Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 20
(Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). byrjun og síðan þótzt bera hag Eiríks fyrir brjósti með sínum. En Einar var sá maður, er ekki varð vitað. hvað innst bjó í huga. Hreppstjóri var þá Stefán Péturs son, bóndi í Sigluvík. Var honum falið að stjórna hvalskurðinum, og sölu á hvalnum. Kvaddi hann sér til aðstoðar Jóhann Bergvinsson oddvita. Hvalurinn var talinn 45 álna langur (næstum 27¥2 metrar). Til að lyfta honum úr sjó voru fengin að láni gangspil og dragreipi í fjórskornum blökkum, er Baldvin Jónsson á Sval- barði átti og notaði til að draga á land hákarla'skip sín og annarra, en hann hafði þá hákarlaskipauppsátur á Svaibarðseyri. Með þessum tækjum var hvalrium iyft upp á ísskörina, þó ekki lengra en svo, að til næðist að skera af honum, því að kæmi það fyrir, að honum væri lyft of mikið, brotnaði álnar þykkur ísinn undan þunga hans. Spíkvættin (50 kg.) var seld á fjórar krónur, rengisvættin á tvær krónur, sextíu og sex aura og kjötvættin á eina krónu. Brátt kom fjöldi manna til hval- kaupa, enda greiður vegur eftir ísn- um innan úr Eyjafirði og sveitum vestan Eyjafjarðar. Hafðist ekki und- an að skera hvalinn, og urðu margir að bíða dögum saman áður en þeir fengu sig afgreidda. Komu þeir hest- um sínum fyrír á næstu bæjum og sjálfum sér um nætur, á daginn voru þeir á ísnum. Þar var pottur á hlóð- um og soðinn hvalur, og át þar hver af er vildi. Lítið munu menn hafa nestað sig að heiman, enda ekki bú- izt við svo löngum töfum. Þó höfðu margir brennivín, og er birgðir þeirra þrutu, voru þar nokkrir, er prönguðu með brénnivín. Menn undu illa biðinni og styttu sér stundir við að jagast við hvalskurðarmennina, töldu þá vinna slælega. Þeir svöruðu því til, að hinir gerðu ekki annað en að tefja vinnuna fyrir sér með óþörfu 'þrasi. Þá snöru þeir reiði sinni að Stefáni, sökuðu hann um lé- lega verkstjórn og færi öll af- greiðsla hans eftír mannvirðingum og ríkidæmi. Urðu af þessu hvassar og óheflaðar orðasennur, og virtsit stundum mjóu muna í snörpustu hryðjunum, að ekki yrðu hnúar og hnefar látnir fylgja úr garði heitustu heitingum. En hverjar, sem ástæður hafa verið til, þá hafði Stefán leið- indi af frammistöðu sinni við hval- inn. Má vera, að þar hafi mestu vald- ið bragur, er kveðinn var til hans í hefndar skyni. Davíð Kristjánsson hét bóndi í Eyjafirði, hann var af Hvassafellsætt og eins og margir þeir frændur vel skáldmæltur. Davíð var alla tíð fátækur, og þóttist hann hafa goldið þess við hvalkaupin. Mátti þó segja, að hann hafi launað dável fyr ir sig, því bragur hans flaug um all ar nærliggjandi byggðir og lærðu flestir hann utan bókar, og enn þarj 1 Sé8 af Svalbarðsströnd yflr EyiafiörS. dag í dag hittast menn, er kunna hann að mestu eða öllu. Það var á næsta vori, er þeir hitt- ust í verzlunarbúð á Oddeyri, að Davíð hellti yfir Stefán brag þess- um, er hann kallaði Hvalbrag. Er hann á þessa leið: Ef að ég ráða ætti hval, óspart ég skyldi til mín draga með yfírhylming hreppsins laga. Mín allt það vinna magtin skal. Grafa þó sumt í gamlan snjó, —gera það hundar oft, sem stela. og hafa samt á eftir nóg, ef að þeir bara kunna að fela. Boð þau í auðmýkt bera skal bara til stóru höfðingjanna og reyndar fleiri ríkismanna, þeir hvort geti þegið hval. Hylli þeirra ég hafa vil, hana kaupi með spiki og rengi. Þess ég ei heldur þegna dyl, að þrífst ég af henní vel og lengi. Fátæka iæt ég fara hreínt frá mér tómhenta, glorhungraða og met það ekki mikinn skaða. þeir hafa áður erfitt reynt. Sjálfur í auðmýkt signi ég mig svo yfir stóru hvalþjósinni. Það verður hver að sjá um s; - sem á að ráða lífsbjörginni. En hvað gott er að aka heim óskiptum hval í náttmyrkrinu á krákum handa kvenfólkinu búinu vinna sæmd og seim. Það getur orðið fljótt víðfrægt ef fyrir þarf standa mörgum gesl um að sýna þeim rauSn ai búsins nægt ríkismönnum og sóknarprestum. Nú var eftir að fá úr þvi skorið, hverjum bæri það, er fékkst fyrir hvalinn. Einar í Nesi var ekki fall- inn frá því að ná til sín mestu af hvalverðinu, en ekki er ljóst á hverju kröfur hans voru byggðar. Að vísu barst út eitthvert slaður um að lensa hefði verið í hvalnum, en sá orðróm- ur mun hafa verið tilhæfulaus, þó Einar hafi kannski hengt hatt sinn á hann. Það er útilokað, að Stefán hreppstjóri hafi leynt lensunni, eins hart og á því var tekið í lögum, ef lensu var leynt í hval. Hann vissi líka við hvern var að eiga, þar sem Einar í Nesi var og hefur eflaust séð mun á að hafa hann með sér en móti. Árni Guðmundsson, er síð- ar verð hreppstjóri og bjó á Þóris- stöðum, var einn þeirra, er unnu að hvalskurðinum. Hann þvertók fyrir það, að nokkur lensa eða merki eft- ir hana hefði fundizt í hvalnum. Til að standa íyrir mali sínu fékk Jónatan Skafta lögfræðing Jósepsson, er þá var búsettur á Akureyri. Báðir aðilar munu svo hafa orðið ásáttir um, að sýslumaðurinn, Benedikt Sveinsson, jafnaði ágreininginn eftir því sem efni stæðu til, án þess að um málshöfðun væri að ræða. Sátta- fundur var ákveðinn á Svalbarði. Degi fyrr komu þeir í Þórisstaði, Ein ar í Nesi og Benedikt Sveinsson sýslumaður. Kváðust þeir eiga erindi við Jónatan. Guðrún dóttir hans varð fyrir svörum og taldi vandkvæði á því, þar sem hann lægi veikur írúmi sínu og vart viðmælandi. Meðan á hvalskurðinum stóð var víni haldið óspart að Jónatan, svo varla rann af honum víma þann tíma. Hann var veill fyrir hjarta og leituðu eftir- köstin á þann kvilla hans ásamt 956 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.