Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Qupperneq 20
-ijrir neðan, og þaö, sem væri enn þá verra, allt vatnið í úthöfunum myndi renna af jörðinni í sömu átt- ina. Þegar allir höfðu fengið fullvissu um hnattlögun jarðar eftir ferð Mag- ellans umhverfis jörðina, þurfti að breyta hugmyndinni um hina föstu upp og niður — stefnu í rúminu. Jarðarkúlan var nú staðsett í miðj- um heimi en himintunglin álitin vera föst á krystalhvolf, sem snerust kringum hana. Þessi hugmynd um lögun og gang heimsins var runnin frá gríska stjörnufræðingnum Ptóló- meusi og heimspekingnum Aristóte- lesi. Eðlileg hreyfing allra hluta var í áttina inn að miðju jarðar, og að- eins eldurinn, sem var hlaðinn ein- hverjum guðdómlegum krafti, braut þá reglu með logum sínum, sem teygðust til himins. Öldum saman ríkti heimspeki og kennisetningar Aristótelesar yfir hugum manna. Vísindalegum vanda- málum var svarað með innantómum rökum, en engin tilraun gerð til að reyna með beinni tilraun sannleik þeirra fullyrðinga, sem gerðar voru. Því var til dæmis trúað, að þungir hlutir féllu hraðar en léttir, en eng- um sögum fer af þvi, að neinn hafi gert sér það ómak að athuga hreyf- ingar fallandi hluta. Afsökun heim- spekinganna var sú, að fallið væri of hratt til þess að mannlegt auga gæti fylgt því. Fyrsta vísindalega athugunin á falli hluta, sem vitað er um með vissu, var gerð af hinum fræga, ít- alska vísindamanni Galíleó Galílei (uppi 1564—1642) á þeim tímum, þegar vísindi og listir voru að vakna af þungum svefni miðalda. Samkvæmt sögusögninni, sem er skemmtileg, en að öllum líkindum ósönn, hófst þetta allt saman dag nokkurn, þegar Galí- leó var við messu 1 dómkirkjunni í Písa og horfði annars hugar á kerta- ljósakrónu, sem sveiflaðist fram og aftur eftir að meðhjálparinn hafði dregið hana til hliðar til að kveikja á kertunum. Galíleó tók eftir því, að tími hverrar sveiflu hélzt sá sami, Lögmálií um fall hluta Hugmyndin um stefnuna upp og niður nær allt aftur í öróf alda og Neanderdalsmaðurinn hefði getað haldið því fram, að allt, sem fer upp, hljóti að koma niður aftur. Fyrr á öldum, þegar álitið var að jörðin væri flöt, var upp í átt til himins, bústaður guðanna en niður í áttina til undirheima. Allt, sem var ekki guðdómlegt, hafði eðlilega tilhneig- ingu til að falla til jarðar og fallinn engill frá himni hlaut ófrávíkjanlega að lenda niðri í Helvíti. Þó að miklir stjörnufræðingar í hinu forna Grikklandi, eins og Era- tosthenes og Aristarkos, færðu fram óhrekjandi rök að því, að jörðin væri hnöttótt, hélt hugmyndin um ákveðna stefnu upp og niður í rúm- inu velli um allar miðaldir og var notuð til að hrekja hugmyndina um hnattmyndun jarðar. — Hvílík fá- sinna að halda fram, að jörðin væri hnöttur: Þá hlutu andfætlingarnir, fólkið hinum megin á hnettinum, að detta af jörðinni út í hið tóma rúm þó að sveiflurnar minnkuðu stöðugt, eftir því sem ljósakrónan kyrrðist. Á leiðinni heim ákvað hann að prófa þessa tilviljunarkenndu athugun sína með því að nota stein festan í streng og mæla sveiflutímann! Jú, hann hafði rétt fyrir sér, tíminn hélzt um það bil sá sami, þótt sveifl- urnar minnkuðu sífellt. Þar sem Galíleó var forvitinn að eðlisfari, hófst hann handa við fjölda tilrauna með mismunandi þunga steina og mislanga strengi. Þessar 716 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.