Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 5
féð verið bundið í upphafi, þótt ráð- gert . æri að auka það gíðar. Meðan þest i fór fraai var námu- svæðið afmarkað og borað af kappi. VIII. Nú víkur sögunni vestur um haf. íslendingar þeir, sem til vesturfarar réðust á nítjándu öldinni, komust flestir að raun um, að veraldargæð- in, er þeir héldu, að biðu sín í hinni nýju heímsálfu, urðu ekki höndluð með auðveldum hætti. Þeirra beið basl og strit og ósjaldan voru þeir látnir kenna þess i orði og verki, að heimamönnum þótti það ekki mennilegur þjóðflokkur, sem frá ís- landi kom. Það gat ekki hjá því far- ið, að gullgrafarasögurnar orkuðu á suma þeirra, er fyrir þessum vonbrigðum urðu. Þar kunni gróðinn að reynast skjótteknari, ef heppnin var með. Einn vesturfainn axlaði skinn sín og hélt til Koldyke, hét Amór Árna- - gon, snæfellskur maður, prestssonur á Sveinsstöðum í Nesþingum. Þess getur ekki, hve lengi Arnór var við gullleit í Klondyke, en ekki mun honum hafa fénazt til muna norður þar. Aftur á móti var teningunum kastað um ævistarf hans: Hann helg- aði sig málmvínnslu. Hugur Arnórs mun alloft hafa leit að til íslands, og kann tvennt að hafa valdið. Heimþráin varð mörgum þung í skauti, og í öðru lagi má vera, að hinar þrotlausu lýsingar vestur- íslenzku blaðanna, sem mörg þágu styi'k af stjórnarvöidum í Kanada og reru öllum árum að vesturförum, á eymdinni og úrræðaleysinu á fs- landi hafi vakið hjá honum löngun til þess að verða ættlandi sínu að liði. Og þá var einsýnt, við hvað hann var liðtækastur. Árið 1900 réðst Arnór fyrst til ís- landsferðar eftir tólf ára dvöl í Vest- urheimi. Heimsótti hann þá vini sína og vandamenn, svo sem lög gera ráð fyrir, og dvaldist einkum undir Jökli. Var nú ekki að sökum að spyrja, að menn komu til hans með alls konar steina, er þeir höfðu fundið á víðavangi og leituðu eftir því við hann, hvað í þeim myndi vera. Arnór horfði æfðu auga gullleitarmannsins á þessa steina, og þóttist þegar sjá, að í sumum þeirra myndu fólgnir málmar. Ólíklegt er þó, að hann hafi getað komið við neinni teljandí rannsókn, en eigi síður þóttist hann verða þess óskynja, að gull, silfur og kopar væri í steinum, sem hann fékk úr Drápu- hlíðarfjalli, og platína í sandi, er honum barst vestan úr Barðastrand- arsýslu. Ekki staðnæmdist Arnór hér til langframa, heldur sneri á ný vestur um haf og settist að í Chicagó, þar sem hann starfaði að málmhreinsun. Mun hann hafa veríð búin að sinna slíku starfi í þeirri borg í allmörg ár, áður en hann réðst til íslands- fararinnar. En grjótið íslenzka var orðið hon- um hugstætt. Sumarið 1905 sagði hann upp starfi sínu í Chicagó og hélt rakleitt til íslands með konu sína og börn. Er ekki ósennilegt, að þá hafi hann verið búinn að frétta, hvað til tíðinda hafði borið í Reykja vík. Hann átti hér margt náinna skyldmenna, er vafalítið hafa skrif- azt á við hann, og það hefur tæpast verið þagað um gullfundinn við Öskjuhlíð í bréfum til gullnemans frá Klondyke. Arnór náði hingað með fjölskyldu sína í byrjun októbermánaðar. Mátti gullfélagsmönnum þykja hann allgóð BJÖRN KRISTJÁNSSON — óþreytandi viS að leita máima og rannsaka sýnlshorn. ur gestur, því að sú saga fylgdi hon- um, að hann hefði „átt við sýnishorn úr flestum námum Vesturheims". Nú stóð svo á, að sýnishorn úr bor- holunni við Öskjuhlíð höfðu