Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Side 10
púðri á byssuna, áður en hann skaut í seinna sinnið. Þessari ásökun vísaði ég harðlega á bug, þar sem ég hafði ekki eina sekúndu haft augun af byssunni. — Þér eruð heppinn spilamaður! sagði ég við Vulitj. — Það er víst í fyrsta sinn, svar- aði hann og brosti drjúgur. — Ég er oftast vanur að tapa. En þetta er betra en hinsegin spilamennska. — En talsvert hættulegra. — Jæja! Trúið þér nú á forlög? spurði hann sigri hrósandi röddu. — Já, — en ég skil bara ekkert í því, núna á eftir, hvernig mér gat dottið i hug, að þér munduð deyja í nótt . . . Hann komst í uppnám strax, er ég sagði þetta, hann sem fyrir stuttri stundu hikaði ekki við að þrýsta á gikkinn í hlaðinni skammbyssu mót enni sér. — Tölum ekki meir um það, sagði hann og stóð á fætur. — Ég vann veðmálið, en mér geðjast ekki að at- hugasemdum yðar nú sem stendur. Hann tók húfuna sína og gekk út. Mér þótti fyrir þessu — og ekki að ástæðulausu. Skömmu síðar fórum við hver til sinnar vistarveru. Ég gerði mér í hugarlund, hvað talað væri um þetta sérvizkulega uppátæki Vulitjs, allir mundu stimpla mig sem harðbrjósta sérgæðing, því að ég hafði veðjað við mann. sem ætlaði að skjóta sig, eins og hann gæti ekki framkvæmt þessa ráðagerð, hvenær sem var, án þess að ég þyrfti að skipta mér af því: . . . Ég gekk heim auð myrk sundin i þessu stanitsa. Fullur máni, rauður sem eldskin, gægðist uppyfir smá- brotnar þaklínur húsanna, stjörnurn- ar vörpuðu mildum bjarma á dimm- blárri hvelfingu himinsins, og mér varð á að brosa við tilhugsunina um, að spekingar í fornöld og á miðöld- um trúðu því í alvöru, að þessi him- intungl skiptu sköpum í lítilfjörleg- um erjum mannanna, erjum um landskika eða einhvern ímyndað- an rétt. Og þó brunnu þessi kerti, sem þeir gömlu héldu kveikt ein- ungis til að blika yfir stríðum þeirra og sigrum. jafn skær sem fyrir þús- undum ára. þótt ætt eftir ætt með ástríður sínar og vonir, væru löngu komnar undir græna torfu, án þess að skilja eftir sig spor varanlegri en bálið, sem áhyggjulaus förumaður kveikir á leið sinni. En hvílíkan styrk hún hlýtur að hafa veitt forfeðrum okkar, þessi bjargfasta trú, að öll himinhvelfingin með aragrúa íbúa horfði niður á þá með þögulli en eilífri og óbrigðulli hluttekningu! Við, þessir brjóstumkennanlegu af- komendur þeirra, heimilislausir á þessari jörð, getulausir að bera trú- artraust eða guðmóð, gleðisnauðir en jafnframt óttalausir — nema við dauðann, hið óhjákva?milega, sem við getum ekki hugleitt, án þess að hjart- að herpist saman af angist, — við megnum ekki lengur að færa neina fórn, hvorki á altari vorrar eigin stopulu hamingju né meðbræðra vorra, við, sem efumst um hamingju okkar sjálfra og reikum sljóir frá einni efasemd til annarrar, líkt og forfeður okkar óðu úr einni villu i aðra, við megum sáran sakna hinn- ar huggunarríku vonar þeirra gömlu og örvandi hamingjukenndar, sem gagntók sálir þeirra, styrkti þá í stríði og veitti þeim þrek til að bjóða örlögunum byrginn . . . Þessar og þvílíkar hugsanir komu og fóru úr hugskoti mínu, og ég hélt þeim ekki fast, því ég kæri mig ekkert um að sökkva mér niður í meira og minna óhlutræn heilabrot; ég býst ekki við, að það leiði til neins. Fyrst í æsku var ég hálfgerð- ur draumóramaður; ég naut þess að verða frá mér numinn af björtum eða myrkum sýnum, sem hvikult og hams laust ímyndunaraflið kallaði fram. En hvað hef ég uppskorið? Bara þreytu og leiða, eins og maður, sem leitast við að rifja upp herfilega martröð, fyllist iðrun og gremju. Með þessu tilgangslausa grufli hef ég eytt þeim viljastyrk og þeirri sálarorku, sem þarf til að lifa lífinu. Ég hélt út í lífið um það