Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 18
um við lengi róið, þegar varð eins og Hjálmar sagði: „Eitthvað snerti kaldan kjöl, kippir leið af stafni.“ Og fóstri hans botnaði jafnskjótt: „Okkar beggja ferjufjöl flýtur i drottins nafni. Samt var það ekki hrefna sem itom undir kjölinn hjá okkur, heldur höfð um víð róið upp á flúðina. Og þó okkar ferjufjöl flyti í Drottins nafni eins og þeirra Hjálmars og fóstra hans, þá hallaðist hún nú ónotalega. Hellti hún í einu vetfangi öllu laus- legu úr sér — svarðarpokununv, plikt unura og austurtrogi íú. Árarnar lét- um við lausar í fátinu, sem á okkur kom, ug nú hyolfdi Eilífðinni. Við færðumst í kaf sem snöggvast, en misstum ekki tak á henni. og von bráðar sátum við báðir á kili. Svarðarskánirnar komu upp, rétt eins og fuglar, sem bafa stungið sér eftir æti, og flutu þarna allt í kring og létu töluvert yfir sér. En við höfð enga tilhneigingu til þess að dást neitt að þeim. Hafið bauð okkur sinn bláa, blíða faðm og bauðst til þess að búa okk- ur mjúka sæng á mararbotni, þar sem okkur skyldi dreyma vel og lengi. En frekur er hver til fjörs- ins, eins og oft hefur verið sagt. Við víldum heldur klóra í bakkann á meðan við hefðum þrek til. Höfum líklega hugsað líkt og karlinn, sem var svo hreinlyndur að kannast víð, að hann kærði sig ekki neitt um að deyja og sagði: „Ég veit, hvað ég hef, en ekki hvað ég hreppi." Það var minnsta kosti svo um mig, að mátt hefði ég segja: „Sýndist mér heimur fagur vera þá“. En Eilífðin vildi ekkert hafa með okkur. Hún velti sér um hrygg hvað eftir annað eins og svitastorkinn hestur úr moldarflagí. Hún vildi ekki vera með okkur á bakinu og neytti allra bragða að koma okkur af sér. Þetta gekk lengi, að Eilífðin sner- ist um sjálfa síg. Einhvern tíma hef ég gizkað á, að það' 'iafi verið einum þrjátíu sinnum, en ég fullyrði samt ekki, að það hafi verið svo oft. En við vorum, fannst mér, farnir að fá töluverða æfingu í að fikra okkur með fingurgómunum upp eftir súð- arskörunum tíl þess gð ná taki á kilinum og skreiðast upp á hann. Áreiðanlega hefðum við farizt þarna, ef ekki hefði verið eins ládauður sjór og var. Svo kom að þvi, að Bjarai losnaði við skipið. Stóð hann upp á endann í sjónum, rétt við 'ramstefnið, líkt og hann træði marvaðann. Hvorugur okkar kunnu þó neitt að fleyta sér. Rétti hann í áttina til mín báðar hendur, og augunum, sem störðu á mig gleymi ég aldrei. Þó kom ekkert orð yfir varir hans. Reyndi ég nú að þoka mér eins tæpt fram og ég komst hélt með annarri hendinni um kjöl- inn aftur fyrír mig, en gat seilzt til hans með hinni og náði aðeins í fremstu kjúkuna á einum fingri hans. Reyndist það nóg til þess að færa hann svo nálægt, að hann náði sjálf- ur tökum á Eilífðinni og komst enn á kjöl. í þetta eina skipti var Eilífð- in kyrr á hvolfi þó nokkur augna- blik í einu. Nú datt Bjarna i hug að stinga negluna úr — skeð gæti að hún ylti svona vegna þess, að hún lokaði loft undir sér í hvert ..kipti, sem henni hvolfdi. En bæði var það, að við höfðum barið negluna með steíni og svo voru fingurnir að verða hálf- loppnir. Samt tókst að ná neglunni úr, og eftir það hætti báturinn að velta og við fórum að hrópa af öll- um lífs og sálar kröftum á hjálp. En það heyrðist ekki tíl okkar — bæði var æðilangt til mannabústaða og svo mun fólk ekkert hafa verið að flýta sér á fætur á sunnudags- morguninn. Æðitími leið svona, án þess við yrðum neins varir, sem benti til þess, að eftlr okkur væri tekið. En svo sáum við allt í einu mann. Hann rölti þarna út eftir bökkunum: Hann hlaut að sjá okkur og vera bú- inn að heyra köllin í okkur líka. En hann fór hjá eins og Levítinn forð- um daga. Þegar hann