Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 17
kunnátta átti að duga í þessa ferð, því að logn var og sjór kvikulaus. Hrundum við nú Eilífðinni á flot, rerum fram úr lóninu og inn með landi og lentum í svonefndum Kringlubás, rétt þar fyrir neðan, sem svarðarhlaðarnir stóðu á Geitavíkur- bökkum. Bundum við Eilífðina þar við klöpp á meðan við vorum að láta í pokana, en að því vorum við œði stund. Síðan bárum við þá ofan é klöppina og hlóðum þeim öllum á skutinn, því að í hinum rúmunum þurftum við að róa. Var þetta all- mikið háfermi, en ekki var Eilífðin hlaðnari en svo, að hún hafði breitt borð fyrir báru. Vorum við nú til- búnir að halda heim, leystum land- festar og ýttum frá klöppinni. Meðfram allri strandlengju Borg- arfjarðar er skerjótt mjög — boðar og blindsker liggja í leyni hingað og þangað. Kunnugir geta þó varazt þau, og ef kvika er, segja boðarnir flest- ir til sín sjálfir. Þarna undir Kringlu bás er einn slíkur boði, sem kemur upp úr á fjöru, en hverfur í sjó á flóðinu. Nú var hann sennilega ekki hættulegur, því að komið var fast að háflæði. Segi ég samt við Bjarna: „Ætli sé ekki réttast fyrir okkur róa hérna suður úr vogunum, þar til kemur út fyrir boðana?“ „Þess þarf ekki,“ .egir Bjarni, „Það flýtur yfir allt núna“. „Hvað sjómennsku snerti hafði ég heldur meira traust á Bjarna en sjálfum mér, og ég samþykkti þetta með þögninni. Þá var ég ekki nú ekki alveg viss um, að öllu væri óhætt. Settumst við nú undir árar og tökum oakföll mikil, svo að drjúgur skriður Lom á Eilífð- ina. Einhver munur var nú betta eða vera að paufast með einn hest í taumi. Stefndum við út'og austur úr vognum í áttina heim. En ekkí höfð- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 953

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.