Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Síða 8
Einu sinni, fj.ir nörgum árum,
bar svo til, i ð* ég ivaldist . her-
þjónustu um íiálfs ívánaðar skeið í
víggirtu kósakkaþorpi, sem lá að
instra armi víglínunnar, en heil
órsveit fótgönguliða hafði búið um
þessu stanitsa. Við liðsforingj-
arnir styttum okkur þá stundir með
því að heimsækja hvern annan eins
og lög gera ráð fyrir og létum kvöld-
in líða við spil.
Kvöld eitt vorum við saman komn-
r hjá majór S., og þegar við gerð-
umst leiðir á vistinni og höfðum lagt
spilin til hliðar sökktum við okkur
niður í langar rökræður, sem vöktu
svo óvanalegan áhuga, að þær gagn-
tóku hvern viðstaddan. Því var hald-
ið fram, að margir Rússar væru
blindir forlagatrúarmenn, líkt og
Múhameðstrúarmennirnir, og eins og
vant er, þegar svo ber undir, kom
hver viðstaddur með mörg athyglis-
verð dæmi pro eða contra.
— Ekkert af þessu sannar nokk-
urn skapaðan hlut, sagði gamli maj-
órinn. — Ætlizt þér til, að við hinir
•’örum að trúa öllum þeim sögum,
sem þér hafið heyrt frá öðrum eða
þriðja manni: Er nokkur hér við-
staddur, sem hefur verið sjónarvott-
ur að einhverjum þessara kynlegu
atburða, sem þeir tala um?
— Nei, það er víst ekki, auðvitað
ekki, var svarið, — en við höfum
það frá áreiðanlegum heimildum.
—Þetta er tómt þvaður sagði
einn. — Hvar eru þessar áreiðan-
anlegu heimildir. Hafa æruverð-
ugir landar yðar kannski séð það
bókfell, þar sem dánardægur okkar
er skráð? . . . Nei, skaparinn hefði
getað sparað sér að gefa okkur skyn-
semi og frívilja, ef nokkur forlög
væru til! Og þó svo væri, — væri þá
nokkurt vit í að taka ábyrgð á gerð-
um okkar.?
Liðsforingl nokkur hafði setið i
8tofuhorni, án þess menn tækju eft-
ir honum, en reis nú á fætur. Hann
gekk hægt að borðinu og lét rólegt
og alvarlegt augnaráð sitt hvíla á
hópnum. Þetta var Vulitj lautinant,
ungur maður, sem bar greinilega
með sér, að hann var Serbi, eins og
nafn hans benti til.
Hann var hár vexti og dökkur yf-
litum. Hárið svart, augun svört og
ingandi, nefið stórt en reglulegt,
. .erkasta einkennið var djarfmann-
legt, en dapurt bros, sem hvarf ekki
af vörunum — þetta sérkenni allra
Serba. En samanlagt vlrtust allir
þessir di^ettir vitna um mann, sem
átti fátt sameiginlegt með þessum
félögum, sem örlög höfðu gert hon-
m að samneyta, elnstakling, sem
Jivorki gat né vildi blanda geði við
náungann.
Hann var hraustmenni dæmafátt,
og orðmargur var hann ekki, en ef
hann talaði, gat hann verið hvassyrt-
ur og hnyttinn. Tilfinningar sínar
og heimilislíf minntist hann aldrei
á. Vín bragðaði hann hér um bil
aldrei, og ungu kósakkastelpurnar,
sem eru svo fallegar, að menn geta
tæpast gert sér það í hugarlund, ef
þeir hafa ekki séð þær, — hann leit
ekki við þeim. Það var raunar full-
yrt, að kona ofurstans hefði ekki get-
að staðizt þessi svipmiklu svörtu
augu, en hann varð svo reiður, ef
einhver fór að gefa þetta í skyn, að
hlutaðeigandi gætti þess vandlega að
minnast aldrei á það framar.
Hann var aðeins sólginn í eitt, og
það voru spil. Og hann fór ekkert
dult með þetta. Við græna borðið
gleymdi hann stund og stað. Hann
var óheppinn, og því ólmari gerðist
hann að halda áfram spllamennsk-
unni.