leyti, sem ég var búinn að lifa það allt i huganum og varð þá fyrir voribrigð- um með raunveruleikann eins og maður, sem kemst yfir flata eftirlík- ingu af skáldverki, sem hann hefur lifað sig inn í og fest yndi við, og fer að lesa hana. Atburðir kvöldsins höfðu djúp áhrif á mig og röskuðu geðró minni ekki lítið. Nú gæti ég ekki sagt með vissu, hvort ég trúi á forlög eða ekki, en hitt er víst, að þá um kvöld- ið var ég sannfærður um að óumflýj- anleg forlög væru til, og þótt ég hefði verið til í að gera gys að for- feðrum okkar með sína stjörnu- speki ávallt á reiðum höndum, var ég þó í þann veginn að gerast spor- göngumaður þeirra, án þess að vita það sjálfur. Sem betur fór, stanzaði ég á þessari i.áskabraut. Ég fór eftir þeirri reglu, sem ég hef sett mér, að hafna engu algjörlega og trúa engu í blindni, og um leið varp ég há- spekinni, eins og hún lagði sig, fyrir borð og fór að líta í kringum mig. Og það var ekki seinna vænna: ég var næstum dottinn um eitthvað soll- ið og lint, en greinilega dautt, sem lá fyrir framan mig. Ég beygði mig niður og sá í tunglsljósinu, sem rétt í þessu féll á veginn — já, hvað haldið þér, að ég hafi séð? Dautt svín, höggvið þvert á bakið með kó- sakkasverði . . . Um leið og ég gerði þessa uþpgötvun heyrði ég fótatak: tveir kósakkar komu hlaupandi út úr næsta húsasundi. Annar skundaði til mín og spurði, hvort ég hefði ekki komið auga á drukkinn kósakka, sem skemmti sér við svínadráp á götum bæjarins. Ég sagði manninum, að ég hefði reyndar ekki séð hann sjálfan, en næstum verið dottinn um eitt af þessum ólánsömu fórnarlömbum ber- serksins. Svo benti ég á skrokkinn við fætur mér. — O, bölvaður þorparinn! hraut út úr hinum kósakkanum, — hann drekkur sig fullan og lemur svo hvað sem fyrir verður sundur og saman! Komdu Jeremeitj! Við verðum að ná honum áður en hann vinnur fleiri óhæfuverk . . . Þeir hlupu sína leið, og ég hélt varfærnislega áfram og náði heim I búð mína heill á húfi. Ég hélt til hjá gömlum kósakka — undirforingja — og þar kunni ég framúrskarandi vel við mig, ekki sízt vegna Nöstju dóttur hans, hún var einstaklega snotur stúlka. Hún beið mín við hliðið eins og venjulega og hafði sveipað að sér þunnu pelskápunni sinni. Mán- inn lýsti indælar varirnar, sem voru farnar að blána af næturkuldanum. Hún brosti við mér, þegar hún sá mig, en þetta kvöld hafði ég enga löngun til hennar. „Góða nótt Nastja!" sagði ég, um leið og ég gekk framhjá henni inn í húsið. Hún ætlaði að svara, en ég heyrði bara andvarp. Ég skaut loku fyrir dyrnar, kveikti ljós og henti mér á sængina. En svefninn lét á sér standa. Við fyrstu skímu dagsins sofnaði ég, en það var berlega skrifað í stjörnurnar, að ég átti ekki að sofa mikið þessa nótt. Um fjögur leytið gengu tveir hnefar á glugganum. Ég reis upp af skynd- ingu og kallaði: „Hver er þar?“ . . . „Flýttu þór, komdu þér á fætur!“ var kallað á móti. Ég brá mér í yfir- höfn og gekk út. ,Hefurðu frétt það, sem hefur komið fyrir?, spurðu þrír liðsforingjar, komnir til að sækja mig, aliir samtímis. Þeir voru náfölir. — Nei. Hvað er það? — Vulitj hefur verið drepinn. Ég stirnaði. — Hann var myrtur! Er þetta ekki hræðilegt? Komdu! Fljótur nú! — Hvert á að fara? — Komdu, við segjum þér allt á leiðinni! Við flýttum okkur af stað. Meðan við þustum eftir götunum, varð ég þess vísari, hvað fyrir hafði komið. Vulitj var á gangi i dimmu húsasundi, þegar fulla kósakkanum, sem hjó svínið í tvennt, skaut þar upp, og hefði kannski rambað burtu án þess að taka eftir Vulitj, ef hann hefði ekki farið að spyrja dónann, að hverjum hann væri að leita á þess- um tima nætur. — „Þér!“ hafði 706 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.