Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Qupperneq 15
verið sagt og skrifað um þennan
mann, sem gekk svo dyggilega fram
í þjónustunni við vélmenni haka-
krossins, að hann varð vörumerki á
þeim mönnum, sem ætluðu að láta
drauma sína rætast með hernámi
Þjóðverja. Það er varla unnt að bæta
við fleiri skýringum á hlutverki hans
en þegar eru til. Hann sáði hatri og
uppskar hatur í margföldum mæli,
en ef til vill getum við orðið ein-
hvers vísari um persónusögu hans, ef
við hverfum aftur í tímann, og þá
skulum við ekki staðnæmast meira
við 9. maí 1940, þegar þessum kyn-
lega manni skaut alveg upp á yfir-
borðið, heldur snúa okkur að þeim
dögum, þegar uppgjör þjóðar hans
við hann fór fram, og þá höfum við
færzt nær okkur sjálfum í tíma og
rúmi um fimm ár. — Haustið 1945.
(BS..)
Hér á eftir fer grein, stytt og
lauslega þýdd, sem blaðakona, Elly
Jannes, skrifaði árið 1945, en hún
fylgdist með réttarhöldunum yfir
Quisling frá byrjun til enda.
RÉTTARSALUR
Umræddur Vidkun Abraham Laur-
its Quisling dæmist til dauða fyrir
brot gegn herlögum, grein 80, nr 1,
2, 3, . . . og fyrir brot gegn almenn-
um hegningarlögum, grein 83,84 . . .
Og þarna situr hann með þetta
harða, þungbúna, þreytta, saman-
bitna andlit með fölva dauðaklefans
á vöngum og svefnleysið í augunum.
Miskunnarlausir ljóskastarar lýsa það
upp fyrir augum áhorfendanna. Það
suðar í kvikmyndavélunum. Annars
er hljótt í réttarsalnum, svo hljótt,
að manni finnst, að skrjáfið í hundr-
að pennum blaðamannanna, þegar
þeir þjóta eftir skrifblokkunum,
hljóta að heyrast í gegnum magnara
réttarsalarins. Þeir festa niður með
geysihraða allar þær greinar, athuga-
greinar og aukaliði, sem um-
lykja þennan mann, sem hefur ljáð
föðurlandssvikurum allra tíma nafn
sitt og fyrirgert frelsi sínu og lífi.
— Fullt nafn hans er Vidkun
Abraham Laurits Quisling. Hann er
kvæntur rússneskri konu, á engin
börn og hefur ekki verið hegnt áð-
ur. — Síðan hefst lestur dómskjal-
anna, sem kippa stoðunum, hverri
af annarri, undan hinni innantómu
og rakalausu varnarræðu hans, sem
hann flutti í tvo daga samfleytt,
þessi harðstjóri, sem var æðstur inn-
lendra manna í Noregi í fimm ár.
Engar upphrópanir hans um ósvik-
inn kærleika til föðurlandsins, geta
bægt á burt staðreyndum skjala og
ótal vitnisburða gegn honum. Allt
bendir ótvírætt til hins sama: Hann
hefur svikið land sitt, verið hand-
bendi fjandmanna þess, staðið að
samsærum og mútum til að koma
þjóð sinni á kné, ginnt þúsundir
ungra manna með gullnum loforðum
til þess að berjast við hlið Þjóðverj-
anna, breytt stjórnarskránni eft-
ir eigin höfði, og látið afskiptalaust,
þótt landsmenn hans væru drepnir
eða herleiddir, píndir og hrjáðir.
Þeim er lokið þessum priggja
vikna réttarhöldum, sem hafa kallað
allra augu til sín, utan lands og
innan.
Hann hefur komið fram i mörg-
um myndum. Þessi maður, sem nú
situr í handjámum alls heimsins:
Hikandi og stamandi lygari, sem aug-
ljóslega hafði aldrei reiknað með því,
að hinir dauðu myndu vitna gegn
honum, — miklu meiri svikari en
heimurinn hafði reiknað með, mað-
ur, sem ekki aðeins greip möguleik-
ann til að drottna, þegar hann fékk
hann, heldur fór hvað eftir annað
til Þýzkalands til þess að bjóða land
sitt Foringjanum, maður, sem lagði
fram hernaðaráætlanir um hertöku
þess í hendur Hitlers, til þess sjálf-
ur að geta orðið hinn æðsti meðal
Norðmanna, þegar hertakan hefði
farið fram. — Maður, sem hefði get-
að viðurkennt það, sem engin ieið
var að neita og gefið þar með sjálf-
um sér þessi eftirmæli: Já, þetta
geri ég með föstum ásetningi og ég
tek á mig alla ábyrgð af því.
Nei, — hann kýs heldur að ijúga,
snúa sér á ótal vegu í greipum rétt-
vísinnar, — „ég man það ekki, —
hlýt að hafa misskilið, skildi þýzku
illa“ — og þar fram eftir götunum.
