Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Side 6
setudómari. Virðist hann fyrst hafa reynt að telja prest á að ná sættum við sýslumann, en þegar það tókst ekki, var vitnum stefnt og rannsókn hafin. Sumt af Munaðarhólsfólki kannað- 'ist vif, að það hefði heyrt Ólaf ánafna presti sjónaukann að sér látnum, og allir höfðu erfingjarnir samþykkt þessa dánargjöf, nema Ágúst Erdtmann, er kvaðst hafa mót- mælt henni. En setudómarinn hafði þann hátt á, að hann úrskurðaði þær mæðgur, Ragnhildi og Sigríði, ómerk vitni. Hvað viðvók Ragnhildi, bar hann við aldri hennar og hrörn- un, en um Sigríði lét hann þingvitni staðfesta, að hún væri „sárheimsk og einföld" og ekki eiðfær af þeim sök- um. Kvað því við nokkuð annan tón en röskum áratug fyrr, er hinn sami dómari hafði metið framburð Sigríð- ar gildan í kerlingarmálinu og látið hana vinna eið að honum án nokk- urra athugasemda um gáfnafar henn- ar. Verður ekki betur séð en með þessum ályktunum sínum hafi hann verið að fækka vitnum, svo að hann gæti fellt dóm í málinu að geðþótta sínum. Af því er skemmst að segja, að hann dæmdi Bonnesen sjónaukann, og þar að auki skyldi séra Jón borga tíu ríkisdali í sekt í sveitarsjóð, fjóra flali fyrir óþarfa málsýfingu í dóms- málasjóð og hvorki meira né minna en eitt hundrað fimmtíu og fimm dali í málskostnað. Voru kostnaðar- reikningar Sigurðar sjálfs mjög ríf- legir, og meðal annars reiknaði hann sér fjóra daga til ferðar úr Grundar- firði út að Ingjaldshóli. Forsendur dómsins bera það glöggt með sér, að bar er verið að t bera blak af Bonnesen og því tiltæki hans, er vafasamt þótti, að taka und- ir sig dánarbúið á Munaðarhólí, án lilmæla lögráða erfingja. í því skyni er sennilegast á það drepið, að í almæli hafi verið fyrir dauða Ólafs, að búheillum hans hafi verið farið að hnigna og skuldheimtumenn far- ið þess á leit, að eignir hans væru skrifaðar upp. í rauninni átti slíkt ekki heima í dómsforsendunum, þar eð engar vitnaleiðslur höfðu farið fram um þetta atriði, og getur tæpast farið hjá því, að þessu hafi verið skotið inn af ráðnum huga. XXVIII. Séra Jóni í Stapatúni brá í brún, er hann heyrði dóm Sigurðar. Kvað hann þegar upp úr með það, að hanp. myndi áfrýja málinu og greiddí hann samstundis gjald það, er var krafizt fyrir afrit af réttarskjölunum, þó að það væri í rífasta lagi að þessu sinni. Það nægði sem sé ekki minna en 'fímmtán dalir. Þessu næst gerði séra Jón ráð- stafanir til þess að stefna dómi Sig- urðar fyrir landsyfirrétt. Það var þó ekld auðgert, og veittlst þó einkum torsótt að birta Bonnesen landsyfir- réttarstefnuna, því að hann gerði stefnuvottana afturreka hvað eftir annað. Varð prestur sjálfur að fara á vettvang til þess að stappa stálinu i þá og geklc þó ekki af tíðindalaust. Annar stefnuvotturinn, sem séra Jón hafði með sér í þessa för, hét Guðmundur Jónsson og átti heima utan Ennis, en hinn, Jóhann Bjarna- son hreppstjóri, bjó í Mávahlíð. Riðu þremenningarnir ttl Ólafsvíkur, þar sem Bonnesen bjó, og hugðust reka erindi sitt. Sigurður Guðlaugsson var í kunningjaheimsókn hjá Bonnesen þennan dag, og má láta sér til hug- ar koma, að þeir hafi verið nokkuð við skál. Urðu þau viðbrögð Bonne- sens, að hann dró fram veitingar- bréf sitt og fyrirbauð gestunum að stefna sér. Sérstaklega mótmælti hann þó því, að Guðmundur, sem ætti heima utan Ennis, kæmi slíkra erinda í hús sitt. Eftir langt þjark hrökkluðust komumenn brott, og afréð prestur nú að sækja stefnuvott, er heima átti í Fróðársveit. Á Haukabrekku í Fróðársveit bjó um þetta leytt bóndi sá, er hét Þorsteinn Jónsson, ein- beittur maður og ódeigur, og vildi svo til, að hann hafði unnið þann eið suður í Breiðuvík, er presti sýnd- ist nægja ttl þess, að hann væri lög- mætur stefnuvottur í þessu tilviki. Til