Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 14
þjáðastnr norður í Skutulsfirði, send ir hann orð þessum lærða embættis- bróður sínum, en hann hafðí heyrt alrómað um þann „guðhræddan, há- lærðan kennimann, séra Pál Björns- son að Selárdal, að sá maður ^kyldi auðkenndur og stakur vera velflestra að siðlæti, umvöndun og guðs orða voldugri kenningu," og er erindið það að biðja séra Pál að biðja fyrir sér í hörmungunum. Varð séra Páll vel og fijótt við þeim tilmælum. Ýmsar sagnir hafa gengið um séra Pál vestra fram undír vora tíma. í þjóðsögum Þorsteins Erlingssonar er til dæmis frá því skýrt, að einn hafi verið galdramaður í Arnarfirði sam- tímis séra Páli, er hann lét óáreittan. Hét sá Jón og bjó á Króki í Selárdal, hjáleigukoti niðri við sjóinn, og var hann kallaður Jón krókslangur. Seg- ir þar, að Jón hafi láið prófast heyra á sér, að hvort sem hann ákærði sig fyrir galdur eða ekki, þá myndi verða skammt á milli þeirra tveggja. Og ekki hafði séra Páll viljað eiga undir því, að þetta væri markleysishjal eitt hjá karli. Nú mun þessi sögn reyndar vera ótraust í meira lagi. Jón krókslangur sá, er hér er nefndur, mun vera sami Jón og Jón með sköturoðsgrall- arinn, sem bjó á Króki seint á 18. öld og var kenndur við galdur. Að minnsta kosti hafa þeir nafnar báðir sömu andlátssöguna, en hún var sú, að síeinn einn sérkennilegur, rauður að lit, sem stóð skammt utan við Krók, hafði klofnað í þrjá hluta, er fjölkynngismaðurinn gaf upp önd- ina. Árið 1785, meira en hálfri annarri öld eftir að séra Páll varð allur, kom ungur prestur sunnan af landi til Selárdals. Hann hafði áður verið dómkirkj uprestur í Skálholti, síðasti presturinn, er því starfi gegndi. Gísli hét hann, og var Einarsson, bróðir ísleifs etaðsráðs, sem lengi bjó á Brekku á Álftanesi, en þeir bræður voru synir Einars Jónssonar, rektors í Skálholtí, Einars kúts, sem kallaður var, og svo er nefndur í þeirri al- kunnu níðvísu Bjama Thorarensen um ísleif: Illa veri Einari kút, ------aldrei það votum mygli, sem tíl bölvunar ungaði út eitruðum brekkusnigli. Gísli Einarsson var prestur í Selár- dal um langan aldur og séra Eínar, sonur hans, eftir hans dag.. Er frá séra Gísla kominn mikill ættstuðull vestra, en prestur var barnmargur og eins hafa niðjar hans verið sumir Hefur ætt þessi stundum verið nefnd Brokksætt, en ekki mun sú nafngift hafa verið tekin upp í virðíngarskyni. Brokkur sá, sem ættin var þar kennd við, hét fullu nafni Stígvélabrokkur og var draugur, sem talið var að fylgdi því fólki. Er svo hermt frá upphafi hans, að einhver tímann prestskapartíð séra Gísla hafi smaia maður úr Selárdal fundið sjóreki lík af útlendum skipstjóra. Var sk'P' stjóri í stígvélum forkunnarfögrh og fékk smalamaður ágirnd á Þel™' Hann ákvað því að ræna stígvélunu og ná þegar öðru af líkinu, en bio fóturinn var svo krepptur, að han fékk ekki losað það stígvélið, se® honum var. Hættí hann þá við s búið, fór heim með það stígvélið e hann náði og lét ógetið um ]iWun,„ inn við nokkurn mann. Skömmu sl ar fannst líkið aftur og var jarnS®. í Selárdalskirkjugarði. En á ÞV1 °. fljótt að bera, að skipstjóri ]ægi_cK;. kyrr. Hann gerði fljótlega út af v smalann, þann er stígvélið tók, e að öðru leyti gerði hann ekkí nion _ um mein, heldur brokkaði um me stígvél á öðrum fæti í fylgé ine, presti og heimamönnum í Selároa • Leið þá ekki á löngu, þar til lian varð að ættarfylgju með afk°men_ um séra Gísla og var nefndur BroKK ur eða Stígvélabrokkur, en lítt mu hans hafa orðið vart síðustu áratug ina. Nú á sjöunda tug tuttugustu aldar er Selárdal brugðið frá því sem a0ur var. 1703 bjuggu í dalnum 104 íbua ’ en það var fullur þriðjungur sókna búa. Árið 1900 hafði íbúunum fækkau niður í 74, en þess ber að gæta, a fáum mánuðum áður en það mannta var tekið, fórust 13 Seldælingar (Liósmynd: PáH 950 T ( 11 I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.