Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Síða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Síða 12
Gömul Pinotepakona í posahuanco spinnur bómullarþráð, sem hún selur síðan liturunum. Næstum því hver einasti maður í litlu einangruðu þorpi, Pinotepa, sem er nálægt Kyrrahafsströnd Mexíkó, tekur þátt í að búa til kven- flík, sem kölluð er posahuanco. Karl- mennirnir, ungir og gamlir, rækta bómullina, gömlu konurnar spinna úr henni þráð og yngri stúlkurnar vefa. Posahuanco er siður pilsdúkur, sem flest allar konur í hinum heitu héruðum Suðvestur-Mexíkó klæðast einum fata. Bláar, rauðar og purpura- litar, þverrendur pilsanna fara sér- staklega vel við brúna húð hinna fallegu Indíánastúlkna, sem fá fin- asta posahuanco, þegar þær giftast. Brúðarklæði Pinotepastúlku eru pilsdúkur litaður eingöngu með lit- um unnum úr náttúrunni og útsaum- að langsjal um axlirnar. Rauði liturinn er fenginn úr skóg- arlúsum, bláí liturinn úr indigójurt- inni og purpuraliturinn úr sæsnigl- unum er verðmætastur af þeim. Pils sem litað er með anilínpurpuralit, selst fyrir sextíu pesosa í mesta lagi, en pils með breiðum karakólröndum, það er purpuralit skelfisksins, er hægt að selja allt að tíu sinnum dýr- ara, fyrir sex hundruð pesosa — eða tvö þúsund krónur íslenzkar. Skelfiskliturinn fæst úr nokkrum tegundum sæskeldýra eða kuðunga. Þeir hafa kirtla, sem gefa frá sér mjólkurkenndan vökva með sterkri lykt, sem annað hvort er óvinum til óþæginda og er því varnartæki eða það verkar sem eitur og lamar bráð- ina, krækling, hrúðukarl eða önn- ur smærri skeldýr, sem sæsniglarn- ir lifa á. Þegar vökvinn kemur 1 súrefni og sólarljós, tekur hann á sig dökkrauðan blæ eða purpurablæ, sem verður mjög fastur í efninu. Maðurinn hefur notað þetta efni síðan á forsöguöldum til að fá fast- an lit, og það var sérstaklega verð- mætt fyrr á tímum, áður en menn lærðu að nota litfestiefni. Notkun purpuraskeljarinnar er fyrst nefnd i sögn um Melkart, hinn föníska jafnoka Herkúlesar. Hann var að reika meðfram ströndinni með vatnadísinni Tyros, þegar þau sáu hund vera að leika sér að sæ- skeljum. Tyros tók eftir, að hundur- inn var allur purpurarauður um munninn og var ekki sein á sér að héimta hjúp í þessum fallega lit. Melkart safnaði nokkrum skeljum og tók til við gerð hjúpsins, og þar með var hafinn iðnaðurinn, sem gerði borgina Tyros fræga. Föníkar gerðu ullar- og silkilitun nð arðsömum atvinnuvegi. í Tyros og Sidon voru skeljarnar opnaðar og náðust þá nokkrir dropar af litun- -arvökva úr hverri skel. En þannig þurfti fjölda af skeljum, ef lita átti eitthvert magn af efni og gekk því mjög á skeljastofninn. Ferðir Föníka og stofnun nýlendna þeirra víða um- hverfis Rauðahafið byggðust að mestu á leitinni að nýjum birgðum purpuraskelja. Á veldistímum Rómverja jókst eft- irspumin eftir purpuralitnum, og Rómverjar settu á stofn litunarverk- smiðjur undir eftirliti ríkisins. En þar sem purpuraskelin var sjaldgæf og litunin dýr og erfið, urðu það brátt aðeins auðmennirnir, sem gátu veitt sér að klæðast purpura, og seinna takmarkaðist notkun hans við yfirstéttina eingöngu og að lokum við keisarann einan. Purpuraskeljategundir eru við strendur víða um heim, þær sitja á sjávarklettunum um fjöru. Margar þjóðir búsettar við klettastrendur hafa án efa þekkt litunareiginleika skepnunnar, en hvort liturinn var notaður, var undir ýmsu komið. Sums staðar var skelfiskurinn svo mikilvæg fæðutegund, að ekki var hirt um litunina, annars stað- ar klæddist fólkið litlu sem engu. í menningarlöndum Vesturlanda gerði fundur hins ódýra anilínpurpuralitar skeljalitinn óþarfan. Purpuraskeljar voru einnig notað- ar snemma á öldum til lækninga o£ galdra. Við Miðjarðarhafið, þar sem liturinn var merki konungdóms, var ekki unnt að koma í veg fyrir, að almenningur notaði skeljarnar í öðr- um tilgangi en til litunar. Álitið var til dæmis, að það gerði konu frjó- sama að setja purpuraskel á naflá hennar. Tengslin milli purpura ok frjósemi eru mjög gömul, og ef tu vill eru tengsl milli þessarar trúar 1 PURPURI 708 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.