Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 3
Golyséff að nafni, og hafði hann
sjálfur teiknað dýrið, en ékki er
kunnugt, hvert hann sótti
hugmyndir sínar um þessa skepnu.
Golyséff var bóndasonur, en
lagði imgur stund á prentiðn og
var mjög fróðleiksgjam. Heimild-
ir eru fyrir því, að hann var í sam
tökum, er beittu sér fyrir forn-
leifarannsóknum, en slíka hluti
lét rússneska alþýðan sig ekki
miklu skipta á dögum keisaranna,
enda mikill fjöldi manna lítt eða
pkki læs og hungur oft við nálega
hvers manns dyr. Goly^éff safnaði
líka af mikilli áfergju alls konar
fögrum smíðum og munum, sem
handlagnir og listfengir alþýðu-
menn gerðu á þessum slóðum í
tónstundum sínum. Yfirleitt virð-
ist hann hafa verið talsvert óvenju
legur maður.
Loðfílsmynd Golyséffs er dálít-
ið einkennileg. Það vekur
þó mesta athygli, að enginn rani
er á skepnunni. Nú vill svo til,
að ranann vantaði á loðfíl þann,
sem fannst við Lenu árið 1799, og
hafa úlfar sennilega étið hann.
Teikning Boltúnoffs kaupmanns
sýnir því skrokkinn ranalausan,
og þess vegna vaknar sú spurning,
hvort Golyseff kunni að hafa átt
kost á því að sjá mynd hans.En svo
þarf þó ekki að vera. í þjóðsögum
og ævintýrum, sem kunn voru í
Rússlandi, en komin frá Síberíu,
var gert ráð fyrir því, að loðfíll-
inn væri eins konar moldvarpa og
lifði í jörðu niðri, tröllaukin að
vexti og firnasterk. Þar sem loð-
fíil var nefndur í ritum, er þá
voru aðgengileg, var hvergi vikið
að því að þessi skepna hefði verið
með rana, og að þessu athuguðu
kann það að hafa verið næsta eðli
legt, að Golýséff prýddi hana ekki
rana.
Hitt ber myndin með sér, að
honum hefur verið vaxtarlag loð-
fíls að sumu leyti allvel kunnugt.
Hinar miklu tennur, sem dýrið er
búið á myndinni, eru næsta líkar
því, er tennur loðfíla voru. En
hin miklu eyru þessa ranalausa
mammúts eru dálítið kyndug og
sýna, ásamt hinum gildu fótum
og hárlausu húð, að Golýséff hefur
öðrum þræði verið með hugann
við fíla eins og þeir gerast nú í
suðrænum löndum. Og ótvírætt
er, að hann hefur hugsað sér hann
í heitu loftslagi. Bak við dýrið rísa
pálmar, sem tala sínu máli um
heitt, suðlægt umhverfi, og það
má ganga að vísu, að Golýséff
Framhaid á bls. 957.
Meistari
Kjarval
Jóhannes S. Kjarval listmálari skipaði heiðurssess á listsýn-.
.ingu í Charlottenlund í Kaupmannahöfn fyr'ir skemmstu.^
Dönskum gagnrýnendum bar saman um, að myndir hans hefðu<
borið af öðru, sem þar var sýnt og þeir hrósuðu happi yfir,<
að Dönum hefði nú loks gefizt tækifæri til að kynnast þeim<
ævintýraheimi og þeirri töfranáttúru, sem Kjarval býr til ít
list sinni. í tilefni af þessari sigurför Kjarvals til Danmerkur*
birtum við þessa mynd af listamanninum, en Jón Kaldal ljós-^
myndari tók hana fyrir nokkrum árum.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
939