Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Qupperneq 17
ÞaS er ekki satt, að Foringinn hafi kailaS hann gúmmísvín, sem yrSi að blása
upp, svo að það gæti staðiS.
menn sig í hæfilegri fjarlægð frá hon
um, fremur en aö afhjúpa hann, stilla
honum upp við vegg og sýna fram á
verðleikaskort hans og sjúkt ímynd-
unarafl — það létu menn hjá líða
Hefði það verið gert, hefði hanri ef
tíl vill sloppið við að horfast í augu
við dauðann nú.
7. og 8. september tók hann sjálf
ur við og flutti varnaræðu sína. Og
þá fengu menn að heyra nazistiskan
boðskap, afturgenginn, svo furðulega
samsetning af sannleika, hálfsann '
leika og lygi, raunverulegum stað-
reyndum og blekkingum, lyrik, brjál
æðislegu hatri, ofsóknaræði. spá-
mannslegum ' opinberunum og
ómerkilegasta skrumi, að menn ultu
út í dagsljósið, gjörsamlega yfir-
þyrmdir af öllum þessum orðaflaumi.
Þegar staðreyndir eru bornar fram
fyrir Quisling, verður hann litli
drengurinn, sem reyndi að bjarga sér
með afkáralegum skýringum, jafnvel
þótt aðstaða hans sé vonlaus. Þegar
dómarinn grípur fram í fyrir honum,
byrjar hann að stama og hökta á
orðunum, líkt og skólastrákur, sem
ekki kann lexíurnar sínar. En þegar
hann lætur hugann reika um heima
og geima, þar sem engin hætta er á
því að vitnin slái hann á fingurna,
þá verður mál hans myndauðugt og
rödd hans styrk. Hann verður Brand-
ur, sem krefst alls af vinum sínum,
áður en hann sjálfur er reiðubúmn
til þess að fórna lífinu fyrir þá. Hann
er af kóngaættum, dreymir um stór-
virki meðal víkinganna, — hann er
sannarlega ekkert skólaljós, hana er
snillingurinn, sem uppfinnur sína
eigin stærðfræði í skóla. Hann hefur
bjargað hundruðum þúsunda manns-
lifa og ráðið yfir 60% af járnbraut-
arkerfi Suður-Rússlands, — en sí-
fellt er hann ofsóttur, sífellt er hann
svikinn af vinum sínum. Já, hann
fær ekki birtan staf um stórvirki sín
I hinum öfundsjúku norsku blöðum.
Hann ferðast til Paradísarinnar í
Kákasus og verður köllun sín ljós.
Hann talar yfir Þjóðverjunun og
sýnir þeim fram á mismuninn á bú-
skap þeirra og Kákasusmanna. Hann
setur hnefann í borðið frammi fyrir
sjálfum Foringjanum, og aðeins þess
vegna skenkir Foringinn honum vin-
áttu sína. Það er ekki satt, að For-
inginn hafi kallað hann gúmmísvín,
sem yrði að blása upp, svo að það
gæti staðið, — (og nú verður rödd
hans skræk). Foringinn stóð með
honum til hinztu stundar. Það, sem
Foringinn sagði við hann á siðasta
fundi þeirra, tók af allan vafa þar
um. En þau orð, sem þá voru töluð,
eru hið dýrmætasta leyndarmál hans,
sem hann mun taka með sér í gröf-
ina.
Það er kynlegt, hvað hann veit lít-
ið um sjáifan sig og veginn til
hjartna annarra manna, þessi maður,
sem stendur þarna og reynir að
skálda sér sín eigin eftirmæli. Hann
heldur, að það vekji samhug þessar-
ar samkundu, — en nær enginn hér
inni hefur sloppið við að líða vegna
stjórnar hans — að hann las stærð-
fræði Abels á skólabekknum! Hann
tekur það fram fimm eða sex sinnum,
að hann hafi ekki orðið bitur, þegar
honum var meinað af herforingja-
ráðinu að ljúka við verk sitt með
Nansen í Rússlandi. Og hann skilur
ekki, að hinar stöðugu upphrópanir
hans og æsingurinn í rödd hans, af-
hjúpa, að hann getur aldrei gleymt
órétti, sem honum hefur verið sýnd-
ur. Hann heldur, að það stækki sig
í augum hinnar norsku þjóðar, að
hann talar hvað eftir annað um sjálf-
an sig sem vin Hitlers. Hann getur
þess hvað eftir annað,. að farið hafi
verið með sig sem kóng í Þýzkalandi.
Hann tekur það hvað eftir annað
fram, að hann hafi atdrei þegið mút-
ur, aldrei tekið neit; frá neinum, —
og þó er til fólk, sem heldur hinu
gagnstæða fram. Seinast í dag var
mér sagt frá því, hvernig hann i
eigin persónu rak prestinn í Fyris-
dal og konu hans út úr húsum sín-
um, þar sem hann sjálfur ætlaði að
enda daga sína sem sálusorgari safn-
aðar síns. Þau fengu ekki að taka
einn einasta hlut með sér, og fjöru-
tíu krónur, sem lágu á borðinu,
hurfu ofan í vasa Quislings.
— En þó kemur þessi sjálfsblekk-
ingameistari aldrei eins upp um sig
og þegar hann snýst gegn ásökun-
um um valdasýki.
— Ég, valdasjúkur! Hvernig geta
menn haldið því fram, eins og það sé
eitthvað að ráða vfir þrem milljón-
um manna!
Þegar harin kastar þessu fram, er
líkt og kaldur gustur úr ríki óraun-
veruleikans fari um salinn. Mikil-
mennskubrjflæði myndu nenn vilja
kalla þetta. En Scharfenberg, norski
sálfræðingUfinn neitar því ákveðið:
Quisling ei flæktur í lygum, segir
hann, og hann verður að teygja þær
lengra og lengra til þess að falla
ekki saman. Það er ekki sjaldgæft,
að afbrotamönnum takist að telja
sjálfum sér trú um smátt og smátt,
að þeir séu saklausir og fórnarlömb
ofsókna samfélagsins, en það er allt
annars eðlis en sá sjúkleiki sálarinn-
ar, sem getur forðað manni frá því
að dæmast fyrir afbrot.
ly'----------------
Geðveikur eða ekki, þá er Quisling
i skyldleikum við Pétur Gaut, stór-
lygarann mikla, sem bætir sér skað-
ann, sem hann verður fyrir í um-
gengni við fólk með því að gera lygi
sína að veruleika: Sjálfur er hann
keisari og þúsund sveinar hans ríða
yfir hafið til hæðanna meðan hann
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
713