Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Qupperneq 6
ir myndlistarmenn, ef þeir hefðu
efni á að menntast.
Fólkið í landinu er yfirleitt Indí-
ánaættar, en mikið blandað, meiri
hlutinn hefur þó Indíánasvip
og vöxt, ákaflega gott fólk og geð-
ugt.
Við fyrstu sýn gæti ferðamaðurinn
aldið, að þarna ríkti feikileg vel-
megun, framkvæmdirnar eru svo
miklar. Vegirnir til dæmis, þeir mega
era stoltir af þeim, þeir eru allir
að borða. Ég held að fátæktln sé al-
varlegasta vandamál, sem Mexikanar
eiga við að striða. Þeir reka mikinn
áróður fyrir lestarnámi og kennslu,
víða voru stór auglýsingarspjöld í
þeim tilgangi, alltaf mjög vel gerð.
— Hvað geturðu sagt mér um
málaralist í Mexíkó?
— Já, ekki má gleyma málaralist-
inni. Þarna eru margir sýningarsalir,
þeir eiga nokkra stóra karla eins og
Orozco, Rivera, Siqueiros, Gorman og
eteyptir og vel byggðir, halli á beygj-
um til þess að minnka slysahættu.
Ég var stundum að velta fyrir mér,
— skyldi ekki koma ómalbikaður
kafli? En hann kom aldrei, ég sá
elnu sinni holu, en þar voru lika við-
gerðarmenn að gera við hana.
Fátæktin sums staðar þarna i Mexíkó
ar þó voðaleg. Mig hryllir við til-
hugsunina um, að fólk skuli búa
svona eins og þarna. Fyrir utan
Mexikóborg eru ægilegustu fátækra-
hverfi, sem ég hef augum litið, og
hef ég þó séð þau slæm til dæmis
i Marokkó. Ef þarna kæmi frost, skil
ég ekki annað en fólkið frysi i hel,
og i rigningu fer allt á flot i mold-
arkofunum. Mig langar alltaf til að
safna liði gegn fátæktinni þegar ég
sé svona lagað, en það þýðir víst
litið. Þó sá ég aldrei þarna grind-
horað fólk, það var brúnt, nóg er
sólin, og hefur áreiðanlega eitthvað
fleiri. Einnig eru nokkrir útlendir
málarar, sem hafa fengið ríkisborg-
ararétt og þeir telja til sinna málara.
Myndir þessara eldri meistara eru
stórkostlegar, en þeir yngri — við
stöndum þeim held ég lítlð að baki.
Það er gaman að sjá, hvað þeir mála
mikið af myndum á opinberar bygg-
ingar, banka, spitala, skóla, allt þak-
ið myndum utan og innan. Oft eru
þetta hrífandi verk, þó að stundum
fyndist mér þau ef til vill óþarflega
stór, en það verður að taka tillit til
þess, að þeir eru að mála fyrir þá.
sem geta ekki lesið og endurvekja
gamla, áður lítilsvirta, list. Þeir láta
sig heldur ekki muna um að mála
geysistórar myndir á léreft, allt að
níu metra langar og sex til sjö metra
háar. Það er ekki fyrir einstaklinga
að kaupa þessar myndir.
Yngri mennirnir hafa gert upp-
reisn, smækkað myndirnar og útilok-
að söguna úr þeim og gert almenn-
ingi kleift að kaupa þær.
í Mexíkóborg sá ég útisýningar,
í garði einum í miðborginni var má ►
verkasýning á hverjum sunnudeg,
Þar komu listamennirnir með myndr
ir-sínar og röðuðu þeim upp og héld I
sig svo sjálfir einhvers staðar i njr
grenninu. Þarna voru málverk, teikn-
ingar og svartlist, mörg hundruo
myndir. Yfirleitt voru þessi verk
heldur léleg, enda mest áhugamenn,
en það er alltaf gaman að sjá svona
sýningar, og það leyndust líka veru-
lega góðir hlutir innan um.
Markaðamir eru geysilega
skemmtilegir, þar er ýmiss konar mat
ur á boðstólum baunir, kál og sósur í
mörgum döllum, kaktusar, sneiddir
og soðnir, og borðaðir eins og pönnu-
kökur. Það var hægt að sjá mikið
af skemmtilegum mótívum þarna á
mörkuðunum. Ég gerði nokkrar skiss
ur og tók myndir, en tim-
inn var enginn til að mála.
Þarna sá ég til dæmis gamla konu
með lifandi hænsnakippur í hönd-
unum, og gangandi kjötskrokka, þá
höfðu karlarnir slengt skrokkunum á
herðar sér, svo að ekkert sást nema
fæturnir niður undan, og konur og
börn innan um grænmeti voru oft efni
í fallegar myndir. Og leirmunamark-
aðurinn, fagurlega löguð ker og lit-
irnir í þeim, þetta gaf mér innblást-
ur, þó að ég vinni það ef til vill ekld
svona fígúratívt.
Ég má ekki gleyma að segja þér
frá Kristsbúðunum. Kringum eitt að-
altorgið í Mexíkóborg er fjöldi búða,
þar sem seldar eru kristilegar vörur,
men, festar, nælur, armbönd og ýms-
ir hlutir með dýrlinga og helgimynd-
um og Kriststyttum af öllum stærð-
um og gerðum. Stundum voru allt að
tuttugu Kriststyttur á einni híllu,
þær minnstu voru nokkurrra senti-
metra háar og þær stærstu um tveir
metrar. Verðið fór eftir stærð, Krist-
ur, sem var einn og fimmtíu á hæð,
var til dæmis töluvert dýrari en
Kristur, sem var ekki nema einn og
fjörutíu. Ég gæti trúað, að ég hafi
séð sex til sjö hundruð stórar Krist-
styttur á einum degi. Frekar fannst
mér þessar styttur óhugnanlegar og
lítil listaverk.
Hér er mynd af kirkju hinnar heil-
ögu meyjar frá Guadeloupe, vernd-
ara borgarinnar og landsins. Það er
heilmikil saga á bak við kirkjuna.
Hún er eitthvað á þá leið, að fátæk-
ur Indíáni fékk vitrun og
heyrði raddir. Hann fór til biskups*
ins og sagði honum, að mærin vildi
láta reisa kirkju, en honum var ekki
trúað Þá gerðist kraftaverk, og
mynd meyjarinnar birtist á skikkju
Indíánans. Var þá hafizt handa við
að reisa kirkjuna. Þessi kirkja er nú
aðalpílagrímastaður landsins. Fólkið
skríður yfir götuna og torgið fyrlr
702
T I M I N N
SUN NUDAGSBl.AÐ