Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Qupperneq 22
smám saman, þangað til hann varð
alveg blindur árið 1843. Þrátt fyrir
það, hélt hann áfram athugunum
sínum til dauðadags, 1883, og vann
á þeim tíma mörg mikilvægustu verk
sín.
Allt frá tímum Valgesteens hélt
áhuginn á ljósmyndum áfram að
vaxa Á átjándu öld var farið að
gera fréttakassa, sem náði næstum
eins miklum vinsældum og sjónvarp-
ið á að fagna á vorum dögum. Frétta-
kassarnir voru kassar, sem linsu var
komið fyrir í og speglum, sem gáfu
þrívíddaráhrif. Þessir kassar voru
settir upp á götum úti og á kaffi-
húsum. Sumir höfðu margar linsur
til þess að margir gætu horft í hann
I einu. Dagskráin var ekki ósvipuð
útvarps- og sjónvarpsdagskrá nú,
fréttir voru vinsælastar.
Árið 1839 gerðu Englendingurinn
Talbot og Frakkinn Daguerre
fyrstu raunverulegu ljósmyndirnar.
Fimmtíu árum síðar voru komnar
ljósmvndafilmur. svipaðar þeim, sem
nú eru notaðar og árið 1889 gerði
George Eastman kvikmyndafilmu.
Fyrstu sýningartækin komu á mark-
aðinn um 189ð eftir vel heppnaðar
tilraunir frönsku bræðranna Lumi-
ére is Bandaríkjamannsins Edisons.
Fyrsta kvikmyndahúsið, Leatre
Optioue, var opnað í París árið 1892
Þar voru sýndar teiknimyndir með
skue/amyndavél, sem komið var fyr-
ir tuk við kvikmyndatjaldið Það
varð smám saman undir i samkeppn
inni við hinar kvikmyndafilmurnar.
og a'' endingu ’arð að loka því alda
mótaárið.
Með komu Kvikmyndavélar Edi-
sons nófust almennar kvikmyndasýn
ingai rétt fyrir aldamótin í London,
Pari‘ og New Vork. Þær náðu geysi-
legum vinsældum. meiri en nokk-
urn nafði dreymt um. Nú gat fólkið
séð siálft sig og umhverfið. fjarlæg-
ar þmðir og þjóðhætti á kvikmynda-
tjaldinu. En tiað vantaði : nn þá
eitthvað, til bess að kvikmyndirnar
væru raunverulegar. Það vandamál
var "kki leyst f.vrr en þrjátíu árum
síðai 27. október 1927 var sýnd í
New York myndin Jazzsöngvarinn
með \1 Jolson í aðalhlutverki, fyrsta
hljóðmyndin Eftir margra alda til-
raunir hafði manninum loks tekizt
að S“va lifandi myndir
Smalaraunir —
Framhald af bls. 698.
allt væri traust. Fleygði hann svo
endanum fram af, en þar sem
hvorugur sá til hins, vegna hengj-
unnar, leið nokkur stund þar til
ég náði endanum. Þegar það tókst,
batt ég reipið um mig og gekk þá
fljótt að komast upp, því að
hann dró knálega, en ég létti und-
ir með stafnum. Reyndist um
fjörutíu álnir af stallinum og upp
á brún. Þegar við fórum að gjöra
upp reipið, sáum við skriðljós
nálgast heiman frá Gullberustöð-
um, mættum við svo konu hans
og fóstudóttur neðan við bre-kk-
urnar, sem fengið höfðu pata af
ferð hans eftir reipunum og voru
eirðarlausar að frétta af þessu —
sem var hættuminna en þærþöfðu
hugsað. Hélt svo hver heim til sín,
ánægður eftir hætti, þó rollan væri
töpuð að þessu sinni, sem ekkert
var við að gjöra þá.
