Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 15.08.1965, Qupperneq 13
veður, logn og nokkurt frost. Um fimm kílómetrar eru milli Akureyja og lands, og þó að straumur sé harð- ur í sundinu á föllum, einkum þegar stórstreymt er, virtist það allt ein íshella. Innan við Akureyjar verður aftur á móti röst mikil, og leggur þar ekki ís nema í aftökum, enda var þar nú dauður sjór. Nokkuð var ís á þessu sundinu tal- inn varhugaverður, því að oft bar við, að stríður aðfallsstraumur rauf hann á því innan til, þótt traustur sýndist, og gátu þá stórar spildur borizt með straumnum inn að röst- inni, er jafnskjótt hreif þær með sér. Ekki báru Akureyjabændur neinn kvíðboga fyrir þessu, enda þótt illa stæði á föllum. Hröðuðu þeir sér af stað og gáfu sér ekki einu sinni tíma til þess að neyta morgunverðar, og fylgdi sinn hundurinn hvorum þeirra. Ekki hirtu þeir um að fara sundið utanvert, sem þó var tryggara, ef aðfall var, heldur héldu beint af aug- um. Fylgdu þeir eyjum þeim, sem eru sniðhallt inn lands, og segir eJíki af ferðum þeirra fyrr en við Hrapps- ey, sem er innst eyja utan sundsins. Þar er aðfallsstraumurinn einna harð astur. Autt var með löndum í Hrappsey, en ekki létu þeir það aftra sér. Fengu þeir stokkið út á höfuðísinn og lögðu síðan hiklaust á sundið. Gekk Stefán Eggertsson fyrir, oðfús að ná sem fyrst til lands. Þegar þeir höfðu farið spottakorn, varð fyrir þeim glufa, og þegar þeir litu um öxl til eyjarinnar, urðu beir þess áskynja, að ísinn, sem þeir voru á, barst óðfluga inn eftir í att að röstinni. Sneru þeir þegar áð og ætluðu að ná eynni, en auðnaðist það ekki, því að ísspilda sú, sem losnað hafði, var þegar lónuð svo langt frá henni, að með öllu var óvætt á land. Nú var í illt efni komið. Þeir nafn- ar áttu ekki annars úrkostar en láta fyrirberast á ísnum, er barst óðfluga inn fjörðinn svo sem skip sigldi hraðbyri. Tók nú ísspildan að springa og gliðna sundur og hringsnúast í straumnum. Við það urðu árekstrar milli jakanna með ískri og skruðn- ingum og brestum, og kvarnaðist drjúgum utan úr þeim. Minnkaði óð- um spöngin, sem mennirnir voru á, og horfði svo um skeið sem hún myndi malast sundur undir þeim. Vissulega voru Akureyjarbændur kjarkmiklir menn og allharðsviraðir báðir. En nú klökknaði hugur þeirra nokkuð, er þeir sáu ekki annað fram undan en dauðann. Þótti þeim ekki seinna vænna að láta niður falla erj- ur aliar sínar á milli og féllust í faðma á jakanum og báðu hvor ann- an fyrirgefningar á öllu því, sem þeir vissu sig misgert hafa sín á milli í sambýlinu. Var sú fyrirgefning fús- Iega veitt og þegin á báða bóga. Að þessari sættargerð lokinni gengu þeir hvor á sinn stað og tóku að þylja bænir sínar. Meðan þessu fór fram barst jak- inn æ lengra inn eftir, mitt í ís- hröngli, er ekki sá út yfir. Um átta kílómetra innan við Akureyjar er eyðiey lítil, sem Fagurey nefnist. og klofnar röstin um hana Að þessari ey fleyttist nú jakinn sem mennirn- ir voru á. Tók hann niðri við tanga á eynni utanverðri og brotnaði þar í tvennt. Flaut síðan sinn helmingur- inn inn með eynni hvorum megin. 111. Þeir nafnar höfðu séð, að hverju stefndi. Voru þeir því viðbúnir að stökkva á land, er jakian kenndi grunns. Hundur Stef.ms Eggerlsscn ar, er Svipur hét, fylgdi fast á eftir húsbóndanum og náði einnig lanai, en hundur Stefáns Björnssonar lenti í hröngli, færðist í kaf og fórst þar. Þeir gengu nú upp á eyna og þótt- ust nauðuglega hafa sloppið úr mikl- um háska. Ekki var þó ilitlegt að setj ast um kyrrt í eynni, því að þar var harðfenni og gaddur yfir allt og hvergi afdrep, er teljandi var. Mat- arlausir voru þeir og ekki sérlega vel búnir að skjólflikum og borin von, að þeirra yrði vart. Þó var ekki lengra en svo að Fagradal, að þang- að máttu köll heyrast, er sæmilega var hljóðbært. En þótt svo færi, að það