Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 6
handahófi ofan jarðar á Suðurlaiidi.
Þegar honum gafst tóm til þess að
rannsaka þennan stein, lyftist á hon-
um brúnin, því að honum reiknaðist'
svo, að nálega fjörutíu dala virði af
•gulli og silfri væri í hverri lest af
slíku grjóti. Annan gullstein hafði
hann fengið af Austurlandi. Loks var
þriðji steinninn, sem hann lét gim:
teinafræðinga skoða, og „kváðu þeir
ann vera þeirrar tegundar, að það
æri engum efa bundið, að gimstein-
ar hlytu að vera þar, sem hann hefði
verið tekinn“.
íslendingar voru ekki heldur með
ÖIlu aðgerðalausir. Þeir tóku að
dunda við að klambra saman náma-
lögunum sinum: Inntak þeirra var,
að sérhverjum skyldí heimilt að leita
málma í löndum ríkis og kirkna og
á almenningum, afréttum og öræfum,
en málmleitarbréf urðu þeir að fá,
setja tryggingu fyrir tjóni, er þeir
kynnu að valda, og eigi grafa nær
mannvirkjum, brúm eða öðru, en
130 metra. Bæri nú leit þeirra árang-
ur, áttu þeir að tilkynna fund sinn
og fá nýtt bréf innan átján mánaða
— að þessu sinni málmgraftarbréf.
Þetta var mikill bálkur og hefur sjálf
sagt kostað margvísleg heila-
brot. En því miður dæmdust þessi
fyrstu námaiög óframkvæmanleg, svo
að fitjað var upp á nýjum lögum að
örfáum misserum liðnum.
IX.
Hlutafélagið Málmur sýslaði nokk-
uð við rannsóknir hin næstu misseri.
Borvél var keypt í Þýzkalandi, og þeg
ar veikindi böguðu Þjóðverja þann,
átti að stjórria leitinni, var fenginn
til þess danskur verkfræðingur.
Komst þessi bor niður á 225 feta
dýpi. Nokkuð voru þó skiptar skoð-
anir um þessi vinnubrögð, og vildu
sumir, einkum Ditlev Thomsen kaup-
maður, láta grafa göng í jörð niður
í stað þess að bora. En hinir réðu.
Efnarannsóknarstofu hafði verið
komið upp á landsjóðskostnað árið
1906, sjálfsagt aðallega vegna gull-
fundarins, og var ungur efnafræðing-
ur, Ásgeir Torfson, ráðinn til þess
að veita henni forstöðu. Rannsakaði
hann mörg sýnishorn og fann gull
í öllum sýnishornum úr lagi er var
133%til 135y2fet í jörðu níðri. Þar
að auki fannst siifur, bæði ofan og
neðan við gulllagið, og sink í tveim-
ur allþykkum lögum. Þótti þetta
koma mjög heim við það, er Björn
Kristjánsson, Erlendur gullsmiður
Magnússon og Arnór Árnason höfðu
áður sagt. Saml sem áður voru sýn-
ishorn send utan til frekara öryggis,
og var eitt þeirra rannsakað í Berlín
af þýzkum efnafræðingi í viðurvist
Guðmundar Hlíðdals. Var gulimagn
í því sem svaraði fjörutíu og fimm
grömmum í lest. Þóttu það tíðindi,
er Guðmundur sagði Sturlu Jóns-
8yni, að það væri þrefalt meira gulÞ
magn en í námunum í Suður-AfríktL
Hins var þó jafnframt getið, að sýn-
ishornið hefði verið of lítið til þew,
að miklar ályktanir yrðu af
því dregnar.
Kostnaður vlð gullleitina var nú
orðinn allmikill, og var þó sýnt, að
meira þyrfti við, áður en vinnsla
gæti hafizt. Sænskt félag, sem leitað
var til, kvað þurfa tvö hundruð og
fimmtíu þúsund krónur til þess að
hrinda gullvinnslu í framkvæmd und-
ir Öskjuhlíð. Var leitað eftir því við
Svía, að þeir legðu fram fé í þetta
fyrírtæki, en þeir gáfu þess ekki
kost. Þá var leitað hófanna í Englandi
og Þýzkalandi við dræmar undirtekt-
ir á báðum stöðum. Við það sat sum-
arið 1908.
Aftur á móti gerðust íslenzkir
menn, sem komizt höfðu í kynni við
námagröft í öðrum álfum, æ áhuga-
samari um auðæfin í skauti jarðar-
innar. Einn slíkra manna, Sigurður
Jósúa Bjömsson frá Bæ í Miðdölum,
hafði komið heim sumarið 1907 eft-
ir þrjátíu og fjögurra ára dvöl í
Vesturheimi. Er ekki ósennilegt, að
hann hafi komið hingað í fylgd með
tuggugu og níu íslendingum, sem þá
sneru heim fyrir fullt og allt, marg-
ir eftir langdvalir vestan hafs. Er-
indi Sigurðar var að leita að kola-
námum, og var hann hér við slíkar
rannsóknir 1908, eínkanlega í heima-
högum sínum, og fann þá sex feta
þykkt kolalag skammt ofan við sjáv-
armál í landareign Níps á Skarðs-
strönd.