En — hún átti eftir að velgja
rnér. í byrjun janúar sá ég hana
að heiman, austan og ofan við
gilið þar sem hún sást ekki frá
Gullberastöðum. Fór ég þá heim-
an, og hugðist. nú láta til skarar
skríða, að koma henni heim til
sín. Tók ég með mér hund minn,
sem Títus hét. Hann var enginn
skörungur, en hlýðinn og vel not-
hæfur. Hafði ég í nauðsyn tekið
með honum marga kind, en atti
honum annars ekki á kind. Þegar
ég nálgaðist rolluna, var hún ekki
jafnstygg og fyrr enda bitin og
bólgin um hægri hækil, og hölt.
Rak ég hana af staö í átt að Múla-
stöðum. En hún var ekki öll þar
sem hún var séð, henni tókst að
leika á mig og stinga sér enn í
Hrafnagilið, en þá að ofanverðu.
Þar er það ekki jafn torfært, og
þar handsamaði ég hana, með
hjálp Títusar Vrar nú ekki ann-
ars kostur en hafa band á henni.
Tók ég af mér tmist belti og
spennti í sauðband á hana, en
hnýtti þar í snæri, sem oftast var
í vösunum á þeim árum. Hélt ég
svo með hana í áttina, og
reyndi að reka hana sem mest, án
þess að taka í bandið. En hún
var einhver sú óþægasta kind, sem
ég hef tekið S taum og ferðin
gekk seint, enda mun heltin hafa
háð henni nokkuð.
Við Vorum komin upp undir
hæztu brúnina á hálsinum, beint
upp af Lundarsneið, þegar hún
þóttist alls ekki komast
lengra með þessu móti. Glæptist
ég þá til þess að spenna af henni
sauðbandið, svo hún væri frjálsari.
Hún var heldur ekki lengi að
launa mér þann greiðal
Eins og snæljós brá hún við og
hljóp undan brekkunni á slíkri
......
Lausn
26. krossgátu
ferð, að sundur dró með okkur.
Þá atti ég Títusi á hana, hann
greip hana skjótt, og stöðvaði, á
klettabrúninni innan og ofan við
Lundarsneið, annars hefði ég
fengið að elta hana ofan á jafn-
sléttu. Nú var ekki um annað að
gjöra en taka hana aftur í sauð-
band. Þó ég væri ýmsu vanur af
kindum, undraðist ég þessa óþægð
alla, því fremur sem þessi ær var
heimaalin á Múlastöðum en ekki
landvön hjá okkur. Og enn var
lagt á brattann. Ekki gekk það
samt greiðara en svo, að farið var
að bregða birtu, þegar ég hafði
tosað henni þangað, sem ég hafði,
— illu heilli, tekið af henni sauð-
bandið. Þá var hún orðin þreytt,
en ekki kom til greina að sleppa
henni aftur fyrr en hallaði vel til
norðvesturs, — enda var ekki
mikil vegalengd þar til. Spölur-
ínn milli brúnanna á hálsinum er
ekki langur, en þar var verri færð.
Þegar kom á brúnina út og upp
af Eyri, virtist ærin uppgefin,
dró ég hana þá mest undan
brekkunni sem sleða í mjúkum
snjónum. En feginn varð ég, þeg-
ar ég hitti þar hæglátar kindur
frá Múlastöðum, og gat skiliS
hana eftir hjá þeim. Fór ég sva
að Múlastöðum, kom þar á vöku,
og gisti.
Þessi frásögn um stimpingai
við eina óþæga kind er ekki mik-
ið fréttnæm en smalaraunir voru
með ýmsu móti. Kannske rekui
að því — með breyttum þjóðhátt-
um, að einhver finni hvöt hjá séi
að reisa smalastéttinni minnis-
varða. En sá sem það tækist í
hendur þyrfti bæði að vera góð-
gjarn og skilningsglöggur — og
helzt að hafa verið smali sjálfur.
Annars yrði árangurinn vafasam-
Guðmundur Þorsteinsson
frá Lundi.
rN<5|S|Æ|T|\jT|B'|L]\iMfl|RlPWl
718
T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