Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Side 13
Pinotepastúlka við vefnað. Tvær til þrjár vikur er hún að vefa einn posahu-
gamla heiminum og brúðarklæða
kvennanna í Pinotepa.
Bæði á Kyrrahafs- og Atlantshafs-
ströndum Ameríku er fjöldi tegunda
purpuraskelja. Þegar Spánverjar
komu til Mið-Ameríku, notuðu inn-
fæddir á vesturströndinni lit pur-
puraskelja til að lita bómullarefni
sín. Spánverjarnir voru fljótir til að
hagnýta sér þennan iðnað þeirra.
Þeir keyptu bómullina, fengu síðan
Indíána til að lita hana og aðra til
að vefa og seldu dúkana dýrum
dómum.
Skeljategundin, sem notuð er til
litunar í Ameríku, hefur mikinn kost
fram yfir tegundir gamla heimsins.
Föníkar þurftu að brjóta þúsundir
skelja til að fylla ker með litar-
efni. Það nægir hins vegar að erta
hinar stóru amerísku tegundir dálit-
ið, þá gefa þær frá sér svo mikið
magn litarvökva, að alger óþarfi er
að brjóta skelina og drepa skepn-
una til þess að ná vökvanum. Litun-
araðferðin í Ameríku er því talsvert
ólík þeirri, sem notuð var við Mið-
jarðarhafið.
Nú er ekki nema nokkrir menn
í Ameríku, í litla þorpinu Pinotepa,
sem enn þá fást við karakóllitun.
Þessir menn fara niður að strönd-
inni á þurrkatímanum frá nóvember
til marz. Hver þeirra hefur með sér
um fimmtán pund af tvinnuðum bað-
mullarþræði í litlum hönkum, sem
þeir hafa keypt af gömlu spunakon-
unum. Mennirnir eru oftast tveir til
fjórir saman, og þegar til strandar
er komið leggja þeir tii orustu við
skeljarnar.
Litunin fer fram aðeins nokkrar
stundir á hverjum degi, við morgun
Snigillinn gefur frá sér vökva^ sem
hellf er úr skelinni í bómullina.
anco.
fjöru, þegar skeljarnar eru á þurru
landi. Bezti árangurinn næst, þegar
tungl er fullt. Hver maður ber tvær
til þrjár tylftir af baðmullarhönkum
á öxlinni og oddhvassan staf til að
erta skeljarnar með. Hann leitar
uppi skeljar í sjávarmálinu, og þeg-
ar hann hefur fundið þær, dýfir
hann baðmullarhönk i sjóinn, tekur
síðan skel og blæs á opið. Þá dregur
snigillinn sig lengra inn í skelina og
gefur um leið frá sér vökva, sem
vellur fram í op skeljarinnar. Vökv
anum er hellt beint í baðmullina,
hann er litlaus í fyrstu en tekur
síðan á sig dökkgulan lit, sem breyt-
ist í grænan og að lokum purpura-
rauðan. Þegar allur litarvökvinn er
kominn úr skelinni, er hún sett aftur
á sinn stað, svo að hægt sé að
„mjólka“ hana aftur við næstu tungl-
fyllingu. Þannig at haldið áfram,
þangað til að allar baðmullarhank-
irnar hafa fengið í sig lit, þá er þeim
dýft í sjóinn aftur í þeirri trú, að
saltvatnið festi betur litinn.
Þegar heim er komið, er baðmull-
in breidd út í sólskinið og látin
vera úti allan daginn og næstu nótt,
því að sólskinið og döggin eiga að
jafna litinn. Mjög vond lykt er af
baðmullinni, sem þannig hefur verið
lituð, minnir helzt á hvítlauksiykt,
og fer ekki úr fyrr en eftir nokkra
þvotta. Þegar litararnir hafa lokið
við að lita alla baðmullina, axla þeir
byrðar sínar og halda tii þorpsins,
þar sem þeir selja vefnaðarkonunum
hana. Verðið fer eftir því, hversu
vei hefur tekizt að fá litinn jafnan.
Góður litari getur haft um sex hundr-
uð pesosa eftir litunartímabilið, og
það er dálagleg summa þar í landi.
Með birgðir af lituðum baðmullar-
þræði getur Pinotepastúlkurnar nú
hafizt handa við að vefa Posahuanco-
pilsin sín.
PURPURS
9BBR
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
709