Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 11.04.1965, Page 9
[ jarðskjálftanum í Skoplje máttl ekki einungis sjá sorg og örvæntingu, heldur einnig umhyggju og blíðu. Jafnvel alókunnugir menn reyndu aö hugga þá, sem verst báru sig. Tíminn hafði staðið í stað. Öld leið af öld, án þess að teljandi breyt- ingar yrðu. Þó að kynslóðir kæmu og færu, lifðu þær í raúninni sama lífinu upp aftur og aftur. Hin austur- lenzki miðaldasvipur í Makedóníu var óhagganlegur. Þáttaskilin urðu loks fyrir tuttugu árum eða þar um bil. Hrellt og þjak- að fólkið eignaðist nýjan draum: Júgóslavía skyldi rísa úr rústum. Ör- magna eftir hræðileg hjaðningavíg beit það á jaxlinn og hófst handa. Skæruliðar, sem leynzt höfðu í fjöll- um og skógum, köstuðu frá sér byss- um sínum og tóku sér haka og reku í hönd. Ef þjóðin einbeitti sér, gat ein kynslóð rutt veginn, gert hinni næstu kleift að komast til framtíð- arlandsins. Þessi kenning fékk einnig hljóm- grunn í Makedóníu. Unga fólkið hreyfst af henni, og það var hafizt handa um að gera borgina við Vard- arfljót, Skoplje, stærstu borgina í sunnan verðri Júgóslavíu, að mið- stöð hins nýja samfélags sunnan Svartafjalla. Hún var flakandi í sár- um eftir átök Júgóslava við hina þýzku kúgara sína á styrjaldarárun- um, og í rauninni varð í sumum hverfum að reisa allt frá grunni: Og nú voru reistar verksmiðjur, hverfi nýrra íbúðarhúsa, skólar og sjúkrahús. Borgarbúum fjölgaði til muna, og brátt voru þeir 270 þús- und. Blöðin höfðu varla.rúm fyrir annað efni en eggjanir til fólksins, \ IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 321

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.