Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 15
fiskiró'ðri. En á því herrans ári 1964 eru ekki aðrir eftir í dalnum en tveir einsetumenn, sinn á hvorum bæ, og sér ekki á mílli þeirra. Annar situr á Uppsölum frammi í dalnum, hinn í Melshúsum niðri á sjávafbakka. Ég kom í Selárdal í öndverðum ágústmánuði í sumar. Þangað ligg- ur bílvegur frá Bíldudal, ef bílveg skyldi kalla, því að sá vegur mun á köflum vera langlakasti vegur á Vestfjörðum, og er þá mikið sagt. En það er alkunna, að sá landshluti heíur til skamms tíma búið við harla illt vegakerfi, enda eru aðstæður bar til vegagerðar að mörgu heldur örðugar víða. í Barðastrandarsýslu er mikið um vonda vegi, til dæmis getur varla heitið, að nokkurs staðar sé samfelldur langur kafli vel góður á allri leiðinni frá Bjarkarlundi til Vatnsfjarðar, þótt Þíngmannaheiðin taki þar út yfir allt annað. Og ekki er vegurinn um Suðurfirði til þess að að stæra sig af. Það skal þó tekið fram til að full- nœgja öllu réttlæti, að á Vestfjörð- um eru ekki aðeins vondir akvegir. Þar er líka eínhver ágætasti bílvegur landsins, vegurinn frá Vatnsfjarðar- skálanum til Arnarfjarðar um Horna tær og Dynjandiheiði. Væri fleiri veg slíkir í landshlutanum, myndu Vest firðingar ekki-kvarta. En því er mið- Ur. að slíkar góðbrautir heyra til und- antekninganna þar um slóðir. En þótt vegurinn um Ketildali sé ekkert ágæti, má samt skrölta hann alla leið út í Selárdal. Fyrsti bær, sem komið er að, er Neðribær, en hann og nýbýlið Grund eru einu bæ- irnir innan ár þeírrar, sem fellur um dalinn og einu sinni hefur heitið Selá, en er nú kölluð Selárdalsá fram an til, en Neðribæjará, þegar nær dregur sjó og Neðribæjarlandi. Höf- uðbólið sjálft, Selárdalur stendur nokkru framar í dalnum á myndar- legum hól, þar eru að sjálfsögðu öll hús uppistandandí, eins og reyndar á flestum býlum í dalnum, þótt íbú- ana vanti. Kirkja stendur þar líka, og var hún endurbyggð fyrir fáein- um árum, og kostuðu gamlir sóknar- menn, nú flestir komnir til Reykja- víkur, þá viðgerð. Hvort nokkurn tímann hefur verið messað í kirkj- unni síðan hún var endurvígð eftir þá viðgerð, veít ég ekki, en það get- ur ekki hafa verið oft. Því að í Selár- dal eru engir til þess að hlýða messu lengur, nema einn aaður, og hann hefur sína eigin kirkju fyrir sig. Selárdalskirkjan nýviðgerða er nefnilega ekki eína kirkjan í daln- um. Niðri á sjávarbökkunum hjá Mel stað stendur önnur kirkja, og það hús hefur ekki verið byggt fyrir sam skot landflótta manna, heldur hlaðin hörðum höndum gamals manns. Eig- andi hennar heitir Samúel Jónsson, og hann situr í Selárdal öll sumur, en hefur vetursetu á Bíldudal. f Sel- árdal unir hann víð að byggja hús og gera önnur listaverk, önnur segi ég, því að liúsin eru listaverk líka. Samúel er bæði málari og mynd- höggvari, og hann byrjaði á því að reisa sér hús, sem skyldi þéna sem íveruhús og listasafn. í það hús hefur hann þó hvorki flutt sjálfan sig né myndirnar, því þegar það var nokk- urn veginn fullgert, tók hann að reisa kirkjuna, sem myndirnar eru nú í. Sjálfur býr hann í þriðja hús- inu, sem var fyrir á staðnum, en hann hefur stækkað og endurbyggt að nokkru leyti. Þessar þrjár bygg- ingar eru einna svipmestar í Selár- dal. Samúel gekk með mér um safnið, sýndi mér málverkin í kirkjunni og leíddi mig að húsabaki, hvar hann hefur fyrir komið tréskúlptúrum. Hann sagði mér, að myndlistaráhug- inn hefði fylgt sér frá æsku, en hins vegar hefur hann farið algerlega á mis við alla menntun í þeirri grein aðra en þá sjálfsmenntun, sem áhuga menn verða sér stöðugt úti um. Ég veit ekki, hvaða dóm listfræðingar leggja á myndir Samúels, en hitt virð ist mér augljóst, að hann bafi verið búin miklum hæfileikum og ó- svikinni köllun, þótt erfiðar að- stæður hafi ekki leyft hon- um að þroska það, sem skyldi, er í honum hefur búið. Nú er hann orðinn gamall maður, náði átt- ræðisaldri um miðjan september, en Framliald á bls. 957. T I M | N N — SUNNUDAGSBLAÐ 951

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.