Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 11
Nú tilkynnti hann mér hranalega, a8 ég væri asni, hratt mér til hhð- ar og tók sjálfur að reyna að leysa reipið — reif upp í nöglina á þum- alfingrlnum, bölvaði og skar á hnút- lnn. Mér leið helcjur skár. Hann rétti mér skorinn endann. „Haltu á þessu,“ sagði hann. „Ég ætla að skríða undir jeppann og binda það um öxulinn." Hann gaf flóðhestinum hornauga. „Hann ætti bara að reyna að rífa öxulinn und- an,“ rumdi í gamla manninum. „Réttu mér reipið, þegar ég er til- búínn.“ Svo tróð liann sér inn undir bíl- inn að aftan. Ég leit til tjarnarinnar. Skyndilega fann ég einhvem óskilj- anlegan, heitan loftstraum leika um háls mér að aftan og snerist á hæU. Mér hefur stundum dottið það í hug, hvort nokkuð getí verið líkara því að fá yfir sér brimöldu af blá- sýru en að standa allt í einu í tólf þumlunga fjarlægð augliti til auglit- is við fullvaxinn flóðhést: Blóðrauð- ar glyrnur, sem bræðin skín úr, ásýnd, sem minnir á ófreskjur for- sögunnar, ofboðsleg fyrirferð trölls, sem er hálf þrlðja lest að þyngd og albuið til leifturáhlaups. Vænt tré var fast við hliðina á mér. Ég upp í það á einum milljón- asta úr sekúndu, starði síðan niður, stjarfur af skelfingu. Augun ætluöu beinlínis út úr höfði mér. Ég eín- blíndi á nykurkúna, sem enginn vissi, með hvaða atvikum hafði sprott ið upp fast við öxl mér. Hún blim- skakkaði augunum kæruleysislega til mín, um leið og hún sneri sér við. Þá tók hún eftir þeim hluta af lík- ama föður míns, er stóð undan jepp- anum, og lafit niður til þess að hyggja að honum. Þetta var hryllilegt. Þama hékk ég uppi í trénu, ámllaus af ótta, og bjóst við, að skepnan opnaði þá og þegar ógnarkjaft sinn og klippti föð- tir minn sundur fyrir neðan mittið. En hún hnusaði bara lengi og for- vitnislega. Pabbi mælti: „Hvem fjandann ertu að gera, Lalli?“ Svo hristi hann sig önuglega og hélt áfram: „Svona, fáðu mér nú reipið." Um leið rétti hann höndina Út undan bílnum. Flóðhesturinn þef- aði af henni. Faðir minn faun, að eitthvað var rétt við höndina á honum og hélt það væri reipið. „Hver djöfullinn er þetta — fáðu mér reipið, segi ég,“ mælti hann og þreifaði fyrir sér. Lófi hans lenti beint á nösum flóðhests- ins. Loks kom að því, að ég mátti mæla. „Pabbi,"' vældi ég, „skríddu inn und- ir. Skríddu inn undir." Það gerði hann ekki. Svo var sem hönd hans væri föst við trjónu skepn unnar. í stað þess að leita öryggís Inni undir bflnum, var líkt og ósýni- legt afl ýtt honum út undan jepp- anum. Þau störðu hvort á annað, óra- lengi að mér fannst, hann faðir minn og kýrin, og horfðust ærið fast í augu. Þá lét pabbi sig hafa það að hlæja. En flóðhesturinn þefaði lengi og rumdi og blés í rannsóknarskyni — blakaði svo eýrunum. Faðir mínn reis á fætur með hægð og tautaði kumpánlega: „Og angagreyið — gamla kellan." Það var rétt eins og hann yrði að stilla sig svo hann færi ekki að klappa henni á kollinn. Þá opnaði nykurkýrín loksins gin- ið. Það, sem næst bar til, gerðist með svo skjótum hætti, að ég hafði ekki við að horfa á. Það var nú til skamm- ar, en þarna var pabbi rétt fyrir neð- an mig í trénu og greip andann á lofti. „Upp með þig, asninn þinn, hærra,“ hrópaði hann, og ég grenj- aði: „Ég get það ekki, ég er fastur.