Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 13
Ketildalir, séSir úr lofti. Fremst á myndinni er Bíldudalur, þá AuSihrísdalur og
Hvesta og síðan dalirnir hver af öðrum út að Kópanesi. (Ljósm.: Hannes Páls.)
til Selárdals prestur, sem trúlega er
frægastur allra, sem þar hafa setið,
séra Páll Björnsson, sem kallaður hef
ur verið hinn lærðí.
Séra Páll var fæddur árið 1621 og
átti til göfugra manna að telja. Afar
hans voru þeir Magnús sýslumaður
prúði og Arngrímur prestur lærði.
Páll nam í Hólaskóla og síðan sigldi
hann til Háskólans í Kaupmanna-
höfn og lagði þar, auk guðfræði, með
al annars stund á hebresku, en í þá
daga var sjaldgæft, að guðfræðingar
legðu sig eftír því máli. Árið 1645
er honum veittur Selárdalur, og þar
verður hann síðan prestur í meira
en 60 ár, þar af prófastur í hálfa
öld.
Séra Páll í Selárdal var talinn
lærðasti maður landsins á sinni tíð.
Hann sökkti sér niður í stærðfræði
og reiknaði út hnattstöðu Bjarg-
tanga svo að litlu skeikaðí, en mestu
áhugamál hans, að minnsta kosti á
efri árum, voru austræn dulspeki alls
konar, og er talið, að hann hafi lagt
stund á kaldeisku og arabísku til
þess að geta lagt sig betur eftir þeim
fræðum. En þar fyrir vanrækti hann
ekkl hin veraldlegu málin. Hann var
búsýslumaður ágætur og fésæll, og
lék það orð á, að hann hafi stundað
ábatasama launverzlun við Englend-
inga. Séra Páll lagði sérstaka rækt
við útgerð, og hafa varðveitzt um
það sagnir vestra, að hann hafi látið
smíða lítið þilskip eftir hollenzkri
fyrirmynd um 1650. Gerðí hann þetta
skip út til fiskjar og var stundum
sjálfur formaður fyrir. Er ekki vitað
um aðra þilskipaútgerð eldri hér á
landi en þessa.
Meðal almennings mun nafn séra
Páls einkum hafa varðveitzt vegna
afskipta hans af galdramálum. Um
hans daga stóð galdratrú í algleym-
5ngi, og fáir munu hafa verið sann-
færðari um böl það, er af galdra-
mönnum stafaði, en dulhyggjumað-
urinn séra Páll Björnsson. Telja
margir, að það hafi ekki dregið úr
hatri hans á kuklurum, að kona hans
yarð geðbiluð, og var göldrum kennt
um.
Hún var svo hart leikin, að hún
hélzt ekki við heima á bænum, en
lét byggja sér kofa við foss þann,
er Skarfoss heitir, og var það henni
helzt fróun að sitja við fossinn og
róa í takt við nið hans.
Magnús vísilögmaður og konfer-
ensráð Stephensen segir í riti sínu,
Island i det 18. Ár hundrede, að Þor-
leifur lögmaður Kortsson hafi á sín-
um tíma dæmt marga saklausa menn
til dauða eftir ákærum séra Páls
Björnssonar í Selárdal. Ekki er ljóst,
livað Magnús hefur haft fyrír sér um
þetta, því að ekki kemur séra Páll
fram sem sakaráberi í nema einu
galdramáli, sem heimildir eru um,
að hafi komið fyrir dómstóla, og er
það mál sprottið af veikindum konu
hans. Hins vegar var séra Páll í rit-
um sínum ómyrkur í máli um galdra
og fordæðuskap. „Margar mannskepn
ur eru af Satans þrælum, galdra-
mönnunum, kvaldar og myrtar, og
ennþá aðrar að sinni og rænu skert-
ar, þótt lífinu behaldi," segir hann á
einum stað. Og annars staðar kemst
hann svo að orði: „Nú eru hér komn
ir á gang eldormar, bessar gangrænæ,
sem eta í kringum sig, þeir guðs og
manna andstyggð, galdramennirnir,
þeir flugormar, sem stinga með
munni og hala, hverra ormabit er
eitrað tvöfaldlega, fyrst I því
að draga með sér þá endurleystu í
fordæminguna og út veifa sínum
hórdómum um landið og með sínu
eitri að eitra þess innbyggjendur, svo
öll akuryrkja drottins fordjarfist, all
ur guðs ótti út slökkvist, en drott-
inn til neyðist þess vegna að ausa
sinni grimmd yfir þetta landi líka
sem yfir Babýlon (Esajas 42) vegna
þeirra, svo ég lýsi þessa djöfuls syni
hina mestu og stærstu orsök og efni
til allrar þeirrar ólukku, sem koma
kann yfir þessar Vestfjörður, yfir
oss og börn vor eftir oss, og fel
þeim allan ábyrgðarhluta í hendur,
svo hvort hér koma Tyrkjar eða ræn-
ingjar eður hver önnur plága, sem
von er á á hverjum degi þá eru
þeir hin helzta orsök hér til að hrella
fsrael - - - þar næst í því morði,
dauða, kvölum og angist, í hverri
þeir eru valdir, svo sá eldur er sém
í mórberjaviði, bakar heítt bæði lífi
og sálu. Þessum er gefin makt frið-
inn burt að taka af jörðu. Þessir hafa
character bestíunnar bæði á blöðum
og hjarta. Þessir eru engispretturn-
ar, sem koma upp úr pyttinum,
hverra tennur eru sem leóna tenn-
ur.
Hvað ætlið þér, ef annar Jeremías
ætti nú að predika á íslandi? Mundi
hann ei finna hér morð og afguða-
dýrkan meiri en í Jerúsalem
og verri? Þar var myrt með sverði
sýnilega, liér með andskotans ósýní-
legu glaðéli. Þar voru bílæti og mynd
ir til beðnar eður guð í þeim. Hér
er sjálfur andskotinn gerður
að guði“.
Ekki sízt vegna þessara rita séra
Páls flaug orðstír hans víða, og þeg-
ar séra Jón þumlungur liggur sem
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAfi
949