Tíminn Sunnudagsblað - 21.08.1966, Side 15
því tagi, sem tuldrar í barminn, ófær
um það að halda reynslu sinni utan
sviðs daglegrár framkomu. Þannig
er rödd liðins tíma jafngreinileg og
rödd líðandi stundar. Það eru engar
svipmyndir frá liðnum tíma í þessum
leik. Nútíð og þátíð hafa runnið sam-
an í eitt, því að í örvæntingarfullri
leit eftir réttlætingu á ævi sinni hef-
ur Willy Loman fellt þær skorður,
sem tíminn setur. Honum má líkja
við mann, sem uppgötvar, að hann
hefur komið af stað sprengingu í
kjallara húss síns með jafnsaklausu
athæfi og að lyfta símtóli.
Miller getur þess hér, að kvikmynd
sú, sem gerð var eftir leikritinu, hafi
tekizt illa. Meginástæðuna fyrir því
telur hann vera þá, að í kvikmynd-
inni er Willy bókstaflega fluttur á þá
staði, sem aðeins eru til í hug hans
í leikritinu. Þannig glatast hryllingur
sá og sú dramatíska spenna, sem fram
kemur, er maðurinn gleymir stund
og stað og spjallar við ósýnilegar
persónur. í kvikmynd er um að ræða
stöðug skipti á mynd, og því telur
Miller, að misheppnan kvikmyndar-
innar felist að miklu leyti í formi
leikritsins.
Nú er vikið að því, sem ritað hefur
verið og rætt um Sölumaður deyr —
eða öllu heldur um það, hvað leikrit-
ið eigi að tákna, jafnt sálfræðilega
sem þjóðfélagslega. Hægrisinnað
tímaritið talaði um verkið sem „tíma-
sprengju, snilldarlega komið fyrir
undir ímynd Ameríku,“ og kommún-
istablaðið Daily Worker áleit leikrit
ið bera vitni um hnignun. í hinum
kaþólska Spáni var það sýnt oftar
en nokkurt annað nútímaleikrit. Það
fékkst ekki sýnt í Rússlandi, en hefur
verið sýnt í sumum Austur-Evrópuríkj
um. Spænsku blöðin kölluðu Sölumað-
ur deyr sönnun þess, að andinn sé
dauður, þar sem enginn Guð er. Sum
ir Bandaríkjamenn sögðu verkið
kommúnistaáróður, en stórfyrirtæki
kvöddu Miller til þess að ávarpa sölu-
deildir sínar. Við lá, að eitt félag
sölumanna tæki Miller í 'dýrlingatölu,
en annað rakti vaxandi örðugleika á
ráðningu sölumanna beint til leik-
ritsins. Þegar kvikmyndin kom til
sögunnar, var ótti kvikmyndafélags-
ins slíkur, að það lét gera fræðslu-
mynd um sölumannsstarfið, sem Mill-
er gefur þann vitnisburð, að henni
hafi verið ætlað að sýna fram á,
hversu fávísleg kvikmyndin sjálf væri.
— Bréf bárust frá fólki, sem fann
í leikritinu einhverja samsvörun með
lífi þess sjálfs. Og manni nokkrum
varð að orði, þegar hann gekk út úr
leikhúsinu, eftir að hafa séð Sölu-
manninn: „Ég hef alltaf sagt, að
Nýja-England væri hábölvað."
En Miller segir sannleikann vera
þann, að hann hafi aldrei haft hinn
minnsta áhuga á sölumannsstarfinu
sem slíku. En því hafi ekki verið
trúað, og því hafi hann gefizt upp
við það að halda slíku fram. Og til-
gangur hans með verkinu hafi í engu
verið sá, sem fram hafi komið í hin-
um mörgu skoðunum þar að lútandi.
Leikritið spratt upp af einföldum
myndum. Litið hús, sem eitt sinn
hafði bergmálað af ærslum drengja
á vaxtarskeiði en er nú tómt og þög-
ult. Mynd hverfulleikans — bíll var
bónaður á laugardagskvöldi — hvar
er hann nú? Mynd af syni þínum,
sem lítur þig öðrum augum en fyrr-
um. En mikilvægust af öllu er þó
þörf mannsins til þess að skilja eftir
sig einhver ummerki einhvers staðar
í heiminum — þörf, sem knýr á með
meira afli en frumhvatirnar sjálfar.
Þörf fyrir ódauðleika, en því að játa
hana fylgir sú vitneskja að hafa rit-
að nafn sitt á ísköku á hlýjum júlí-
degi. — Miller getur einnig um mynd
einstaklingsins í heimi, fullum af
ókunnugum, og jafnframt myndir,
sem snerta byggingu verksins. „Auga“
leiksins átti að vera í höfði Willys
og beinast í allar áttir líkt og leitar-
ljós á rúmsjó, og ekkert var látið
eiga sig, sem djarfaði fyrir í fjarska.
