Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 21
áhyggjum af hvalmálinu. Hann var því rúmliggjandi af hjartveiki. Ekki tóku þeir félagar andmæli Guðrúnar til greina, en ruddust í bæinn og inn að rúmi Jónatans. Hófu þeir umræður um hvalmálið og allt annað en fegruðu fyrir honum stöðu hans í því. Þegar hann var orðinn hæfilega bræddur, komu þeir með skjal fullbúið að öðru en því, að und- irskrift Jónatans vataði á það, en á því stóð, að Jónatan afsalaði sér öllu tilkalli að hvalverðinu til Einars í Nesi, en Einar greiddi honum nokkra tiltekna fjárupphæð og tæki á sig all ar kröfur, sem gerðar yrðu af öðr- um til hvalsins. Undir þetta ritaði Jónatan, og kvöddu þeir hann þá með virktum. Nú er Jónatan gat í næði íhugað hvað orðið hafði, efaðist hann um að hafa farið rétt að. Sendi hann þá út í Garðsvík eftir Halga Laxdal og sagði honum allt er orðið hefði. Helgi fór þá suður í Tungu til Stefáns stjúpföður síns. Þótti þeim nú þunglega horfa í málinu, en við það yrði að sitja, þar til þeir næðu tali af Skafta næsta dag áður en sáttafundur hæfist. Dagínn eftir kom Skafti í Sval- barð og var honum cagt, hvað gerzt hafði. Þótti honum þá málið illa komið og sagði, að nú væru góð ráð dýr. Einar og sýslumaður munu hafa setið í stöfu, svo Skafta hefur ekki þótt vænlegt þar til athafna, fór hann þá út í skemmu, lagði þar tunnubotn á reiðingsbunka og skrif- aði þar á skjal, að Jónatan fegni honum í hendur alla meðferð hval- málsins og megi hann ekkert aðhaf- ast í málinu án síns samþykkis. Bréf- íð dagsetti hann degi fyx-r en þeir Einar og sýslumaður voru á Þóris- stöðum. Var svo í skyndi sent með bréfið út í Þórisstaði, og fengin und- irskrift Jónatans. Var því öllu lokið áður en fundur var settur. Þegar fundurinn var settur, lagði Einar fram sitt bréf. Taldi þá sýslu- maður, að ekki þyrfti frekar um það að ræða og vildi slíta fundinum. Skafti var nú ekki aldeilis á því, og lagði fram sitt bréf. Varð þá ekki komizt hjá frekari umræðum, en um hvað þær umræður bafa snúist, er ekki vitað, né hvað samkomulag þeirra hefur orðið. Það var aldrei kunngert, hvoi’ki Jónatan né öðrum, og öllum eftirgrennslunum svarað með undanbrögðum. Fyrir hvalfundinn fékk Jónatan sjónarvættir, er voru 38 vættir, eins og hann hefði fundið hvalínn á ann ars fjöru. En af hvalverðinu sá hann ekki eyri, hvað sem um það hefur orðið. Almennt munu menn hafa álitið, að þeir, er sáttafundinn sátu, hafi bróðux-lega skipt þessu lítilræði með sér, þó langt sé gengið að ætla mætum mönnum slíka óhæfu. Sindur og síur- Framhald af bls. 943. hugleiknari þóknunin, sem þeir fengu fyrir samningagerðina, en málmgrýtið í landareigninni. Er til dæmis kunnugt, að fölur voru lagðar á jarðir í Borgarfirði, víðs fjarri þeim svæðum, þar sem með rökum má ætla, að verðmæti kynnu að leyn- ast í jörðu. Þótt þeir væru margir, sem gengu rösklega frarn í námamólunum þessi árin, var Chr. B. Eyjólfsson flestum ötulli. Hann var hér með annan fót inn í mörg misseri og oftast á far alds fætí við námaleit og samninga gerðir, en þess á milli í förum til Englands. Þó hafði hann fleiri járn í eldinum og átti hlut að ýmsum verzlunai’viðskiptum. Á þau bar þó nokkurn skugga haustið 1912. Hann hafði tekið að sér að annast kjöt- sölu í Englandi fyrir Sláturfélag Suð- Selárdalur - Framhald af bls. 951. ennþá er hugurinn sá sami, og hann sagði mér, að hann ætti mikið ógert enn í listamálum Selái’dals. Viðstaða mín í Selárdal varð stutt að þessu sinni eða svo faxuist mér að mlnnsta kosti. En dagurinn er þar yfirleitt fljótur að líða, sem á margt er að líta, og í Selárdal