Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Blaðsíða 11
kósakkinn sagt, og um leið hafði
£ann sveiflað sverðinu og klofið vesa-
Ungs manninn í herðar niður, já nið-
Úr undir hjarta . . . Kósakkarnir
fveir, sem ég hafði mætt, voru á
hælum morðingjans og komu þarna
1 sömu andrá, og þeir höfðu lyft
fcpim særða upp af götunni. Vulitj
Vnr í andaslitrunum og gat aðeins
stamað þessi orð: „Hann hafði rétt
fyrir sér!“ Svo dó hann. Ég var sá
eini, sem skildi merkingu þessara
Orða, þau höfðuðu vafalaust til mín.
Ég hafði sagt manngarminum, hvað
fyrir honum átti að liggja, eðlisávís-
un mín hafði ekki brugðizt, þegar
ég sá tákn um návist dauðans í svip-
breytingu hans,
Morðinginn hafði lokað sig inn í
tómum kofa í jaðri stanitsains
Við héldum þangað. Hópur grátandi
kvenna skokkaði í sömu áttina, og
hér og þar gafst okkur að líta svefn-
drukkna kósakka æða út úr kofum
sínum, spenna beitið með dolkinum
um sig á hlaupunum og hendast fram
hjá okkur til að komast í slagtogið
við hina. Allt þorpið var í trylltu
uppnámi.
Loksins komumst við alla leið.
Fjöldi fólks hafði safnazt saman við
kofann, en dyr voru rammlega byrgð-
ar og hlerar fyrir gluggum. Liðsfor-
ingjar og óbreyttir töluðu hver
kapp við annan, og konurnar góluðu
eins og flokkur grátkvenna. Mitt á
meðal þeirra kom ég auga á festulegt
andlit gamallar konu, sem bar þó
vott um hyldjúpa örvæntingu. Hún
hafði setzt á trjádrumb og studdi
höndum við enni, þetta var móðir
banamannsins. Öðru hvoru bærði hún
varirnar . . . muldraði bænir, kannski
voru það formælingar?
Mú var um að gera að taka skjóta
ákvörðun og handtaka vegandann.
En enginn virtist kæra sig um að
hafa forgöngu.
Ég tróðst að glugganum, gægðist
inn um rifu á hleranum: Maðurinn
lá á gólfinu, fölur sem lík, með
skammbyssu í hægri hendi og blóði
drifið sverðið við hlið sér. Augun
báru vitni um liðan hans, þau hvörfl-
uðu til og frá. og svo krepptist
hann saman hvað eftir annað og
greip sér til höfuðs eins og hann
væri að reyna að muna, hvað gerðist
um nóttina. Ég fann ekkert merki
um neina ákvörðun í þessu flökt-
andi augnaráði og sagði því við maj-
órinn, að hann skvldi láta brjóta upp
dyrnar og yfirbuga ódæðismanninn,
það væri hentugast að gera það strax
Og bíða ekki, þar til hann kæmist
til fullrar meðvitundar.
í sömu svifum gekk gamall kó-
sakkakapteinn að hurðinni og kall-
aði á morðingjann með nafni. Hinn
svaraði ógreinilega
— Það er fallegt að heyra af þin-
um ferðum, Jefimytj, eða hitt þá
heldur, sagði gamli kapteinninn.
— Komdu út! Það er ekki um annað
að ræða.
— Ég kem ekki! svaraði kósakk-
inn.
— Gáðu að Guði, mundu, að þú ert
rétttrúaður, kristinn maður og eng-
inn forhertur Fjall-Tyrki. Djöflinum
hefur tekizt að freista þín og fá þig
til að syndga hræðilega, nú máttu
taka afleiðingunum!
— Ég gefst ekki upp! hrópaði kó-
sakkinn ógnandi röddu, og um leið
heyrði ég hann spenna skammbyss-
una.
— Æ, kona góð! sagði kapteinn-
inn við gömlu konuna. — Talaðu við
son þinn, vittu, hvort þú getur kom-
ið vitinu fyrir hann! .... Þessi
þrjózka gerir bara illt verra. Geturðu
ekki séð, hvað herrarnir eru orðnir
óþolinmóðir? Þeir hafa bráðum stað-
ið hér í tvo tíma og beðið eftir hann
gæfi sig fram.
Hin sárhrygga móðir starði á hann
lengi og hristi svo höfuðið.
— Herra majór, sagði kósakkakap-
teinninn, — hann lætur sig ekki, ég
þekki hann. Og ef við brjótum dyrn-
ar upp, þá kálar hann ábyggilega
þrem, fjórum stykkjum. Vilduð þér
ekki gefa skipun um að láta hann
fá kúlu gegnum gluggann? Það er
alveg hægt að hitta hann, það er stór
rifa á hleranum.
