Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Page 19
Brunnastaðahverfinu, Vogum og Njarðvíkum. „Þegar fiskur var kom- inn undir Stapann, þá sóttu allir þangað, — sömuieiðis allir Vatns- leysingar, ef ekki var fiskur á Vatns- leysuvík. Var því oft ærið þéttskip- að, þegar allir voru komnir undir Stapann." Kvítuvogabjörg hlutu að nafnfesti þjóðsöguna um Marbendil og sæ- kýrnar og þetta erindi: Mér er í minni stundin, þá marbendill hló, blíð var baugahrundin, er bóndinn kom af sjó kyssti hún laufalundinn, lymskan undir bjó, sinn saklausan hundinn sverðabaldur sló. Löngum hefur margs konar hjá- trú verið tengd Vogastapa, hann ver- ið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt. Margir urðu úti á Stap- anum og hröpuðu fyrir björg, og eiga þeir að vera þar enn á flökti. Stapadraugar eru taldir með afbrigð- um kurteisir, taka jafnvei ofan höf- uðið fyrir tækni nútímans. Grímshóll heitir efsta bunga Stp- ans. Hann á að vera kenndur við Grím Rangæing, sem varð eftir af vermönnum og réðst tíl vistar hjá Stapabónda og gekk þar að eiga heimasætuna. Undir Vogastapa er dálítið undir- lendi, ef að er gáð, en hefur verið miklu meira áður, því að sjór hefur brotið hér land. Hólmbúðir eru forn verstöð undir Stapa. Hólminn er nes, sem gengur út í Vogavík gegnt Vogabæjum. Þar eru rústir af fornum fiskbyrgjum, grjótgörðum (fiskgörðum), ”an- leggs-húsum“ Knudtzons gróssera reistum á 4. tug síðustu aldar, og þurrabúð, sem stofnuð var þar 1830. „Ánlegg“ nefndust salt- og fisktöku- hús stórkaupmanna, gróssera á 19. öld. Talið er, að hér hafi verið gerð- ir út 18 til 20 bátai, þegar bezt lét á síðustu öld. Um 1900 lagðist Hólminn í eyði um skeið, unz Har- aldur Böðvarsson hóf þar útgerð 8 lesta báts. Mjór er mikils vísir. Þetta var upphafið að útgerð Har- alds Böðvarssonar á Akranesi, en í Hólmanum starfaði hann aðeins i þrjú ár. Þurrabúðir stóðu á strandræmunni undir berginu, og urðu sumar að grasbýlunum um það er lauk. Brekka,, reist árið 1848, hélzt í byggð fram um 1930. en þá flutti síð- asti búandinn þaðan og reisti sér hús í Vogum. Það er fyrsta ,,þurrabúðin“ sem rís þar i hverfinu á þessari öld. Stapabúð, reist 1872. Þar var búið til 1896, og hefur búðin hangið uppi að nokkru til skamms tíms. Kerlingahúðir voru nokkru utar. Um Reiðskarð lágu forun reiðgöt- urnar upp Stapann. Kvennagönguskarð er utar, liggur um grasigróna brekku. Brekkuskarð er utan við Hólm og Rauðastígur nokkru utar. Mölvík er undan Grímshóli. Þar var uppgripanetaveiði, og þar tíndi Jón Daníelsson töfrasteina mönnum til fiskisældar. Strákar heita þrjár vörður, gömul mið nær Njarðvíkum. Kópa er vík við bergshalann, ytri enda Stapans hjá Stapakoti í Innri- Njarðvík. Fiskimiðin eyðilögð.— Hernám Eng- Iendinga. Hinn blómlegi útvegur við Voga- stapa hlaut snögg endalok árið 1894. „Þá komu togararnir hér, fóru á grynnstu mið og sópuðu á burt öllu lifandi úr sjónum, svo að fjöldi manna varð að flýja úr beztu veiði- stöð þessa lands, sem var við sunn- anverðan Faxaflóa allt að Garðskaga. — Þess vegna voru 1000 netakúlur seldar á uppboði eftir Guðna Jóns- son á Brekku á 5 krónur, og stór- jörðin Stóru-Vogar var boðin upp til skuldalúkningar á 2000 króna láni í Landsbankanum, og enginn bauð yfir það. — Þannig var her- nám Engiendinga við Faxaflóa 1895. —Hvernig þvi lyktar það herrans ár 1940, get ég engu um spáð“ segir Ágúst Guðmundsson Annar sjósóknavi af Vatnsleysu- strönd, Benjamín Halldórsson frá Naustakoti, segir, að oft hafi mátt telja á Vogavík 50-100 enska tog- ara, sem