Leikur fífl, segist aldrei hafa lesið
útlent blað, aldrei hlustað á erlend-
ar útvarpssendingar, — og hvað með
bréf hans til Hitlers? — Öll þessi
orð hans, útúrsnúningar, undanslátt-
ur, eru sápukúla, sem hjaðnar og
verður að engu.
Þannig líður hver dagurinn af öðr-
um: Það var áður vitað, að menn,
sem studdu nazistanna í hemumdu
löndunum voru veiklyndaðir, ruglað-
ir, mislukkaðir einstaklingar, veik-
astir hinna veikustu, menn, sem ekki
þoldu áralanga baráttu og áralanga
ósigra, menn, sem ekki gátu lifað án
þess að fljóta ofan á.
En það er allt annað að vita þetta,
heldur en að heyra það með sínum
eigin eyrum, sjá það með sínum eig-
in augum, að manneskja geti verið
svo aumkunarverð og þó haft vald
til þess að senda þúsundir manna til
fangabúða, heimkynna grimmdar,
þjáningar og dauða, í skjóli vopna
og velskipulagðs njósnanets.
Og svo kemur að vitnum verjand-
ans, og þá er leiddur fram fyrir
okkúr annar maður, sem virðist eiga
fátt sameiginlegt með manninum í
ákærendastúkunni. — Þetta eru ung-
ur maður kyrrlátur og iðinn við nám,
skólaljós — afburðarnemandi í sögu
og stærðfræði, frá góðu prestsheim-
ili, á sér trygga félaga. Hann er feim-
inn þessi maður, þorir aldrei að taka
þátt i umræðum á málfundum í
menntaskólanum, þorir heldur ekki
að bjóða stúlkunum upp á dansleikj-
um. Hann hefur þörf fyrir að heill-
ast af mikium mönnum, Napóleon.
Hann verður liðsforingi, tryggur
hjálparmaður Nansens í Rússlandi,
þegar hungursneyðin ríkti þar ,,ann-
ar maður en við nú sjáum hér,“ eins
og einn félagi hans úr skóla og liðs-
foringjatíð mælti. Og þó er þetta
allt sami maðurinn — Quisling.
Quisling hafði fengið stuðning
frá fyrri vinum sínum og félögum til
þess að halda sér uppréttum, þegar
hinn almenni ákærandi las yfir hon-
um daglangt kæruskjal, þar sem
krafizt var dauðadóms yfir svikaran-
um, morðingjanum, valdaræningjan-
um og þjófínum. Ómótmælanleg og
var sú mynd, sem ákærandinn Annæ-
us Schjödt gaf af þessum manni:
Valdafýknin hefur rekið hann áfram
árum saman. og þegar hún ber hann
í oddastöðu, situr hann fast, hvað
sem það kostar. Hann sat sem fastast
í embætti landvarnamálaráðherra í
stjórn bændaflokksins árið 1931—
33, þótt hann yrði að samþykkja
lægsta fjárframlag til landvarna. sem
nokkurn tíma hefur þekkzt í Noregi,
þvert gegn vilja sínum. Hann lýgur
að Þjóðverjum til þess að komast
til valda, hann gerir allt til þess að
ná þeim aftur, þegar Þjóðverjar
settu hann af, og er honum iffefur
tekizt það, lætur hann ekki al völd-
um fyrir nokkurn mun. Hann sér,
að tök Þjóðverja á norsku þjóðinni
verða verri og verri, en hann situr
áfram. Hann verður var við, að and-
staðan gegn honum eykst dag frá
degi, en hann situr. Áhangendur
hans verða færri og færri, samverka-
mönnum hans i lygum og fólsku-
brögðum fækkar, en hann situr Hon-
um er fullljóst, að Þjóðverjar munu
aldrei láta norsku þjóðina i té frelsi
hennar á ný, en hann situr sem fast-
ast í veldisstóli. Hann dreymir um
sjálfan sig i hásæti og gerir áætlan-
ir um upptöku Noregs í Stórríkið,
þar sem hann sjálfur verður æðst-
ur manna í ríki hins forna Noregs.
Þetta er allt rétt, allt rökstutt,
hyggt upp með ótal vitnum og skjöl-
um, en þó ver&ar þetta svo óraun-
verulega, þegar það hrekkur af þeim
múr. sem Quisling hefur byggt um
sig. Og menn spyrja sjálfa
sig: Hvernig er það mögulegt að
sitja undir slíkri skæðadrífu af ákær-
um og breyta ekki um svip. Hvernig
getur maður, sem dag eftir dag situr
í einangrunarklefa, með dauðadóm-
inn vofandi yfir höfði sér, komizt hjá
því að láta á sjá og fá grunsemdir f
garð sjálfs síns og varnarræðu sinn-
ar. — Beri hann einhverjar slíkar
tilfinningar í brjósti, er ógerningur
T t M 1 N N — SU N NUDAGSBLAÐ
711