Eftirfarandi sögu heyrði ég einu
sinni af Vulitj:
Það var einu sinni, þegar sveit
okkar var í refsileiðangri og hélt
kyrru fyrir um nótt, að menn slógu
í spil til að drepa tímann. Vulitj
hélt bankann og notaði sessu fyrir
borð, og græddi stöðugt, þótt hann
væri vanastur að tapa. Allt í einu
heyrðist skot, svo var gefið hættu-
merki, allir grlpu til vopna. — „Láttu
út!“ kallaði Vuiitj til þess, sem ákaf-
astur var að spila á móti honum, og
ekki hreyfði hann sig úr stað. „Eg
læt sjöið!" hrópaði hinn, um leið og
hann skundaði af stað. Vulitj geríji
spillð upp, meðan ringulreiðin stóð
sem hæst, sjöið kom út. Bankinn
hafði tapað.
Bardaginn var í fullum gangi, þeg-
ar hann kom á vettvang, en Vulitj
kærði sig kollóttan um kúlur og
sverð Fjall-Tyrkjanna, hann skimaði
bara eftir þessum heppna mótspil-
ara.
„Sjöið vann!“ hrópaði hann, loks-
ins þegar hann kom auga á manninn
i röðinni, sem var að skjóta og í
þann veginn að hrekja óvininn úr
stöðu sinni í skógarhólma, og þegar
hann komst nær manninum dró hann
upp pyngju sína og veski og fékk
honum án þess að hlusta á mótmæli
hans. Og þegar hann hafði borgað
heiðursgjaldið, óð hann fram í fylk-
ingarbrjósti og skaut með köldu
blóði móti Fjall-Tyrkjanum, þar til
bardaginn var á enda.
Það sló þögn á hópinn, er Vulitj
lautinant gekk að borðinu, menn
bjuggust við einhverju óvanalegu og
sérstæðu frá hans hendi.
— Herrar mínir, hvers vegna hætt-
ið þið ekki þessari tilgangslausu
deilu? sagði hann stillilega, þó ögn
lægra en hann var vanur. — Þið
heimtið sannanir, og ég sting því
uppá, að við prófum sjálfir, að hve
miklu leyti maðurinn ræður yfir lífi
sínu eða hvort dauðastundin er fyrir-
fram ákveðin . . . Nú, hver vill reyna
þetta?
— Ekki ég, ekki ég! var hrópað
kringum borðið. — Maðurinn er vit-
laus! Allur fjandinn getur honum
dottið í hug!
— Ég veðja við yður, sagði ég 1
hálfkæringi.
—Nú, já, um hvað?
—Ég held því fram, að forlög
séu ekki til, sagði ég og hellti tuttugu
dúkötum, — því sem ég átti hand-
bært, — á borðið.
— Ég held fram því gagnstæða,
sagði Vulitj hljómlausri röddu. —
Herra majór, vilduð þér gera svo vel
að dæma í þessu máli? Sko, hér eru
fimmtán dúkatar, þér skuldið mér
fimm, — vilduð þér gera mér þann
greiða að leggja þá til?
— Auðvitað, sagði majórinn, — en
ég skil ekki, hvað þið ætlizt fyrir
herrar mínir, hvernig á að gera út
um veðmálið? . ..
Vulitj gekk þögull inn í svefnher-
bergi majórsins. Við eltum. Hann
gekk að veggnum, þar sem heilu
vopnasafni var fyrir komið, valdi sér
þar skammbyssu af handahófi. Okk-
ur var enn ekki ljóst hvað hann
ætlaðist fyrir, en þegar hann spennti
bóginn og hellti púðrinu á, hrópuðu
þeir upp yfir sig, sem næstir stóðu
og þrifu í handlegginn á honum.
— Hvað ætlarðu að gera! Þetta
er brjálæði! hrópuðu þeir í kór.
—Herrar minir, sagði hann stilli-
lega og losaði sig frá þeim. — Hver
ykkar vill leggja aðra tuttugu dúkata
undir við mig?
Enginn svaraði, allir hörfuðu
skelfdir.
Vulitj gekk aftur inn í stofuna,
settist við borðið, allir fylgdust með
honum. Hann gaf okkur bendingu
um að setjast við borðið. Við hlýdd-
um honum þegjandi, á þessari stundu
hafði hann fengið á okkur dularfullt
vald! Ég horfðist gaumgæfinn í augu
við hann, en hann svaraði
þessu rannsakandi augnaráði með
sínu, rólegu og föstu, bros hvarfl-
aði um fölar varirnar, en þrátt fyrir
þessa tilgerðu ró, þóttist ég geta
merkt tákn um návist dauðans í föl-
um andlitsdráttunum. Ég hef veitt
því athygli — og séð það sannast á
MIKAEL LERMONTOV:
FORLAGATRÚ
704
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