Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Page 4
/ Mexikó og Bandaríkjmum
Benedikt Gunnarsson listmál-
ari kom fyrir stuttu heim úr langri
ferð um Bandaríkin og Mexíkó, og
varla var hann fyrr búinn að draga
að sér andann aftur á íslenzkri grund
en við vorum kominn á stúfana að
ónáða hann.
— Ég er enn þá að jafna mig,
segir Benedikt, — borða og sofa,
það er indælt að koma heim og fá
almennilegar soðnar kartöflur, í
Mexíkó eru þær alltaf steiktar í olíu
og eyðilagðar alla vega. Yfirleitt
fannst mér maturinn þeirra hræði-
legur. Ég sárbrenndi mig í tung-
una, ef ég bragðaði á honum, það er
kryddið, chili, sem er svo sterkt, en
þeir eru færir matreiðslumenn og
ekki skortir fjölbreytnina.
Annars var ferðin stórkostleg, og
ég er eins og nýr maður. Ég var
fyrst í Bandaríkjunum og skoðaði
þar mörg söfn, aðallega í Washing-
ton og New York. Bandaríkjamenn
eiga mikið af skemmtilegum söfnum
bæði í eigu hins opinbera og eins í
einkaeign. Þeir hafa keypt mikið og
eflaust stolið einhverju, víðs vegar
að úr heiminum, talsvert er líka af
Indíána- og negra list. í Washington
er mikið af söfnum, þeir eru að reyna
að gera hana að menningar og lista
miðstöð. Hér skal ég sýna þér mynd-
ir af vinum mínum á náttúrugripa-
safninu í Washington. Risaeðlurnar
Dinosaurus og Tyranosaurus. Þessar
beinagrindur hafa þeir sett upp, þær
eru nú engin smásmíði, tennurnar í
kjötætunni eru til dæmis fimmtán
sentimetrar langar, það eru ákaflega
falleg bein í þessum skepnum. Söfn-
in eru yfirleitt mjög vel skipulögð
og uppsett og sérhver hlutur fær að
njóta sín. Þó jafnaðist ekkert á við
fornminja- og mannfræðisafnið
í Mexíkó. Ég var eins og steini lost-
inn af hrifningu, ég stanzaði og
glápti eins og krakki, og þegar ég
fór örlítið að jafna mig, held ég, að
ég hafi tautað, — ja mikið þó helviti
maður! Þetta safn er alveg nýtt og
allt saman jafn stórkostlegt, húsið,
skipuiagningin, lýsingin . . . Mikið
var notuð punktlýsing og reynt að
gera hana sem eðlilegasta og líkasta
aðstæðunum úti. Stundum kom hún
að ofan eins og sól væri hátt á lofti
annars frá ýmsum hliðum. Þarna var
ekki hægt að ganga nema eina leið,
hringferð um hverja deild, vildi ein-
hver skoða aftur, varð að fara ann-
an hring. Mér varð hugsað til safns-
ins okkar hér heima, sem verið er
að hola niður í Sveins Egilssonarhús-
inu innan um annað dót, eftir ára-
langa. legu í einhverjum kjallara.
Ég hef alltaf verið sérstaklega hrif-
inn af náttúrugripa- og fornminja-
söfnum.
Ég sá heimssýninguna í New York.
Ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum
með hana, ég hafði haldið, að hún
væri enn þá glæsilegri en raun bar
vitni, hún var ekki nógu menningar-
leg, það var hálfgerður verzlunar-
bragur á öllu Málverkasýningarnar
voru yfirleitt litlar, en þó voiu þarna
nokkur merkileg verk. Og Pieta eftir
Michelangelo var þar komin úr Vatik-
aninú. Yfir hana var byggt heilt hús,
og fólkið flutt í gegn um það á færi-
bandi til að tryggja það, að bröng
myndaðist ekki við hana.
Eg held, að það sé mikil gróska
í bandarísku listalífi, þó að ég sé ef
til vill varla dómbær á það, því a3
ég var þar svo stuttan tíma. Ég
skipti dvölinni niður á tvö lönd,
Bandaríkin og Mexíkó.
—Lágu einhverjar sérstakar
ástæður til þess að þú lagðir upp í
þessa löngu ferð núna?
— Ég hafði lengi haft hug á Mexl-
kó og grun um að þar væri ýmislegt
fróðlegt að sjá og sama má segja
um Bandaríkin.
En draumurinn varð ekki að veru-
leika, fyrr en ég fékk styrkina. Ann-
an styrkinn fékk ég frá félagi Is
700
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