vitnaðist á landi, að menn myndu í nauðum staddir í Fagurey, var hæp- ið, að báti yrði fleytt þangað sök- um ísreksins. Helzt gat orðið til bjargar, ef vindaði af suðaustri, svo að íshrönglið bærist brott. Þeir sáu þegar fram á, að þeir urðu að gera sér skýli, hvort sem dvöl þeirra í eynni yrði löng eða skömm. Jakar voru þar við flæðarmálið. Sáu þeir, að ekki myndi völ annars efn- is í skýli. Báru þeir því jaka upp á eyna og gerðu sér úr þeim hreysi á hjarninu, þar sem steinn stóð upp úr. Hlóðu þeir veggi úr ísflögum og höfðu þunnan jaka fyrir þekju. Ann an reistu þeir fyrir dyrnar og not- uðu sem hurð. Þegar þeir höfðu lokið skýlisgerð- inni, skriðu þeir inn í hreysið og settust á steininn, því að hlýrra var að hírast á honum en beru hjarn- inu. Ekki var íshús þetta rismeira en svo, að þeir gátu með naumindum setið þar réttum beinum á stein- um, og legurúm var þar að sjálf- sögðu næsta óhægt. Þama hlutu þeir samt að láta fyrirberast. Sátu þeir þétt saman á steininum, svo að þeir hefðu hita hvor af öðrum, og hölluðu baki að veggnum, en Svipur hringaði sig á fótum húsbónda síns. Frost var vægt, en næturkul utan af flóanum og blés í gegnum gisna veggina. Buldrið í íshrönglinu, sem byltist í röstinni, var eins og þungur gnýr, sem aldrei hljóðnaði, og sífellt iskr- aði í jökum, 'sem skörkuðu við hlein- ar og klappir. Þeim félögum varð ekki svefnsamt. Samt seig á þá höfgi undir morgun- inn, en þegar skíma tók, vöknuðu þeir með hrolli. Risu þeir þá á fæt- ur, skunduðu út og hlupu fram og aftur um eyna sér til hita. Þá var. enn ísrek svo mikið, að engin von var til, að skipi yrði komið milli lands og ey-jar. Þegar birti af degi, sáu þeir glöggt til bæja í Fagradal hinum ytri og innri. Tóku þeir þá að hrópa og kalla eins og rómur leyfði og siga hundinum. Bjó á öðrum bænum Jón, bróðir Stefáns Eggertssonar, en á hinum svili þeirra og mágkona, Ólaf- ur Thorlacius og Helga Sigmunds- dóttir. Þar var og tengdafaðir þeirra. Nú var það um birtingu, að þeir sáu tvo menn ganga yfir skafl, skammt frá fjárhúsum í Fagradal ytri, og reka undan sér fjárhóp. Hertu þeir þá köllin sem mest máttu. Námu fjármennirnir staðar og virt- ust hlusta, en ekki svöruðu þeir. Gerðu þeir nafnar þá aðra tilraun, og fór á sömu lund og áður, að mennirnir dokuðu við, en kölluðu ekki á móti. Aftur á móti heyrðu þeir hunda gelta og drógu af því þá ályktun, að þeir heföu orðið kall- anna varir. Var þarna á ferð fjár- maður Jóns Eggertssonar, Jóhann nokkur Jónsson. sem kallaður var pápi. Jóhann pápi mun hafa látið þess getið heima í Fagradal ytri — oða maður sá, sem með honum var —, að þeir hefðu heyrt köll frammi á firðinum á móts við Reykhóla. Mun ekki hafa verið laust við, að þetta þætti fyrirburður nokkur, og er af sumum gefið í skyn, að hljóðin hafi verið eignuð útburði, er átti að haf- ast við í grennd við leiti eitt upp frá Fagradal. Þar sagði sagan, að stundum heyrðist útburðarvæl. Mun heldur hafa verið farið hljótt með þetta í Ytri-Fagradal og ekki a bað drepið við afbæjarmenn. Af þeim nöfnum er það að setja, að þeir héldu áfram róli sínu um eyna um daginn. Ekki urðu þeir þó varir við meiri mannaferðir í landi. Fóru þeir nú að leita að þangi við sjóinn, því að þeim kom til hugar að gera eld, þegar kvöldaði og dimmdi, en náðu ekki neinu, er þeir fengju brennt. Gerðust þeir nú og harla svangir, og með því að þeir vissu, að hvannir uxu í eynni, íóru þeir að leita róta til þess að seðja hungur sitt. En torsótt var að ná hvannarótum úr gaddfreðnum sverði undir hjarninu. Samt tókst þeim að höggva upp fáeinar rætur með staf- broddum sínum. Þeir reyndu líka að dytta að kofa sínum, þétta veggina og fylla í smugur, svo að síður næddi í gegnum þá. T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 733

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.