að sönnu verið rannsökuð efnafræðilega meðal annars af þeim Birni Kristj- ánssyni og Erlendi gullsmið Magnús- syni, og höfðu oftast fundizt í þeim málmar. En sá kvittur hafði samt komið upp, að eitthvað kynni að vera bogið við þessar rannsóknir, og bar nokkuð á því, að bæjarbúar efuðust um, að það væri í raun og veru gull, er fundizt hafði. Fylgdi þessu tor- tryggni í garð gullfélagsstjórnarinn- ar, sem var jafnvel kærð fyrir bæjar- stjórninni og sökuð um að ætla bæj- arbúum að skjóta saman hundrað þúsund krónum til þess að kosta frumrannsóknina, en halda opinni leið fyrir sjálfa sig til þess að kaupa viðbótarhluti, er námu hærri fjárhæð, ef gróðavænlega þætti horfa að lok- inni rannsókn. Það var ekki annað ráð líklegra til þess að eyða efasemdum manna um gullið en láta Arnór Árnason ' kveða upp sinn úrskurð. Var honum því fengið í hendur lítið sýnishorn af sandi úr borholunni. Beindist rannsókn hans að því að leita gulls í sýnishorninu, og kvað hann upp úr með, að 144 króna virði myndi vera í hverri lest af sandi sem þeim, er hann fékk handa á milli. En auk þess taldi hann, að þarna væri eir, sink, járn og silfur. Öskjuhlíðarnáman var því blendingsnáma, og fylgdi þvi sá ókostur, að þær var oft örðugt að vinna. En aftur á móti gat hitt verið í vonum, að á miklu meira dýpi, þús und til tólf hundruð fetum, lægi ná- lega hreint gpll í molum, því að slíks voru mörg dæmi erlendis. Björn Kristjánsson gerði þó við þetta þá athugasemd, að óvíst væri, hvort þarna dyldist sink og eir, þótt þeir Arnór hefði báðir fundið þá málma í sýnishornunum. Það hafði verið sprengt hvað eftir annað með dýna- mítiniðri í borholunni, og í hylkjun- um utan um dýnamítið var bæði sink og eir. Arnór Árnason lét þó ekkí sitja við efnafræðilegar rannsóknir einar. Til þess að taka af öll tvímæli, brá hann á ráð, sem þótt hefði óbrigðult meðal gullnema í Klondyku: Hann tók kornið, sem hann hafði fengið úr sandinum við rannsókn sína, og sló það út í örþunna himnu, er hann lagði á hvassa skegghnífsegg. Legðist þynna niður méð egginni báðum meg in, án þess að brotna, þurftí enginn að efast um, að þetta var gull. Og hér þurfti ekki frekar-vitnanna við Þynnan, sem Arnór hafði handa á milli, stóðst prófið. Sigrihrósandi gat hann sýnt, hvernig hún lá heil á hnífsegginni. Það er ekki ósennilegt, að þessi tilraun hafi verið betur fall- in til þess að styrkja trú almennings á Öskjuhlíðargullið heidur en allar efnarannsóknir. í þess konar rann- sóknum botnaði fólk lítið, en þetta gat það sjálft séð. Arnór mun hafa komið til íslands að þessu sinni með þeim ásetningi að setjast hér að. Og vetursetu hafði hann hér. En hann var ekki alls kost ar ánægður með gullfélagið og at- hafnir þess. Grunaði hann, að óþægi- legur dráttur kynni að verða á því, að hann gæti helgað sig gullnámi í Reykjavík, og þegar honum bárust bréf og boð um vinnu hjá fyrirtæki því í Chicagó, er hann hafði áður starfað hjá, afréð hann að hverfa þangað að sinni. Þó hafði hann við orð að koma aftur, ef vel horfði með Öskjuhlíðarnámuna. Hann lét í haf maímánuði 1906. En tómhentur fói hann ekki. Hann hafði í fari sínu nokkuð af málmgrýti, er honum hafði áskotnazt, og var þar á meðal steinn, sem tekinn hafði verið af T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 941

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.