var seinna spurður, hvers vegna hann hafi ekki brugðið við og hjálpað nauðstöddum mönnum, svaraði hann því til, „að þeim hefði verið andskotans mátu- legt, þó að þeir dræpu sig þarna fyr- ir að vera að asnast þetta á sunnu- dagsmorgni." Enn leið stund. Ekki leið okkur mjög illa þarna á kilinum því að veðrið var gott. áamt sótti nú að okkur kuldi, fingurnir voru orðnir stirðir og kaldir og takið, sem við höfðum á kjaltrénu, ótraustara en áður. Sáum við þá, hvað maður kom og fór inn bakkann. Þekktum við, að það var sjómaður frá Geitavík og hét Halldór. Strax þegar hann tók eftir okkur, greikkaði hann sporið inn í þorpíð Bakkagerði og sagði til okkar á Sæbakka — fyrsta húsinu, sem hann kom að. Var brugðið skjótt við þar, hrundið fram bát úr fjörunni þar fyrir neðan og róið knálega í áttina til okkar. Ef einhver hefði spurt mig á þá leið, hvað helzt hefði farið um huga mínn á meðan við vorum þarna í tvísýnu um líf okkar, er iíklegast, að mér hefði þótt spurningin nærgöngul og ekki svarað henni. In nú er ég orðinn gamall að árum, og ekki eins dulur og áður að láta uppi hugsanir mínar. Eg get sagt hiklaust, að ég var ekkert hræddur á meðan á þessu stóð, og ekki varð ég heldur var við hræðslu hjá félaga minum, nema ef vera skyldi, þegar hann missti takið á skektunni. Við urðum að hafa all- an hugann við að halda okkur. En eftir þetta fór ég varla svo á flot, að ég væri ekki svo að segja með lífið í lúkunum, ef báturinn nálgaðist boða eða blindsker, einkum þó á þessum sömu slóðum. í hvert skipti, sem við kaffærðumst fannst mér eins og vera sólskin niðri í sjónum, þó að sólskinlaust væri fyrri hluta þessa dags. Sannar- lega bjóst ég við að missa takið á Eilífðinni þá og þegar, á meðan hún valt sem mest. Hugur minn dvaldíst þá heima hjá móður minni, en hún hafði áður misst í sjóinn tvo bræður sína og fallizt mikið um það. Ég vissi, að það myndi ganga nokkuð nærri henni, þegar hún frétti um afdrif mín. Ég held, að ég hafi einu sinni eða tvisvar kallað „mamma, mamma mín“, þótt enginn hafi heyrt það nema líklega guð. Og svo er réttast að kannast við, að það muni vera erfitt fyrir tvítugan ungling að fleygja frá sér, eins og útslitinni flík, allri veraldarvon á fáeinum augnablikum, einkum ef manni finnst maður eygja sólskinsbletti framundan. En nú var björgunarbáturinn kominn til okkar. Á honum voru Stefán Hannesson, formaður hjá Agli Pétri Einarssyni, Halldór frá Fuglavík, háseti Stefáns, Þorkell Jóns son í Bakkastekk og Aðalbjörg Ein- arsdóttir, systir og ráðskona Egils Péturs. Vel gekk að koma okkur yfir í björgunarbátinn. Eilífðin var látin eiga sig þarna í bili, en sótt seínna og komið til skila, og róinn lífróður með okkur inn í Sæbakkafjöru. Þar tóku tveir menn hvorn okkar á milli sín og báru okkur upp úr fjörunni og inn í ,íbúð þeirra systkina, Aðal- bjargar og Egils Péturs. Voru þar höfð röskleg handtök við að draga af okkur vosklæði, og síðan vorum við látnir ofan í hlý rúm, sem hituð voru með vatnsflöskum og breiddar yfir okkur tvær sængur. Við höfðum líklega hrakizt í sjónum á annan klukkutíma, en eigi að síður hresst- umst við fljótt. Sagan um hrakning okkar flaug hús úr húsi í byggðarlaginu, og prest urinn, séra Einar Þórðarson, sem þá átti heima á Bakka, kom að vitja okkar. Heyrði ég, að hann sagði /ið Aðalbjörgu, að Halldór skylfi hraust lega og væri engin hætta með hann, en Bjarni myndi orðínn kaldari. En báðir hjörnuðum við við og gátum rölt heim síðari hluta dags. Vorum við þá í lánsfötum -g heldur fram- lágir, þó að við hrósuðum happi yfir því, hve vel við höfðum sloppið frá eilífðarmálunum í þetta skipti. 954 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.