“ Svo birtist faðir minn með dularfull- um hætti á greininni fyrir ofan mig, og nykurinn horfði ólundarlega upp til okkar, eins og hann iðraðist mest að hafa ekki haft sig í að fá sér bita af mannakjöti meðan þess var kostur. En hafi kusa hugsað sem svo, hef- ur það rétt aðeins hvarflað að henni, því að hún sneri sér fljótlega að MWBMUMBDsgHni Tortryggileg fjársöfnun. Framan af öldinni voru hér iðu- lega á flakki menn, sem létust fara þeirra erinda að safna fé handa þjóð flokkum, er sætt liefðu ofsóknum. Munu einnig hafa verið mikil brögð að slíku í nágrannalöndunum. Mjög oft þóttust þessir menn vera frá Armeníu, þar sem kristnir þjóð- flokkar sættu hinum mestu afarkost- um af hálfu Tyrltja, og varð þeim vel til fjár, enda tíðar og átakanlegar frásagnir í blöðum þeirra tíma af hörmungunum, er gengu yfir Armena. En þá var galli á þessum fégjöf- um, að enginn vissí í rauninni, hvað an mennirnir voru og þaðan af síður, hvort nokkrar líkur voru til þess, að peningamir kæmust til hins nauð- stadda fólks. Mun langoftast eða jafn vel ævinlega hafa verið um að ræða ævintýramenn, er höfðu góðvild al- mennings að féþúfu og hirtu sjálfír þá fjármuni, er gáfust. fiskatjörninní og drundi við. Kálfurinn vældi á móti og teygði sig. Móðir hans — því að það hefur þessi seinni gestur hlotið að vera — rumdi aftur og nú öllu ákveðnar Þá reis litlí nykurinn á fætur með semingi, vagaði upp úr tjörninni ot ruddist með miklu traðki eftir endi- löngu dalíubeðinu hennar móður minnar. Þegar kálfurinn kom til kerlu, beit hún hann, ekki harkaleg: en nógu fast til þess, að kálfurin rak upp hátt hljóð, stökk til hliða og tók á harðasprett niður til árinn ar. Móðirin brokkaði á eftir honum, án þess að virða okkur viðlits. Þegar þau fóru fram hjá trjánum, hristi kálfurinn hausinn, og lykkjan smokkaðist fram af honum. Að and- artaki liðnu voru mæðginin bæði horfin. Við klifruðum niður og lötruðum inn í bæ. Hvorugur mælti orð frá vörum. Fyrsta hryðja regntímans reið ein- mitt yfir næstu nótt, og flóðhestarn- ir fluttu síg úr hyljum árinnar. Þeir komu aldrei aftur. En fimm ár liðu, þar til faðir minn dirfðist að gorta af því, að hann hefði kennt þeira að skammast sín. Hann varaðist allt- af að líta til mín á meðan hann sagði þá sögu. Jóhann Bjarnason þýddi. Nú kunna menn að álykta, að þess ir náungar hafi ekki riðið feitum hesti frá garði íslenzkrar alþýðu á þessum árum, svo fastheldnir sem menn voru að jafnaði á fé sitt og peningavelta lítSl. Þetta er þó mis- skilningur. Þeim varð vel ágengt, og sumum mun hafa tekizt að draga saman stórfé hér á landi. Skal eitt dæmi nefnt þessu til rökstuðnings. Sumarið 1912 fór um landið mað- ur, sem kvaðst vera sýrlenzkur. Var það saga hans, aö landar hefðu orðið fyrir svívirðilegum árásum ræningja- flokka, er fóru með morðum og rán- um, og væru þeir, sem eftir lifðu, bjargarþrota, svo að ekki lægi annað fyrir þeim en verða hungurmorða, nema liðsinni fengist. Þessum manni voru gefnar tvö hundruð krónur á örskömmum tíma í þremur hreppum í Mýrasýslu. Um þetta leyti kostaði' gott kindakjöt tuttugu aura pundið «3a þar cm bil. Að austan og vestan T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ 947

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.