þessa manns leituðu þeir, og hvort sem það var rætt skamma stund eða langa, réðst Þorsteinn til farar með þeim. En Bonnesen var engu betri viðfangs en áður. Þegar Jóhann hugðist lesa stefnu í húsdyr- um, svo að venja var, hratt Bonne- sen honum út og þreíf síðan fyrir brjóst presti og hótaði að draga hann burt af plássinu. Eftir nokkrar svipt- ingar sneri hann samt inn í hús sitt og skellti í lás. Þeir félagar létu þó ekki hugfall- ast, enda hét nú prestur á stefnu- vottana að duga sér. Varð það úr, að Jóhann las stefnuna úti fyrír að- aldyrum, en Þorsteinn fór í búð kaupmanns til þess að fá þar nagla, svo að hann gæti neglt afrit af henni á húsvegg sýslumanns. En þetta var meiri frekja en svo, að sýslumaður fengi staðizt hana. Hann ruddist nú út, er minnst varði, og lét skamm- irnar dynja á komumönnum. En þeg- ar þær hrífu ekki, þreif hann varreku og reiddi til höggs við Jóhann. Ekki Iét hann þó rekuna ganga á hann, heldur varpaði henni frá sér og greiddi honum högg með krepptum hnefa. Bróðir sýslumanns, Hans Pét- ur að nafni, kom einnig að í þessum svifum og gekk í skrokk á Jóhanní með höggum og slögum og varpaði honum að lokum til jarðar. Þeir prestur og Þorsteinn á Haukabrekku sluppu óbarðir, og mátti þó furðu gegna, því að Þorsteini varð skap- brátt, og lét liann fjúka næsta óþveg- in orð í garð sýslumanns. En af afritinu af stefnunni er það að segja, að það tróðst í svaðið í þessari sennu, og tókst félögum ekkí að festa það upp. Riðu þeir brott við svo búið, og kærði hvor á annan um óviður- kvæmilegt framferði. Jóhann hreppstjé-i hafði gengið allrösklegá fram í þessari orrahríð. En þegar af honum rann móðurinn, þóttist hann sjá ýmiss missmíði á gerðum sínum, enda mun Bonnesen drjúgum hafa ógnað honum. Glúpn- aði hann svo að lokum, að hann fékk sýslumanni í hendur skjal, þar sem hann kastaði allri ábyrgð á hendur presti, er hann kvað hafa ráðið öllu um athafnir þeirra félaga og þröngv- að sér til fylgdar við sig. Samt sem áður var þessi stefna látin nægja. XXIX. Sigurður Guðlaugsson tók nú nokk- uð að ókyrrast, og mun honum ekki hafa verið grunlaust um, að dómi hans kynni að verða hrundið. Hóf hann því að semja varnarskjal, er mætti verða honum til afbötunar fyrir landsyfirrétti. Lagði hann sig einkum í framkróka að fræða yfir- dómarana um hina gömlu vini sína á Munaðarhóli. Mátti ráða af orðum hans, að nokkur skuggi hvíldi yfir Kjartani Ólafssyni, en einkum veitt- ist hann að Sigríði, og seildist eftír flestu til þess að níða hana, þótt heimsku hennar nefndi hann ekki, enda þurfti nú nokkurs við til þess að rökstyðja það, að hún væri ekki vitnisbær. Er nú helzt að sjá, að hann beri henni á brýn, að hún hafi annað tveggja borið út barn í æsku eða alið það í blóra við aðra konu: „Ég vil ekki vera fjölorður um hennar ásigkomulag, því framburður hennar verður vart fyrir guði né mönnum merkur álitinn. Sigríður þessí, misjafnt ryktuð, gat í snöru fært Ágúst Rottgeir Erdtmann til, með leyfi að segja, að barna sig. Þegar foreldrar Sigríðar, sem tóku Ágúst til húsa og byggðu honum upp á hans kostnað á Munaðarhóli sér- skilið sængurhús, komust að sam- drætti þeirra, töldu þau, ef ei fleiri, Ágúst þennan á, hafi þeir ei líka með hótunum þrengt honum til að láta ektavígja sig til Sigríðar þess- arar. En æ — hvernig er hjónaband- ið byrjað? Og hvernig hélzt það? Þessum spurningum til nærverandi máls upplýsingar vil ég leitast við að svara. Áður en ég kom híngað til Snæ- fellsnessýslu hafði Sigríður þessi Ólafsdóttir á Munaðarhóli verið álit- in þunguð af barnsgetnaði. Um með- ferð á Sigríði í þessum kringum- stæðum voga ég ekkert að segja, en ljótt rykti gekk um hana í veiðl- stöðunum — þó þar um ei meira að 470 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.