leitað höfðu vars undan of- viðrum, en stunduðu veiðar á Faxa- flóa. Á leiðinni út köstuðu þeir á víkinni og toguðu frá landi. Eitt sinn strandaði enskur togari upp í fjöru undan Útskálum með vörpuna aftan í sér. Þetta var á aðfangadags- kvöld. Skipverjar sáu ljósadýrð í kirkjunni og héldu, að þar væri tog- ari í aðgevð og stefndu þangað. Þá var strandgæzla nær engin, svo að bændur voru varnarlausir gegn þeim ræningjum, sem óðu að landi og eyddu byggðina. Aðgerðarlausir vildu þeir þó ekki vera. Þeir fluttu hraungrýti út á miðin í þeirri von, að það eyðilegði vörpurnar, en ekki bægðí það veiðiþjófum frá landi. Það er ekki mjög blómlegt umhorfs á Vatnsleysuströnd: byggðin er slit- in, stórbýli í eyði og húsakostur á sumum jörðum lítt breyttur frá því í lok 19. aldar. Hér hefði orðið samfelld byggð og borg stæði í Vogum, ef ræningja- flotinn hefði ekki lagzt að landi. Nú flosnuðu menn upp og flýðu byggð- ina, en miðin, sem þeir höfðu rækt- að um aldir, lögðust í örtröð og auðn. Gildustu útvegsbændur þraukuðu aflaleysið, keyptu sér skútur og sóttu dýpra, og síðar hófst vélbátaútvegur. Fyrsta vélbátinn keypti Ásmundur Árnason í Hábæ í Vogum árið 1907. Vogamenn höfðu verið brautryðj- endur í þilskipaútgerð, en nú voru þeir orðnir eftirbátar annarra, eins og bezt sést á því, að vélbátaútvegur hófst hér á landi 1902 og efldist mjög á næstu árum, en vélbátar náðu ekki til Voga fyrr en 5 árum síðar. Hin fisksælu mið voru þrotin. og út- gerð gekk illa. Á styrjaldarárunum glæddist afli að nýju, og um 1920 eignuðust bænd- ur á ströndinni trillubáta. Ekki varð sú útgerð þeim mikil féþúfa. Það er fyrst með tilkomu 25 til 50 lesta vélbáta um 1940, að útgerðin tók að hjarna við að nýju í Vogunum. í hönd fóru friðunarár heimsstyrjaldar innar. Þegar togaraflotinn birtist að nýju og allt sótti i sama horfið og áður, var Faxaflóa lokað fyrir tog- veiðum árið 1952 og fiskveiðiland- helgin færð út 1958. í Vogum hefur risið upp vísir að þorpi. en bílabraut- in nýja sneiðir þar hjá garði, og íbúarnir eru uggandi um, að straum- ur tímans muni fylgja brautinni til bæjanna fyrir utan Vogastapa Brúðarrán Odds Gíslasonar. Haustið 1870 fór Oddur Vigfús Gíslason prestaskólakandidat' gang- andi úr Reykjavík suður í Njarðvik- ur eins og margir aðrir og kom þar að Þórukoti til Björns, vinar síns, síðla dags. Oddur var 34 ára og hafði lagt gerva hönd á margt, m a. unn- ið við lýsisbræðslu suður í Höfnum. Þar hafði hann kynnzt Önnu Vil- hjálmsdóttur, 19 ára heimasætu i Kirkjuvogi. og felldu þau hugi sam- an. Svo kom, að Oddur bað meyjar- innar en Vilhjálmur Hákonarson, faðir hennar, synjaði honum ráða- hagsins, taldi Odd lítinn reglumann, efnalausan og eigi liklegan til auð- sældar Vilhjálmur var héraðshöfð- ingi suður þar, þótti áðríkur og bar ægishjálm yfir sveitunga sína Erindi Odds kvöldið góða var að fá Björn í Þórukoti til þess að að- stoða sig við að nema Önnu í Kirkjuvogi að heiman næstu nótt. Björn lánaði honum tvo röska menn til fararinnar. Þeim tókst að ná Önnu og komast með hana inn í Njarðvíkur undir morgun. Þegar þangað kom, hafði Björn hrundið fram sexæringi albúnum til siglingar. Þau Oddur stigu strax á skip, en í sömu svifum bar þar að eftirreiðar- menn Vilhjálms bónda, en þeir fengu ekkert að gert. Oddur sigldi með heitmey sína tii Reykjavíkur, og þar voru þau gefin saman í heil- agt hjónaband af dómkirkjuprestin- um á gamlaársdag 1870. Þau eignuð- ust 15 böm. TlMINN - SUMNUDAGSBLAÐ 883

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.