Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1964, Blaðsíða 22
VETTLINGARNIR — Framhald af 584. ríSu en ætla aðeins að gefa þessum unga guðfræðingi örfá heilræði: Ef þú ætlar að rita eitthvað það, sem unnt er að taka mark á, þá vandaðu samningu og heimildir. Fullyrtu aldrei neitt, sem þú þekkir ekki af eigin reynd og getur ekki rökstutt. Menn nefna gjarnan aðrar ritsmíðar glamur og sleggjudóma — og ekki að ástæðulausu. — Sverrir Haraldsson. NÚSKA — Frh. af bls. 587. það, sem tii okkaj tarst handan irá brúðkaupcveizlunm: Og tunglskinið með nóttina og allt. Hún gat með naumindum sLitið sig frá þessu. Hún þrýsti m.T að sér og niður í skaut sitt og lagði höfuð mitt á brjóst sá'. „Sofðu sofðu nú“ sagði hún ems og hún ;æri að hugga mig og vaggn mér í svefn Hún nötraði öll, sjálf- sagt gagutekin af þ' l sem gerðist í kringum i.kkur. Hún skalf og angaði — angaði J.H. þýddi. EYJAR OG ÞOKA Framhald if 582. síðu hann stökk i átt að Kaðlinum, minnti hann helzt á hástökkvara, sem ætlai sér að komast yfir slá. Og þegar við staddir voru búnir að hlæja lyst sína, voru réttar fram hendur og hrakfallabálkurinn dreginn upp. Hon um varð ekki meint af þessu volki, en síðar hætti hann sjómennsku og gerðist húsabraskari Bygging Seleyjarvita mun hafa tekið talsvert á annan mánuð, ef tal- ið er frá því að vinnuflokkurinn steig þar fyrst i land, þar til síðasti maður fór þaðan. Þennan tima hafa þeir dagar trúlega verið litlu færri en hinir sem ekki sást til Skrúðs- ins vegna þoku. Þrátt fyrir það undu menn vistinni í eynni þolanlega, enda stundum tækifæri til að skreppa í land og á mannamót Samt verður þvi ekki neitað, að þaðan var ósköp gott að geta farið áður en lauk. Ég hafði ekki til Seleyjar komið síðan þetta sumar, þegar okkur bar þar að þennan þokumorgun. Við grilltum aðeins í eyna frá Árvakri, þegar hylkin voru sett út í bátinn og haldið að landi. En þessi þoka var annars eðlis en þokan daginn áður. Það var þoka, sem var stöðugt að þéttast: þessi var önnum kafin við að leysast upp og verða að engu. Og þegar búið var að draga sjö gas- hylki upp úr bátnum, bera þau upp að vitanum og tengja þau þar .við ljóskerið, var talsvert farið að rofa naumast heyrt til sín sjálft. Eftir vandlega umhugsun samdi ég bæn ina, því að innri þörf knúði fast á. Hún var á þessa leið: — Góði guð! Þú hefur náttúrlega séð til mín, þegar ég barði vettling- ana, og veizt hvernig það fór. Ég segi þér alveg satt, að ég ætlaði ekki að skemma þá. Æ, mig langar svo til þess að biðja þig að hjálpa mér svo að ég fái ekki neitt illt fyrir eða átölur, þegar mamma mín kemst að þessu. Ég skal í staðinn hreint alveg hætta að slíta upp í rokkinn fyrir Ólöfu, og ekki heldur draga úr lykkjunum hjá Imbu. Ætli þér þætti ekki vænt um líka, ef ég einhvern- tíma sæi ljóta karlinn í skotinu frammi í göngunum, að ég reyndi þá að læðast aftan að honum og sparka í rássinn á honum. Bænin var send af hólkolli, skammt ofan við bæinn, um stjörnubjart kvöld, beint upp í himininn þar yfir, þar sem mér þótti líklegt að guð mundi eiga heima og sitja í logagylltu hásæti. Eftir bænina leið mér betur. Svo var það einn skínandi bjart- an sólskinsdag snemma um vorið, að mamma mín fór að viðra úti fötin úr rauðu kistunni. Fór ég þá afr verða hálfkvíðinn, að hún fyndi nú vettlingana og sæi, hvejnig þeir væru leiknir. Ég forðaðist heldur svona að verða á vegi hennar um daginn og hélt mig lítið neima við. Leið svo fram undir kvöld, að ég var ekki orðinn uppvís að glæpnum, op fór ég að verða vongóður um að sleppa í þetta skipti. En þá fór móð- ir mín að tína upp úr kistunni eitt- hvað smádót, sem eftir var í henni, og þurrka hana innan. Þá komu vettl ingarnir í leitirnar. Mamma kom með vettlingana inn í baðstofu, þar sem ég var að dunda. Hún var að snúa þeim við, skoða þá og strjúka, fara með fingurna í gegnum götin til, og þá sá ég, að eyjan var söm og forðum, nema hvað steintóftin við lendinguna var hrunin saman. Við ýttum frá og fórum um borð í Árvakur, og síðan var siglt í glaða- sólskini í átt að Dalatanga. Fegursti dagur ferðarinnar enn sem komið var, runninn upp. K.B. Lausn 21. krossgátu og sagðist ekkert skilja í því, hverf vegna vettlingarnir væru til svona, Þeir væru allir eins og sundur tuggn- ir eða höggnir og hvergi heil brú i þeim. Enginn mölur væri þó í kist- unni þeir gætu því ekki verið mök étnir, hvort ég vissi nokkuð, hvernig á þessu stæði. Mér blandaðist nú ekki hugur um, að á mig var fallinn sterkur grun- ur, og mun útlit mitt líka hafa sagt til um sekt mína. Meðgekk ég nú glópsku mína og sagði satt og rétt frá tildrögum að óhappaverkinu. Stóð ég svo þarna niðurlútur í sömu spor- Um, á milli vonar og ótta, um það sem koma skyldi. En mamma sagði ekki neitt. Hún horfði alvarlega á mig nokkur augna- blik, sneri sér svo hvatlega frá mér og gekk í burtu. Þó ég sæi það ekki hreint fyrir víst, hafði ég samt á tilfinningunni, að hún hefði gengið brosandi út úr réttarsalnum, og eng- inn dómur var upp kveðinn. Guð hafði þá bænheyrt mig. Ég stökk í loft upp, sló höndunum und- ir sitjandann, tók sprettinn eitthvað út í góða veðrið og söng fullum hálsi: Komdu og skoðaðu í kistuna mína. Leiðréttmg I grein minni um hrii<giei6 með vitaskipinu Árvakri, misritaðist föð- urnafn eins skipverjans, Kára, 3. vélstjóra. Hann er ekki Þorbrands- son, eins og stóð í greininni, heldur Guðbrandsson. Ég bið Kára og aðra, sem þetta kann að skipta, að af- saka þessi mistök. K.B. 598 T I iW I N i\ - SUNNUDAGSBLAt)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.