar sem fólk sé
svo fátt, að það geti ekki fundið sér
maka nema brjóta lög kirkjunnar.
Þá hefur því og verið haldið fram,
að fólkið kunni að hafa hrunið nið-
ur í farsóttum. Fundizt hafa ein eða
tvær fjöldagrafir, þó að slikt sé ekki
nein sönnun, þar eð þær geta allt
eins verið vitnisburður um mann-
skæðan bardaga, sjóslys eða aðra við-
líka atburði. Það er til dæmis talið,
að svarti dauði hafi aldrei borizt til
Grænlands, enda var Vestribyggð úr
sögunni, áður en hann geysaði, en
Eystribyggð hélzt eftir að hann var
um garð genginn á íslandi.
Margar fleiri getgátur hafa verið
bornar fram. Menn hafa getið sér
þess til, að grasmaðkur kunni að
hafa sviðið bithagana, og öðrum hef-
ur komið til hugar, að konur kunni
að hafa orðið svo miklu fleiri en
karlar í bændabyggðunum, að til tor-
tímingar hafi leitt. En beinafundir
styðja ekki þessa síðustu tilgátu.
Tryggvi J. Oleson andæfir öllu
þessu. Hann heldur því fram, að bein
þau úr kirkjugarðinum á Herjólfs-
nesi, er rannsökuð voru, hafi nálega
öll verið úr norðanverðum garðinum,
og á miðöldum hafi fátækt fólk og
umkomulaust verið grafið norðan
kirkju. Af þessu vill hann draga þá
ályktun, að þetta hafi verið beina-
leifar úr beiningamönnum og hrakn-
ingsfólki, er ekki gefi rétta hugmynd
um líkamsvöxt og heilsufar fólksins
almennt. Ennfremur skírskotar hann
til beinaleifa, sem fundizt hafa ann-
ars staðar á Grænlandi, er ekki
styðji það, að úrkynjun og hrörnun
kynstofnsins hafi átt sér þar stað. .
Vitnar hann til þess, er Fischer-
Möller skrifaði árið 1942:
„Við rannsókn beinagrindanna úr
Vestribyggð, fann ég engin merki úr-
kynjunar eða langvinnra sjúkdóma,
nema gigtar. Þarf engan að undra,
þótt slíks sjúkdóms gæti, þar sem
veðrátta er köld og lífsskilyrði örð-
ug og geta manna til þess að verjast
kulda og bleytu er takmörkuð, eink-
um hvað snertir húsakynni. Engin
merki um beinkröm eða berkla sjást
meðal barna né fullorðins fólks, og
tennurnar, sem þó sýna mikið slit
eins og títt er meðal allra frum-
stæðra þjóða, eru ekki meira slitnar
en venjulegt. er hjá norrænu
fólki á miðöldum. Þær hafa verið
algerlega lausar við beinátu. Hafi
fólkið verið skammlíft, og þess eru
mörg dæmi, að fólkið dó ungt, þá er
skylt að minnast þess, að það var
alls staðar hversdagssaga á miðöld-
um, þó að hinn mikli manndauði
stafaði mest af skæðum farsóttum".
Beinagrindur frá Görðum töldu
þeir Fischer-Möller og K. Broste
vera af fólki af alnorrænum upp-
runa, „vel þroskuðum einstakling-
um, sem ekki sjást á nein merki úr-
kynjunar".
Þessum dæmum teflir Tryggvi fram
gegn ályktunum þeim, er dregnar
voru af beinum frá Herjólfsnesi.
Hann telur og ósannað, að páfabréf-
ið eigi við Grænland, og þótt svo
væri, þá sé ekki þar með sagt, að
skyldleikahjónabönd leiði til hrörn-
unar. Hann gerir og mjög lítið úr
því, að veðurfar hafi farið til muna
versnandi á síðari hluta miðalda.
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