Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Qupperneq 4
VII. Það er upphaf þessa máls, að í ^Reykjavík var danskur steinsmiður, er hét Liiders og hafði hingað komið, er hegnlngarhúsið var reist. Stundaði hann ýmiss konar byggingarvinnu og til dæmis bauðst hann til þess árið 1884 að þurrka upp Reykjavíkur tjöm fyrir 7115 krónur og tuttugu aura. Meðal annars gróf hann og hlóð brunna. Einn brunna þeírra, sem hann hlóð, var svonefndur bakarabrunnur. Þegar hann gróf fyrir honum, kom hann niður á logagyllt lag, sem hon- um þótti næsta furðulegt. Ekkert var þó að þessu hugað, en Luders varð þetta minnisstætt og sagði stundum frá þessu ævintýri síðar á ævinni. Eftír á mun sá grunur hafa læzt að honum, að gullæð væri á botni brunnsins bakarans. Nú liðu mörg ár. Nýrri öld var íagnað í Reykjavík. Frönsku húsin voru flutt af Austurvelli inn á Eyj- ólfsstaðablett, íslenzkur ráðherra tók sér bólfestu við tjörnina, og Tómas Jónsson„ sem seinna varð kunnur matvörukaupmaður, stýrði fyrstur manna bíl á moldroknum göt um höfuðstaðarins. Alltaf var eitt- hvað nýtt að gerast: Þó var það ekki sizt, er árið 1905 bar í skauti sínu. Þá var loftskeytastöð reist við Rauð- ará á túni Jóns Jenssonar yfirdóm- ara, og þó að dálítið ólag væri á virunum efst á stönginni í upphafi, þá streymdu hingað skeytin frá stöðinni í Poldhu í Corn- wall. Enn þá meiri athygli vöktu þó 'önnur skeyti, sem komu með öðrum hætti og lengra að: Híngað var kom- inn spiritismus með þráðlaust sam- band við annan heim, jafnóyggjandi flóði og fjöru. Og nú veit bærinn, að það er heldur dauft yfir sönglífinu hinum megin, svo óvænt sem það er, því að Jónas heitinn Helgason organísti hefur sjálfur verið vitni um það á miðilsfundi. Þó eru ekki talin öll stórmerki árs ins 1905. Þá var Reykjavík orðin svo mikill bær, að vatnsþrot var fram undan — bákarabrunnurinn, sem Liiders gróf, nálega þurrausinn flesta daga. Líkt var á komið um aðra brunna, og þar að auki lék sterkur grunur á, að taugaveikisýkl- ar væru í vatninu. Þess vegna hafði verið hafin vatnsleit haustið 1904 suð ur í mýrarkrikanum vestan undir Öskjuhlíðinni. Var borað þar með jarðbor, sem danskur maður stjórn- aði. Oft þurfti að hvessa borana, og voru þeir þá sendir til eins af járn- smiðum bæjarins, Ólafs Þórðarsonar. Nú þegar Ólafur fékk borana föstu- daginn 31. marz, veitti hann athyglí kynlegum, gylltum rákum á einum nafrinum, og þegar hann gætti betur, fann hann á honum gylltar agnir í hrufum í stálinu. Ólafur rýndi lengi á þetta og þóttist ekki betur sjá en þetta væru gullagnir. Morguninn eft- ir barst sú fregn sem eldur í sinu um allan bæinn, að gull hefði fund- izt suður við Öskjuhlíð. Menn báru járnsmíðinn fyrir því, að svo mikið af gulli hefði loðað við nafarinn, að hann hefði getað flísað það af hon- um með vasahnífnum sínum. Vatnsbólið, sem leitað hafði verið að, var orðið að gullnámu. Á þessum árum voru gullgrafara- sögur mjög í tízku og löngum marg- rætt um gullæði. Það átti rót sína að rekja til Kaliforníu og Klondyke í Alaska og þess orðspors, er fór af lífinu þar, höppum manna og hrak- förum. Gullfundurinn við Öskjuhlíð- ina féll því í frjóan jarðveg. Kerl- ingar skelltu á lær sér á götuhornum, og virðulegir borgarar stjákluðu með hátíðlegum alvörusvip um forug strætin í öllu ákafari samræðum en hæfði hinum upphafna semingi heldristéttarmanna á almanna- færi. Nú rifjaðist það upp, hvað Liid- ers hafði séð á botni bakarabrunns- ins, og sú ályktun var nærtæk, að gulllag dyldist í jörðu niðri undir höfuðstaðnum og nágrenni hans og væri grunnt á því. Þetta spurðist ekki einungis milli húsa í Reykjavík. Enskur-togari var í Reykjavíkurhöfn, er þessi kvittur gaus upp, og það fór ekki hjá því, að Englendingarnir yrðu þess vísari, hvað gerzt hafði. Með þeim bérust tíðindin til Englands og þótti nú við búið, að hingað myndu streyma gull- leitarmenn úr fjarlægum löndum. Var ekki laust við, að það ylli nokkr- um kvíða hjá ístöðulitlu fólki, svo herfilega sem hátterni slíkra náunga var lýst í sögum og sögnum. Eins og nærri má geta var þegar farið að hyggja að því, hvort það myndi í rauninni gull, er litað hafði nafarinn. Kom á daginn, að á 118 feta dýpi myndi vera tveggja þum- lunga þykkt gyllt lag. Þeir, sem trú- litlir voru á gullævintýrið, létu sér til hugar koma, að þetta væri brenni- steinskís eða þá kannski kopar. Var leitað til gullsihiða í bænum, er einna líkastir þóttu til þess að ráða þessa gátu, og síðar voru sýnishorn send úr landi tíl rannsóknar. Þegar tæp vika var liðin frá fund- inum, tók bæjarstjórnin málið í sín- ar hendur. Var kosin gullnefnd, sem átti að annast rannsókn málsins, og var Bjöm Kristjánsson oddviti henn ar, enda manna fróðastur um málma og málmsambönd. Varð það tillaga nefndarinnar, að stofnað skyldi hluta félag til þess að nýta námuna og því látið í té námuréttindin í fimmtíu ár. Hlutabréfin áttu að kosta fimmtíu krónur hvert og bæjarbúar sitja fyr- ir kaupunum, en útlendum mönnum því aðeins hleypt í spilið, að ekki fengist nægjanlegt fé innan lands. Bærinn áskildi sér fimm hundruð krónur í leigu á ári og ágóðahlut, þegar hagnaðurinn færi fram úr fimm af hundraði hlutafjár. Þetta staðfesti svo stjórnarráðið, er jafn- framt -gekkst fyrir því, að tekið var að undirbúa sérstök námalög. Um réttaleytið um haustið var hlutafélagið Málmur stofnað af níu mönnum, og var Sturla kaupmaður Jónsson formaður þess. Keyptu stofn endur sjálfir talsvert hlutum, og með al almennings var brátt uppi fólur og fit. Að skömmum tíma liðnum hafði verið heitið hundrað þúsund krónum, en við það mark hafði hluta 940 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.