Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Síða 2
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: íltíngaleikurínn við ána Smalaraunir hafa fylgt íslend-, ingum allt frá landnámstíð. Þó hafa farið af þeim færri sögur en mörgum öðrum hrakningum, og um flestar þeirra hefur enginn vitað nema sá sem í þeim lenti, hvað þá, að þær kæmust á skrá, og margar þeirra enduðu með með þessari kunnu athugasemd, að „fátt segir af einum,“ sem stund- um fannst seint eða aldrei neitt tetur né tangur af, hvað þá, að nokkur vissi hvað þessi einstakl- ingur hafði barizt hraustlega og æðrulaust, áður en hann beið ósigur. Enn eru til staðar smala- raunir á landi okkar, en með breyttum tímum fækkar þeim og þær léttast. Sú litla frásögn, sem ég skrái hér, telst varla til rauna, og átti ég margar erfiðari, en hún er ofurlítið sérstök: Siðustu ár mín i Lundi í Lund- arreykjadal var þar engin kind á heimili vegna mæðiveikinnar, — en smala varð ég auðvitað landið á skiladögum. Seint í desember (líklega 1939) frétti ég að Oddgeir á Múlastöð- um ætti gráa á í óskilum ein- hvers staðar á hálsinum á milli dalanna. Ég gaf mig lítt að því, þar sem ég hugði það vera á, sem Oddgeir átti frá Lundi: Þó nokk- ur snjór væri kominn, var ágæt jörð, og ærin ætti að rata heim að húsunum, ef hún þættist eitt- hvað vanhaldin. Á milli jóla og nýárs var ég í smiðju að slá járn, rétt eftir há- degi, þegar minn ágæti nágranni, Þorsteinn Kristleifsson á Gullbera stöðum, kom til mín. Hann sagð- ist hafa séð ána, sín megin landa- merkja á hálsinum og hafa ætlað að handsama hana. En hundhvutti af skozku kyni, sem hann átti, hafði hlaupið í hana og þvælt í svokallað Hrafnagil, sem skiptir löndum á milli Lundar og Gull- berastaða. Komst hún niður á klettasyliu og stóð þar kyrr, ráðin í að vera þar lengi. Bað hann mig að koma og hjálpa sér að handsama hana. Ég var á skyrt- nnni að slá járnið, ég drap eM- inn, fleygði yfir mig nankinsjakka utan yfir skyrtuna og tók í hönd stuttan, traustan staf með ágæt- um broddi. Gengum við síðan upp að gilinu, sem er nær jafnlangt frá báðum bæjunum og stutt leið að því. Kom okkur saman um að ég færi upp gilbotninn og reyndi að styggja ána upp, en hann gengi upp austan við gilið, og tæki við henni þegar hún kæmi. Gilið er hömrótt, á lengstum hluta gljúfur, torfært, þeim sem ekki eru brattgengir, — en það var hvorugur okkar, botn þess er þó lengst all-greiðfær. Gekk ég svo upp eftir gilbotn- inum. Þar sem ærin stóð, hagaði svo til, að neðst var urð, ekki stórgrýtt, en ofar voru harðir mó- hellufláar. Svo komu stakir, fastir steinar og klettar, en þá samfellt klettabelti, og á Stalli, nær efst í því, stóð ærin. Þar ofan við var hengibrött hjarnfönn, en hún var ekki alveg eins brött dálítið til hliðar, og lá upp á gilbrúnina. Veður var aðeins við kælu, logn og dimmt í lofti, þegar ég kom neðan við ána, fór ég að stugga við henni, hóa og blístra, en hún lét sem hún sæi það ekki né heyrði. Fór ég þá að klifra upp eftir. Hugsaði ég mér að komast þrautalaust svo hátt, að ég gæti kastað í hana smásteinvölum. Þetta tókst, en ekki hreyfði hún sig að heldur, hvernig sem ég lét. Birtutími er skammur um þetta leyti, og meðan á þessu stóð, tók að bregða birtu, og hrjóta mein- laus snjókorn úr lofti. Nú fór að siga verulega í mig. Ég tók að klifra fyrir alvöru, ráðinn í að flæma rolluna upp. Þetta gekk þó heldur seint, fláamir vora frosn- ir og svelldrógar í þeim hér og hvar, og ég ekki brattgengur, sem fyrr segir. Ærin var jafnákveðin sem fyrr, að standa meðan stætt væri. Loksins, þegar ég átti ekki nema góða faðmslengd til hennar, og greiðfært, tók hún viðbragð — og þá svo um munaði, því hún spyrnti við klaufum og þaut á ská til hægri upp hjarnfönnina, með undraverðum hraða, og hvarf mér upp. Ég heyrði, að hundur- inn, sem fyrr var nefndur, hljóp í hana um leið og hún kom úr gilinu. Ég lét verða mitt fyrsta, að vinda mér á stallinn, sem ærin hafði staðið á, til að hvíla mig aðeins. Meðan á þessu stóð, var orðið nær aldimmt, og mér rann fljótt reiðin. Ég sá nú að hin meinlausu snjókorn höfðu gjört mér glettu: Þau höfðu ásamt myrkrinu, hulið að mestu spor- in, sem ég hafði víða mðið að pjakka mér á leiðinni upp með stafnum. Þó sá ég ekki að>-a lík- legri leið en reyna að þreífa þau uppi — því ekki ieizt mér i fönn- ina þó rolluskömmin rynni þar upp eins og skaflajárnuð. Eg var aðeins byrjaður fikra mig ofan, þegar Þorsteinn kom aftur á brúnina og kallaði cil mín, hann sagði mér að hundurinn hefði þvælt rolluna út í myrkrið — og þar skildi með þeim. Þá spurði hann, hvernig á stæði með mig. Ég sagði honum það, en taldi engin tormerki á að ég kæm ist ofan, með tímanum. Hann bað mig í allra krafta nafni að eiga ebki við hálkuna og myrkrið, en bíða heldur eftir að hann sækti heim reipi og sendi mér spotta til þess að draga mig upp, og skyldi ekki líða á löngu, að hann kæmi aftur. Féllst ég á það, eftir nokkur orðaskipti. Settist ég þá aftur á stallinn, sem ærin hafði staðið á, en hann hraðaði sér heim. Vissi ég, að þetta var óþarfafyrirhöfn, — en gott eitt gekk honum til. Var það óvenjulegt, að smalar reyndu ekki að spjara sig hjálpar- laust, en ég hafði heitið honum að bíða, — og var því einsætt að efna það. Fór þar vel um mig. Ég sat fremur þægilega. Veðrið hélzt stillt, þó fór ég bráðlega að finna til hrolls, vegna þess að ég var heitur fyrir. Tók ég þá að rifja upp tvö löng og merk kvæði: „Draum Hannibals" eftir Sigfús Blöndal, og „Rennur heilög Eufratsá," eftir Benedikt Gröndal. Hafði ég rúmlega lok- ið því, þegar Þorsteinn kom aftur og kallaði til mín og spurði, hvernig mér vegnaðL Ég lét vel af því sem vænta mátti. Tók hann þegar að tvöfalda reipi, svo Framhald á bls. 718. 698 t I 11 I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.