í sama bili flaug mér nokkuð kyn-
legt I hug: Hvernig væri, að ég freist-
aði örlaganna eins og Vulitj hafði
gert?
Ég bað nú kapteininn að dreifa
athygli mannsins með því að halda
áfram að tala við hann og setja þrjá
kósakka við dyrnar, tilbúna að
sprengja þær upp og koma mér til
hjálpar, ef nauðsyn krefði. Síðan
gekk ég bak við kofann að hinum
þýðingarmikla glugga. ég verð að
viðurkenna, að hjartað barðist.
— Bölvaður asninn þinn! hrópaði
kapteinninn gamli. Þú þykist
kannski geta leikið á okkur? Ertu
virkilega svo vitlaus að halda, að
við getum ekki bukkað þig, eða hvað!
Hann lét hnefana dynja af alefli á
hurðinni. Með augað við rifuna fylgd-
ist ég með hverri hreyfingu fangans,
hann bjóst ekki við neinni árás það-
an frá — og nú? — reif ég hlerann
upp í einum rykk og kastaði mér á
hausinn inn um gluggann. Skot reið
af. Kúlan straukst við eyrað á mér
og reif upp axlarskúfinn minn. Kof-
inn fylltist af reyk, svo 'andstæðingur
minn fann ekki sverðið, sem lá svo
nærri, að hann hefði getað seilzt eft-
ir því. Ég þreif um handleggina á
honum, 'kósakkarnir sprengdu upp
dyrnar, og skömmu síðar var hann
bundinn og fluttur burt. Mannfjöld-
inn dreifðist, liðsforingjarnir, félag-
ar mínir, óskuðu mér til hamingju
— enda rikar ástæður M1 þess.
Hvernig á að komast hjá því að
verða forlagatrúar eftir annað eins
og þetta? Hver getur verið viss um,
að hann geti algerlega reitt sig á
nokkurn skapaðan hlut? . . . Hve oft
við látum glepjast af því, sem við
köllum sannfæringu okkar, og ein-
hverri ætlun, sem byggist á draum-
órum og villandi kenndum! . . . Ég
er efasemdamaður að gerð, en ég fæ
ekki séð, að slíkur eiginleiki dragi
úr getu manns að taka ákvarðanir,
þvert á móti! Og sjálfur er ég
djarfastur, þegar ég geng út í óviss-
una. Ekkert hlutskipti er erfiðara en
dauðinn, og allir deyjum við. hvort
sem er, fyrr eða síðar.
Þegar ég kom út að virkinu sagði
ég vini mínum, Maxim Maximytj, allt
sem fyrir mig hafði komið, og spurði
hann svo, hvort hann væri trúaður á
forlögin. í fyrstu skildi hann alls
ekki, hvað ég meinti með því orði,
en þegar ég hafði útskýrt það eftir
beztu getu, þá kinkaði hann kolli
íbygginn og sagði:
— Já, vitanlega! Það er rétt! Það
er fjandann ekki svo gott að botna
í þessu! . . . Þessar byssur hér aust-
urfrá eru reyndar skrapatól klikka
hvað eftir annað, sérstak'■ ef lás-
inn er illa smurður, eða 'ekið
er lint á gikknum. Ég ve segja
að ég er heldur ekkert h uinn af
rifflunum þeirra hér neðra, þeir falla
illa að kinn, skeftið of stutt, — mað-
ur má passa sig, annars á maður á
hættu að skaðbrenna á sér nefið .
En bjúgsverðin þeirra — ohoo! Ég
ber fulla virðingu fyrir þeim!
Hann þagði skamma stund og bætti
svo við hugsandi:
— Tja, mér þykir fyrir þessu með
aumingjans mannræfilinn . . . Því í
fjandanum var hann líka að skipta
sér af fullum kósakka um
miðja nótt . . . Nú, jæja — þetta er
augljóst mál, hann hlýtur að hafa
verið fæddur undir óheillastjörnu! . .
Meira fékk ég ekki út úr honum,
hann er heldur lítið gefinn fyrir
heimspekilegar vankaveltur.
Baldur Óskarsson þýddi.
Framhaldsnám.
Bóndi nokkur grobbaði af því við
nágranna sinn að nú væri sonur sinn
að fara á stjórnmálanámskeið í
Reykjavík til að læra að tala. Þá
spurði nágranninn: „Þarf hann þá
ekki að fara á annað námskeið til
að læra að þegja?“
Bætt úr brýnni þörf.’
Þegar biaðið „Mynd“ hóf göngu
sína, ræddi hópur manna um það og
þótti flestum lítið til þess koma, en
þó voru skoðanir skiptar. Þá sagði
einn úr hópnum: Blaðið bætir úr
brýnni þörf: Okkur vantaði blað, sem
ekki þarf að lesa.
T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
707