Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Blaðsíða 4
FriSrik Daníelsson í fjellaferð og hægt var að aka dálítið um Suð- urland, austur í Biskupstungur og Fljótshlíð. En þar tóku vötnin við. Já, það var farið i bílferðir upp á bæi, en ég man eftir því, að það þótti mikill viðburður, er einn ná- granni okkar í Vesturbænum fór á bíl austur að Gullfossi. Þá var nýbú- ið að opna þá leið. —Hvengr byrjaðir þú að ferðjast sjálfur? — Það fyrsta, sem ég fór úr bæn- um, var á Alþingishátíðina á Þing- völlum árið 1930. Þá gekk Guðrún Jónsdóttir, kennslukona í Landakoti, á Súlur. Okkur strákúnum þótti þetta stórkostlegur viðburður, og við létum okkur detta í hug að verða eftir að lokinni hátíðinni og fylgja fordæmi Guðrúnar. Af því varð þó ekki en strax á eftir fórum við með Suður- landinu upp á Skaga og gengum á Akrafjall. Síðan hef ég aldrei dvalið lengi á neinum stað án þess að ganga á fjöll í grenndinni. Já, þetta sama ár gekk ég í Ferðafélagið, og ^ar númer félagsskírteinis míns eitthvað á áttunda hundraðinu. Á þessum ár- um vorum við Hörður heitinn Þor- hallsson viðskiptafræðingur mikið saman á flakki og gengum ýmist eða hjóiíiðum. Við fórum gjarnan með strætisvagni suður í Hafnarfjörð eða inn að Elliðaám og gengum svo. Við gengum til að mynda úr Hafnarfirði suður í Krýsuvík, sem tók tólf eðr fjórtán tíma báðar ieiðir. Svo fór- um við oft þangað. sem Heiðmörk ÖRÆFIN EIGA AD FÁ AD VERA IFRIÐI - Fundum okkar Friðriks Daníelsson ar bar fyrst saman í Botnssúlnaferð, þar sem hann var leiðsögumaður. Við spjölluðum dálítið saman á niðurleið, og þá sagði hann mér, að hann hefði verið félagi í Ferðafélagi íslands allt frá árinu 1930 og ferðazt töluvert á hverju sumri æ síðan. Og við sam- mæltust heima hjá horním í Kópavogi, svo að ég gæti fengið meira að heyra. Það er kvöldsett, þegar ég geng heim að húsi Friðriks við Þirig- hólsbraut á Kársnesi. Skammt er til sjávar, og úti á vog- inum bruna hraðbátar. Handan vogs- ins loga gluggar glæsihúsa á Arnar- nesi í aftanskini, og byggð i Garða- hreppi blasir við og fjöll á Reykjanes skaga lengra bUrtu. Það er ekui að ófyrirsynju, að fjölskylda Fríðriks kallar stofugluggann sjónvarpið sitt. En byggðin hefur þrengt drjúgum að. Friðrik reisti hús sitt fyrir átján árum, og þá stóð það eitt sér, drjúg- an spöl frá þéttbýlinu. Slík er vaxt- arsaga Kópavogs. Við fáum okkur sæti í stol'unni, og Friðrik skýrir frá því, að hann sé Reykvíkingur að ætt og uppruna og hafi átt þar heima, unz hann flutti til Kópavogs. Alla starfsævi sína hefur hann unnið hjá Sápugerðinni Frigg, og það eru nú orðin þrjátíu og sex ár. Og svo er tekið til við það að ræða um ferðalög. — Ferðuðust Reykvíkingar mikið á þriðja tug aldarinnar, þegar þú varst að spretta úr grasi? — Nei, ekki myndi ég segja það. Raunar var dálítil hestáeign í bæn- um, og menn brugðu sér gjarnan í útreiðar. Slangur var til af bílum, er nú. Það svæði er orðið óþekkjan- legt og langtum fegurra en áður. — Hvernig var starfsemi Ferðafé- lagsins háltað fyrstu árín? — Félagið var stofnað árið 1927, og þegar var hafizt handa um útgáfu árbókanna, sem nú eru ómetanlegt safn. Brátt var tekið að 1 efna til skemmtiferða, og má heita, að ég hafi tekið þátt í þeim frá upphafi. Sunnu- dagsferðir voru einkar vinsælar, og var nijög oft gengið á Esju, Hengil, Bláfjöll og Súlur og í Raufarhóls- helli. Félagið hafði þann sið að bjóða fullnaðarprófsbörnum úr Reykjavík í gönguferð á Hengil, og ég er viss um það, að síikar ferðir eru á við marga tíma í landafræði og náttúrufræði. Þá leið ekki á löngu, unz tekið var til við byggingu sæluhúsa, og var hið fyrsta reist í f'Hvítárnesi. Hvítárnes 700 TÍI1INN4 SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.