MilLer kveðst hafa látið sér umhug-
að um það, að þetta leikrit bæri raun
sannan svip af lífinu. Hvað sem hver
segir, þá er það staðreynd, að kaup-
sýslumenn segja manni upp störfuip.
þegar hann er þrotinn af kröftum og
getur ekki lengur gegnt starfa sínum.
— En jafnframt miðaði Miller að því,
líkt og í Öllum sonum mínum, að ekk-
ert, sem fram kæmi í leikritinu, væri
sneytt gildi fyrir gang þess allan.
Form verksins var lagað að því, sem
■nnixiwtrw—fmnmmiMH»r«iaiiwi .•v',m»uw»»i»*BM«iaw«nifninriTgr»^
SÖLUMAÐUR DEYR
Vissar einkasamræður í tveim-
ur þáttum og sálumessa. Leikrit-
ið var frumsýnt árið 1949 og sýnt
í Þjóðleikhúsinu árið 1951 (þýð-
andi Skúli Skúlason, leikstjóri Ind
riði Waage).
Fyrri þáttur. — Willy Loman,
roskinn sölumaður, búsettur í út-
jaðri New York-borgar, er nýkom
inn heim úr söluferð. Kona hans
heitir Linda, og þau eiga tvo upp
komna sonu, rúmlega þrítuga,
Biff og Happy. Willy er hættur
að ná nokkrum árangri í starfi
sínu, og hvorugur sonanna hefur
átt miklu veraldarláni að fagna.
Happy er búsettur í grennd við
foreldrana, og Biff er þar í heim-
sókn. — Inn i leikritið er fléttað
ýmsum atburðum í lífi Willys,
og eru engin skil á milli þeirra
og þess tíma, sem leikritið gerist
á. Biff var dáður íþróttamaður
á unglingsárum sínum, en komst
ekki inn í háskóla. Þá kemur fram
Charley, nágranni Willys og góð
kunningi, sem nú orðið lánar hon
um peninga reglulega, og Bern
hard, sonur Charleys og æsku-
vinur Biffs, að ógleymdum Ben
frænda, föðurbróður Willys. Ben
hefur fénazt vel og kemur í heim
sókn til frænda síns. — En í nú-
tíðinni eru áhyggjur af fjármálum
og atvinnu efst á baugi. Willý
finnur sárt til gengisskorts sona
sinna. Biff er taugaveiklaður og
rótslitinn, en meira er í hann
spunnið en Happy, sem er hálf
gerður gleiðgosi. Biff afræður að
fara í atvinnuleit til Bills Olivers,
sem hann hefur starfað hjá fyrir
mörgum árum.
Síðari þáttur gerist daginn eft-
ir. — Willy fer á fund Ilowards,
vinnuveitanda síns, og biður hann
um vinnu í' New York, þar eð
hann geti ekki gegnt sölumanns
starfinu lengur. En Iloward vísar
tilmælum hans á bug og segir hon
um upp. Willy gengur á fund Char
leys, sem býður honum vinnu, en
það telur Willy sig ekki geta þeg
ið. Þarna hittir Willy Bernhard,
sem nú er orðinn mikils metinn
lögfræðingur, og þeir spjalla sam
an um Biff og liðnar stundir. —
Biff og Happy hafa boðið föður
sínum til miðdegisverðar, en það
endar þannig, að þeir bræður yfir
gefa hann. Oliver hefur ekki kann
azt við Biff, og Biff -stelur frá
honum penna. Inn í þetta flétt
ast atvik frá unglingsárum Biffs.
þegar hann kom að föður sínum
með - ókunnugri konu á gistihúsi
í Boston. — Þegar heim kemur,
álasar Linda bræðrunum fyrir
framkomu þeirra gagnvart föður
sínum. Það kemur til heiftugrar
orðasennu milli Biffs og Willys,
og liggur við átökum. Sá verður
endirinn, að Biff brestur í grát
og fram kemur elska hans á föð
ur sínum. Það náttar, og Willy,
sem hefur líftryggt sig fyrir stór
fé, ekur á brott í bíl sínum.
Sálumessa. — Jarðarför Willys
er nýafstaðin, engir hafa verið
viðstaddir nema Lomanfjöl-
skyldan og Charley. Þau tala um
drauma Willys, og koma viðhorf
þeirra allra til Willys glöggt í ljós.
Linda á síðasta orðið.
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
711