má finna augunum ærið til að dveljast við, þótt fólk sé þar ekki fyrir að hitta, nema tveir einsetumenn. En það er hins vegar bæði furðulegt og sorg- legt, að ekki skuli þar búa fleiri. Landkostir eru ærnir í dalnum, og þar gætu sem hægast búið tveir bænd ur góðu búi, og væri veginum komið í sæmilegt horf, yrði þar ekki um neina verulega einangrun að ræða Vonandi verður einhver atorkusam- ur búandmaður setztur þar að, þegar ég kem næst í heimsókn þangað vest- ur. K.B. Loðfíll - Framhald af bls. 939. hafi ætlað mammútinn hitabeltis dýr. Mynd Golýséffs er ekki einung- is skemmtileg vegna mistaka hans sem bæði eru skiljanleg og afsak- anleg, heldur einnig fyrir þær sak ir, að honum skyldi yíirleitt detta í hug að teikna og prenta slíka mynd og senda farandsala með hana þorp úr þorpi, þar sem hún hefur vafalaust prýtt marga bónda bæi um langan aldur, ásamt helgi myndum og keisaramyndum og stríðsmyndum frá hinni hraklegu herför Napóleons. urlands og tjáði því, að hann væri búinn að seija tvö huntlruð lestir sem kæliskip yrði látið sækja í slát- urtíðinni. Lofaði hann að senda hing að símskeyti, er fastmælum væri bundið, hvenær skipið kæmi til Reykjavíkur. En svo fór, að hvorki kom skeyti né skip á réttum tíma, og forráðamönnum Sláturfélagsins tókst ekki einu sinni að spyrja uppi, hvar maöurinn væri niður kominn. Vakti þetta slæman grun, því að árið áður hafði danskur umboðsmaður þess í Kaupmannahöfn gersamlega horfið frá allmikilli skuld ógreiddri. Svo hastarlega tókst þó ekki til um Chr. B. Eyjólfsson, en hin fyrsta til- - raun, er gera átti til þess að senda ■ kælt kjöt til Englands, fór út um þúfur. Og með þessum atburði lýkur > frásögum af hlutdeild hans í náma- > sögu landsins. Til voru líka þeir íslendingar, sem f ekki vildu lóta útlendinga draga ' burst úr nefi sér. Björn' Kristjánss- } son, sem mjög lagði stund á málm- ( leit, viðaði að sér námai’éttindum á ■; ýmsum þeim stöðum, er hvað líkleg- . astir voru, enda vissi hann flestum . betur, hvað hann var að gera. Náði 1 hann þeim oft fyrir lítið verð, en hagnaðurinn þó á hinn bóginn ennþá rninni. Þess voru og dæmi um bænd- ur, að þeir brygðu fljótt við. Þegar . talið var, að gull hefði fundizt i > grennd við Hof í Skagafirði, fór einn'. héraðsmanna, Árni Hafstað, á vett- vang og festi kaup á námaréttinum. Hitt viídi svo við brenna, að fregn- ir þær, sem flugu manna á milli og birtar voru í blöðum, um merkileg jarðlög, er fundizt höfðu. væru ekki ævinlega sem ái'eiðanlegastar. Stund- um var jafnvel mikið gert úr lítlu af þeim sökum, að það gat orðið vopn í stjórnmálaerjunum. Þannig flutti eitt heimastjórarblaðið þá frétt á síðustu valdadögum Björns Jóns- sonar, að kopar hefði fundizt í bergi í Vestmannaeyjum og væri fjöl- skylda ráðhei-rans að svæla undir sig umráðaréttinum. Ráðherrann var ekki alls kostar vinsæll í Danmörku eftir útreið þá, sem uppkastíð sæla ■ fékk, og birtu dönsk blöð þessa fregn samstundis, og úr'þeim barst hún í þýzk blöð og færeysk. En til kopars- ins i Vestmannaeyjum spurðist aldrei síðan. Fleira gat komið lii þess, að sög- ur þær um málmfundi á íslandi, sem bárust til annarra ianda um þessar mundir, voru ekki allar sem áreiðan legastar. Einmitt um þetta leytí skrif aði Þorvaldur Thoroddsen þessi orð: „íslendingar hafa jafnan, og ekki sízt á seinni árum, verið ákaflega auðtrúa á allar skröksögur um nám- ur og málma. Sumar ýkjusögur blað- anna um kol og málma hafa að lík- indum staðið í sambandi við gróða- brall einstakra manna'" i I M I N N - SUNNUUAGSBLAÖ 957

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.