Annar maður og lengra að rekinn,
Steingrímur Tómasson Klog frá Ráða
gerði, er lengi hafði stundað gull-
gröft í Ástralíu, kom hingað sumar-
ið 1908 og gerði þá uppgötvun, er
vart þótt minni tíðindum sæta en
Öskjuhlíðargullið þremur árum áður.
Svo var mál með vexti, að við á þá,
er skiptir löndum millí Þormóðsdals
og Miðdals í Mosfellssveit, er kvarz-
æð, og allmörgum árum fyrr en hér
var komið höfðu Miðdalsbændur,
Einar Guðmundsson og Gísli Bjöms-
son, fengið grun um, að þarna kynni
að leynast gull. Benedikt Gröndal
var náttúrufræðingur og hafði skrif-
að steinafræði, og leituðu þeir Mið-
dalsbændur tll hans með steina úr
kvarzæðinni. En hann var enginn
gulltrúarmaður og talaði oft af
megnri fyrirlitningu um framfara-
kjaftæðið. Urðu þau svör hans, að
ekki væri gull, sem neinu næmi í
þeim steinum, er honum voru sýnd-
ir. Lá þetta síðan niðri um skeið.
Hinar míklu orðræður um gull og
námaauðæfi, ,sem gusu upp 1905,
urðu þó til þess, að farið var að
gefa kvarzæðinni gaum á ný. Þótti
bera vel í veiði, er Stéingrímur Klog
kom, og var hann fenginn til þess
að líta á hana. Hann var skjótur til
svars, og fóll dómur hans mjög á
annan veg en úrskurður Benedikts
Gröndals: Hann fullyrti, að þarna
væri gull, enda hagaði mjög svipað til
og í mörgum gullnámum í Ástralíu,
þar sem hann hafði starfað.
Þriðji maðurinn, sem var hér þetta
sumar, kominn um langa vegu og
vota til þess að sinna námamálum,
var kunningi okkar, Arnór Árnason.
Hann var beinlínis kominn til þess
að forvitnast um hagi hlutafélagsins
Málms og ýta undir stjórn þess. Trú
hans á gullnámu Reykvíkinga var sízt
minni en áður, og þegar hann fékk
glöggar fréttir af gullsteininum í
Mosfellssveitínni og hafði litazt þar
um, þóttist hann samstundis sjá, að
þetta myndi vera sama æðin og við
Öskjuhlíðina. í leiftursýn sá hann
hvers kyns mundi vera: „Með öðr-
um orðum: Hér er um eina gull-
breiðu að tala á misjafnri dýpt og
þykkt eftir því, hvernig hún hefur
ummyndazt á eldöldinni."
Gullmolarnir lágu ekki ofan jarð-
ar, en það var eins líklegt, að ann-
að yrði upp á teningnum, þegar
kæmi niður í jörðina. Arnór gerði
sér enn meiri vonir en fyrr um það,
að þar hefði gullið runnið saman í
lög: „Á þrjú til fjögur hundruð feta
dýpi ætti að mega hitta fyrir hrein-
an málm.“
Þetta var sannkallað gullár, en þó
áraði ekki vel fyrir gullnema. Land-
ið logaðí í deilum út af uppkastinu,
áróðursmenn stjórnmálaflokkanna
gengu berserksgang á fundum og
kappræðum linnti ekki. Það var tæp-
ast, að blöð landsins gætu skotið fá-
um orðum um gullið undir fótum
manna inn í dálka sína. Þetta gekk
fram af Arnóri, sem þó var mörgu
vanur í samskiptum landa sinna fyr-
ir vestan hafið, sjálfur ótrauður þátt-
takandi í hinum spaugilegu heiftar-
deilum Vestur-íslendinga um krikju-
mál sín.
Arnóri fannst lítið til um athafn-
ir gullfélagsmannanna. Rannsókn þá,
er gerð hafði verið, taldi hann lít-
ilvæga, og þó var hitt verra, að ekki
blés byrlega um framhaidið. Aðeins
lítið af því hlutafé, sem heitið hafði
verið í upphafi, hafði innheimzt, og
handbært fé var þrotið. Það var nokk
urn veginn ljóst, að þau uppgrip
gulls, sem Arnór lét sig gruna, að
jörðin geymdi, fengju að liggja þar
óhreyfð. Hann hvarf á brott, gram-
ur og hneykslaður, og er ekki ólík-
legt, að honum hafi þótt ásannazt
amlóðaháttur og vesaldómurinn á ís-
landi, sem Lögberg og Heimskringla
höfðu lengi klifað á. Hann sá í anda
þessa þjóð veslast upp: „Er fyllsta
sanngirni í því að ímynda sér, að
Eskihlíðarnáman verðí aldrei opnuð
af íslendingum sjálfum né með ís-
lenzku fé. Og fari svo, er íslenzkri
tungu og þjóðerni hætta búin.“ Sú
var ályktun hins vonsyikna gullieit-
942
T í M 1 N N — SUNN UDA(»SBLAÐ