Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Blaðsíða 5
lenzkra myndlistarmanna, það er gtyrkur, sem dregið er um. Listahjón hór í bæ stofnuðu sjóð til styrktar Íslenzkum myndlistarmönnum, og iefur vöxtunum verið varið í ferða- Styrki. Nokkru seinna fékk ég einnig Styrk frá menntamálaráðuneytinu, Svo að ég gat farið að hugsa mér til hreyfings. Á ég að sýna þér minjagripi frá Mexíkó? Þessar styttur héma eru eftir- myndir, frummyndirnar má ekki fara með út úr landinu. Þeir eru afar snjallir að gera svona eftir gömlum styttum. Flestallar eru úr brenndum leir, um það bil 40 eða 50 cm. háar. Hér er eitthvert fomt goð og þetta er myndarfrú með könnu og skál í höndunum, og þeir eru svo gaman- samir, að þeir hafa útbúið í henni flautu. Það eru heilir markaðir full- ir af svona munum hjá þeim. En svo eru líka til í iandinu risastyttur eins og steinhermennirnir i Tula, þeir standa uppi á einum pýramidanna, fjögurra mannhæða háir og afar virðulegir. Ég fór inn í einn pýra- mídann, hann er stærstur í heimi, að ummáli stærri en pýramídar Egyptalands en ekki mjög hár. Það var ekki uppgötvað, fyrr en 1937 að þetta væri pýramídi, hann var orðinn svo þakinn gróðri, að hann var eins Og venjuleg hæð i landslaginu. Eigin- lega er hann sjö pýramídar hver of- an á öðrum. Inni í honum eru þröng göng upp f gegnum alla bygginguna, og sums staðar eru smáútskot, ég veit ekki til hvers þau voru. Þarna inni sá ég nokkur veggmálverk. Þetta var eini pýramídinn, sem ég komst inn í því að yfirleitt eru þeir ekki holir. Þeir eru byggðir úr stórum steinblokkum með rauð- leitum hraunhellum og í þeim svart- ar grjótnibbur, sem héldu gipslaginu, sem sett var utan á þá. Venjulega eru nokkrir stallar á þeim, sem senni- lega hafa verið notaðir við hátíða- höld, og efst var svo skorið ofan af pýramídanum, þannig að pallur myndaðist, sem hofið stóð á. Hér er mynd af sólpýramídanum, hann er hæstur, það er búið að hreinsa utan af honum. Til þess að komast upp er gengið upp 222 þrep. Þegar horft er á eftir fólki upp þrepin, er eins og það sé að hverfa upp í him- ininn, og þannig hefur það verið með hofprestana að fornu, er þeir gengu upp að hofinu. Á þessu svæði eru margir pýra- mídar og hof. Hofin eru með út- höggnum skrímslamyndum, þær eru ógnþrungnar, en handbragðið á þelm er ákaflega fínt, og þegar hugsað er til þess, að þetta var allt unnið með ófullkomnum steinverkfærum, get ég ekki annað en hneigt mig. Það, sem hreif mig mest í þessum pýramídaleiðöngrum, er snilli lista- T t M I N N — SUNNUDAGSBL/* Ð mannanna, — þó að þeir hafi ef til vill ekki verið kallaðir það, —hve allt er stílhreint og efnið nýtur sín vel. Þarna er náma fyrir fornleifafræð- inga, því að enn þá er svo mikið órannsakað, þeir eru ekki einu sinni búnir að leysa gátuna um, hverjir reistu pýramídana, hvaðan þeir komu nó hvert þeir fóru, Aztekar kölluðu þá Tolteka, sem merkir „miklir listamenn.“ Listiðnaðurinn í Mexíkó stendur á mjög háu stigi, það er engum ofsög- um sagt af því, vefnaður, silfursmíði, leirmunagerð, útskurður, leðuriðja, útsaumur, hattagerð, hljóðfæra- smíði, allt er þetta mjög framarlega. Það sem einkennir listiðnað þeirra, er, að þeir nota gömul mynstur, þau eru stílhrein, og okkur finnst þau jafnvel nýtízkuleg. Þessar nælur keypti ég handa kon- unni minni — segir Benedikt, um leið og hann sýnir mér nokkrar for- kunnarfallegar brjóstnálar. — Hér er ein úr silfri, þeir hafa tekið hluta úr pýramídamynd, þessi þrep, og byggt upp mynstrið úr þeim, síðan hafa þeir sett skelplötu á bak við. Hér er önnur með skrímslamyndum, í hana hafa þeir sett gull, messing og steina. Þeir fara afar vel með allt efni, það nýtur sín svo vel. Ég held að arkitektar gætu lært mikið af því í Mexíkó, hvernig farið er að því að láta efni njóta sin. Hins vegar er margt af því, sem Indíánarnir koma með á markað- ina, svona um leið og landbúnaðaraf- urðirnar, hálfgert rusl og gert af vanefnum. En allir gera eitthvað, það er uppörvandi og mætti halda, að I þessum jarðvegi spryttu margir góð-

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.